Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Side 2

Víkurfréttir - 19.10.2017, Side 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. SKOÐA ENDURBÆTUR Á MALARVELLI VIÐ HRINGBRAUT Erindi frá aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, varðandi malarvöllinn við Hringbraut var tekið til afgreiðslu hjá bæjarráði Reykja- nesbæjar á dögunum. Bæjarráð fól sviðsstjóra umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka upp viðræður við aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, hvað varðar endurbætur á malarvellinum við Hringbraut. Malarvöllurinn var notaður síðasta vor fyrir æfingar yngri flokka Keflavíkur, m.a. vegna þess að erfitt var að fá hentuga æf- ingartíma í Reykjaneshöllinni. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@ vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið augl@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurf- rétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM 01–09 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM 10–15 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM 16–19 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM 23 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM 20–22 RITSTJÓRNARPISTILL HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Fimmtudagur er Víkurfréttadagur Það er kominn enn einn fimmtudagurinn hjá Víkur- fréttum. Það eru komnir næstum 1600 fimmtudagar síðan ég kom fyrst til Víkurfrétta og í haust eru 30 ár síðan ég hóf störf við blaðið við fréttaskrif og ljósmyndun. Fyrir þrjátíu árum voru tímarnir þannig að blaðið sem kom út á fimmtudegi var prentað jafnvel á þriðjudögum og miðvikudögum. Það tók heilan vinnudag og jafnvel meira að prenta. Á fimmtudagsmorgninum mætti Pálmi leigubílstjóri í prentsmiðjuna, sótti blaðabunkana og ók þeim til blaðberanna. Víkurfréttir voru komnar inn á öll heimili um miðjan dag á fimmtudegi, sjónvarpslausum fimmtudegi, þar sem blaðið var lesið upp til agna. Það var stórt stökk tekið um síðustu aldamót þegar prentun blaðsins breyttist þannig að blaðið var prentað sem ein heild í einni af öflugustu litaprentvél landsins og í stað þess að það tæki allan daginn þá var prentuninni lokið af á klukkustund. Úr prentsmiðjunni var blaðinu ekið á pósthúsið þar sem bréfberar komu blaðinu inn á öll heimili Suðurnesja á fimmtudögum. Þróunin hefur haldið áfram, tækninni hefur fleygt fram, blaðið hefur stækkað og prentunin tekur aðeins örfáar mínútur frá því prentararnir ræsa prentvélina í Landsprenti og þar til blaðið er komið á vörubretti tilbúið fyrir póstinn. Síðustu mánuði hefur hins vegar orðið til flöskuháls í útgáfu blaðsins sem hefur bæði truflað okkur sem erum að skrifa fyrir ykkur blaðið og ekki síst truflað lesendur. Blaðið sem að jafnaði datt inn um bréfalúguna hjá öllum Suðurnesjabúum á fimmtudögum fór skyndilega að berast sumum lesendum á föstudögum. Ástæðan er að Íslands- póstur býður ekki lengur upp á aldreifingu á Suðurnesjum á fimmtudögum og því urðum við að sætta okkur við að blaðið yrði borið út á tveimur dögum í stað eins áður. Við þessum erum við nú að bregðast með því að senda blaðið okkar í prentun á þriðjudagskvöldi. Víkurfréttir eru þá bornar til lesenda á Suðurnesjum á miðvikudögum og fimmtudögum. Hluti lesenda fær því blaðið „degi áður“ en það er gefið út en nú ættu öll heimili á Suðurnesjum að hafa fengið blaðið fyrir lok dags á fimmtudegi – eins og það var í gamla daga. Við þessar breytingar ákváðum við að eiga aðeins við útlit blaðsins. Við sýnum ykkur fyrstu útlitsbreytingar í þessari viku og munum halda áfram að þróa og eiga við útlit Víkurfrétta á næstu vikum. ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 ORKA FYRIR ÍSLENSKA FERÐAÞJÓNUSTU KEMUR TIL HELGUVÍKUR VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON SKOÐA GJALDTÖKU Á ÁNINGAR- STÖÐUM FYRIR FERÐAMENN Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að skoðaðir verði möguleikar á gjaldtöku vegna bílastæða á ferðamannastöðum og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að fylgja málinu eftir. DAGUR FÉLAGASAMTAKA HALDINN Í VOGUM Frístunda- og menningarnefnd Voga hefur ákveðið að halda dag félaga- samtaka í Vogum og endurvekja þannig fyrri hefð. Hugsunin með slíkum degi er að félögin geti kynnt sitt starf fyrir íbúum og jafnvel fengið inn nýja félaga. Eftir samráðs- fund með félögunum hefur verið ákveðið að halda dag félagasamtaka laugardaginn 28. október, en það er sami dagur og gengið verður til Alþingiskosninga. Þá er líklegt að margir verði á faraldsfæti og geti sótt félögin heim. FÁ AFNOT AF BÍLASTÆÐUM VIÐ AFREKSBRAUT Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita knattspyrnudeild UMFN afnot af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Af- reksbraut til 1. júní á næsta ári. Knatt- spyrnudeildin hefur þar möguleika á að leigja bílastæðin út undir geymslu- svæði fyrir bílaleigubíla í vetur. TÍU GISTIRÝMI AÐ STÓRA KNARRARNESI II Umsókn um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II að Stóra Knarrarnesi II á Vatnsleysuströnd hefur fengið jákvæða umsögn bæjaryfirvalda í Vogum. Umsögn byggingafulltrúa var lögð fram á fundi bæjarráðs sem gerir ekki at- hugasemd við umsóknina og leggur til að samþykkt verði heimild fyrir tíu gistirýmum. ENGUM GESTUM FRÁ SUÐURNESJUM BOÐIÐ Bæjarstjórn Sandgerðis tekur undir viðbrögð hafnarráðs Sandgerðis- hafnar við lokaskýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra um endurskoðun á fram- tíðarskipan byggðakvóta, dags. 9. júní 2017, þar sem lýst er furðu á niðurstöðum skýrslunnar og þeim áhrifum sem þær kynnu að hafa á úthlutun til einstakra byggðar- laga. Einnig undrast hafnarráð að engum gestum frá Suðurnesjum eða úr Suðurkjördæmi skuli hafa verið boðið á fundi starfshópsins, sem fékk til sín fjölmarga gesti. RÁÐSTAFA FJÁRMUNUM Í HJÓLASTÍG Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að ráðstafa eftir- stöðvum fjárveitinga til stígagerðar í framkvæmdir við væntanlegan hjólastíg á gamla Stapaveginum. Vinsamlega sendið umsókn með starfsferilsskrá og upplýsingum um meðmælendur fyrir 25. nóvember á gudny@epal.is Skemmtileg störf í boði Við leitum að fagurkerum sem hafa reynslu af afgreiðslustörfum, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, eru skipulagðir, sjálfstæðir og metnaðarfullir í vinnubrögðum. Hreint sakarvottorð er skylda. Epal í flugstöð Leifs Eiríkssonar – fullt starf Frá og með 20. október til 1. maí Vinnutími kl: 05:30 -17:30 og 06:00 - 18:00 Unnið er á 2-2-3 vöktum Okkur vantar fjóra starfsmenn

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.