Víkurfréttir - 19.10.2017, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg.
Miðflokkurinn – Afl sem þorir
Nýtt kröftugt stjórnmálaafl hefur verið stofnað, Miðflokkurinn. Mið-
flokkurinn er stofnaður af fólki víða að úr samfélaginu, sem vill vinna að
heill landsins alls og leggur mikla áherslu á að hagsmunir okkar allra fari
saman. Flokkurinn hefur nú þegar á örfáum dögum frá stofnun sett fram
áherslur sínar í stærstu og veigamestu málum sem varða alla íslendinga.
Stefnumálin eru róttæk og við ætlum að koma þeim til framkvæmda með
því að vinna að réttu lausninni – skynsamlegustu lausninni – rökréttustu
lausninni, sama hvaðan hugmyndirnar koma.
Endurskipulagning
fjármálakerfisins
Miðflokkurinn ætlar að afnema verð-
trygginguna og lækka vexti í landinu.
Með því að fylgja eftir ákveðinni að-
gerðaráætlun í endurskipulagningu
fjármálakerfisins verður verðtrygg-
ingin svelt í burtu af íslenskum
fjármálamarkaði. Fyrst þá verður
verðtrygging af neytendalánum gerð
óheimil með lagabreytingu. Í öðru lagi
þá mun ríkið nýta sér forkaupsrétt að
Arion banka. Í þriðja lagi verða bank-
arnir minnkaðir með því að greiða
úr þeim það eigið fé sem er umfram
í bönkunum til ríkisins. Eftir yfirtök-
una á Arion og endurskipulagningu
bankanna þá verði Landsbankinn
enn í ríkiseigu en komi til með að
stofna netbanka sem mun bjóða
lægstu mögulegu vexti. Arion banka
verður skipt í þrennt þar sem allir
íslendingar munu eignast hlutabréf
í bankanum endurgjaldslaust sem
nemur einum þriðja af öllu hlutafé.
Þriðjungur verður seldur í opnu út-
boði og Ríkið heldur áfram ráðandi
hlut í bankanum fyrst um sinn. Ný
lög verða sett um Seðlabankann og
lífeyrissjóðunum verði gert skylt að
fjárfesta erlendis líkt og norski olíu-
sjóðurinn gerir. Með ofangreindum
aðgerðum og fleirum verður búið til
lágvaxtaumhverfi, sem mun bæta
lífskjör á Íslandi.
Landið allt
Við viljum auka skilning landsmanna
á því að hagsmunir allra fari saman.
Þetta á við til dæmis í sambandi við
nýtingu fjárfestinga í heilbrigðisþjón-
ustu, þar sem bæði er hægt að nýta þá
aðstöðu sem þegar er til og um leið
að færa þjónustuna nær fólkinu. Við
viljum tryggja flugvöll áfram í Vatns-
mýrinni og með því tryggja góð tengsl
milli höfuðborgar og landsbyggðar.
Nýtum kosningaréttinn
Ágæti kjósandi. Frambjóðendur eru
boðnir og búnir að koma til skrafs og
ráðagerða. Einnig er hægt að senda
fyrirspurnir á sudur@midflokkurinn.
is. Mikilvægt er að allir nýti sinn
kosningarétt því það skiptir máli
hverjir eru við stjórnvölinn á Íslandi.
Birgir Þórarinsson – skipar 1. sætið á
lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Elvar Eyvindsson – skipar 2. sætið á
lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Við þurfum samfélagslega
skilvirkni í sjávarútvegi
Sláandi tölur bárust frá Fiskistofu fyrir stuttu, þar sem kom fram að fjöldi
fyrirtækja með aflahlutdeild hefur fækkað um tæplega 600 á rétt rúmum
10 árum, og standa nú aðeins 382 fyrirtæki eftir.
Þessari gríðarlegu samþjöppun á að-
gangi að fiskauðlindum Íslands hefur
verið lýst af stuðningsmönnum þró-
unarinnar sem "aukin skilvirkni". Það
er að sumu leyti satt: stærri vinnslu-
einingar og lóðrétt samþætting minnkar
kostnaðinn við vinnslu á hverju þorskí-
gildiskílói. Þetta er eitt form skilvirkni.
Annað form skilvirkni er samfélags-
legs eðlis. Það er engum til framdráttar
að landsbyggðin leggist smám saman
af. Það raskar lífi fólks, dregur úr fjöl-
breytni og dregur úr möguleikum á
atvinnu. Við það glatast bæði uppbygg-
ingin sem hefur átt sér stað, og menn-
ingin og tengslin sem móta sjálfsímynd
íbúanna.
Vísbendingar um samþjöppun
Það er ekki stórfelld hætta á að heilu
byggðirnar fari að leggjast af á næstu
árum, en það er víða hægt að sjá vís-
bendingar um að samþjöppunin í fisk-
iðnaði sé að valda skaða. Við þurfum
að ákveða hvort og þá hvernig við
bregðumst við þeirri áskorun.
Það er ekki gagnlegt að niðurgreiða
óskilvirkni eða setja reglur sem koma
í veg fyrir aukinni skilvirkni. Þau stóru
og vel reknu fyrirtæki sem hafa byggt
sig upp með góðum ákvörðunum eru
mikilvægt fyrir samfélagið.
Fáum fyrirtækjum líft
til lengdar
Hins vegar er gagnlegt að tryggja að
leikreglurnar komi ekki í veg fyrir fjöl-
breytni eða framþróun. Það er staðan
í dag. Leikreglur sjávarútvegarins gera
það að verkum að það er fáum fyrir-
tækjum líft til lengdar öðruvísi en að
vera stórvaxin og lóðrétt samþætt.
Til að stemma stigu við þessu lögðu
Píratar fram í vor frumvarp mitt og
Gunnars I. Guðmundssonar um að
auka verulega fjölda veiðidaga báta
á strandveiðum. Strandveiðar eru sú
aðgerð til stuðnings smærri fyrirtækja
í sjávarútvegi sem hefur skilað mestri
skilvirkni ? bæði samfélagslega og
efnahagslega. Í dag eru um 650 bátar
sem nýta strandveiðikerfið, en mis-
munandi aðstæður landshluta hefur
valdið misskiptingi innan kerfisins,
þrátt fyrir mikinn áhuga á því að
stunda strandveiðar. Frumvarpið
lagar þessa landshlutamisskiptingu
og eykur um leið heildaraflamarkið
í kerfinu.
Ótrúverðugar afsakanir
Þetta frumvarp gekk til atvinnuvega-
nefndar, þar sem Páll Magnússon hefur
gegnt formennsku, en þar komst málið
ekki á dagskrá nefndarinnar þrátt fyrir
ítrekaðar beiðnir þar um. Ýmiskonar
afsakanir voru gefnar, en í rauninni var
hreinlega lítill áhugi á að leyfa frumvarp-
inu að fá eðlilega umræðu, af ótta við að
einhverjir hagsmunir myndu raskast.
Það er miður, því frumvarpið var einmitt
hannað með það fyrir augum að engum
yrði meint af, en að leikreglurnar í sjávar-
útvegi yrðu örlítið jafnari.
Atvinnumálin á Íslandi eru að mörgu
leyti í góðu standi, en þegar einstaka
bæir eru skoðaðir vakna spurningar
um hvernig framtíðin okkar lítur út.
Atvinnutækifærin í mörgum bæjum
fara minnkandi, og fyrir því eru margar
ástæður. Við þurfum að kryfja allar
ástæðurnar fyrir því og laga þær smám
saman. Umræðan þarf í það minnsta að
fá að eiga sér stað.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, í
1. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi.
Smári McCarthy.
Vinnum að bestu
lausninni, sama hvaðan
hugmyndin kemur.
Birgir Þórarinsson. Elvar Eyvindsson.
Viðreisn þorir, þorir þú?
Viðreisn er frjálslyndur flokkur
sem hefur sýnt að hann þorir að
takast á við verkefni af festu og með
hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki
sem þarf til þess að koma á mikil
vægum kerfisbreytingum, öllum
til hagsbóta.
Í upphafi árs kom til verkfalls sjó-
manna. Öll spjót stóðu á Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, og háværar
kröfur um að hún gripi inn í deiluna
með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður
Katrín stóðust prófið. Hagur almenn-
ings var settur framar sérhagsmunum
sem varð til þess að deilan var leyst
án aðkomu ríkisins. Þessi festa Við-
reisnar sparaði hinu opinbera hálfan
milljarð króna sem ella hefði runnið
til útgerðarinnar. Með öðrum orðum:
Viðreisn sýndi kjark.
Kynbundinn launamunur hefur
verið mikið í umræðunni enda ljóst
að úrbætur hafa tekið alltof langan
tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna
þennan launamun og ráðast í aðgerðir
í stað þess að samþykkja hann sem
óbreytanlegt samfélagsmein. Lög-
fest var jafnlaunavottun sem er eitt
stærsta framfaraskref í jafnréttis-
málum og vakið verðskuldaða athygli
á heimsvísu. Næsta skref sem Við-
reisn leggur til er að lagfæra laun
svokallaðra kvennastétta, sem fást
við fræðslu og umönnun. Konur hafa
mátt búa við það alltof lengi að störf
þeirra séu metin til lægri launa er
karlar með sambærilega menntun og
ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar
og leggur til þjóðarsátt um að eyða
kynbundnum launamun með öllu. Til
þess þarf sameiginlegt átak og sam-
komulag allra aðila á vinnumarkaði.
Skortur á lóðum til nýbygginga hefur
verið mikill síðustu misseri sem hefur
haft margvísleg áhrif á fasteigna-
markaðinn. Viðreisn ákvað undir
forystu Benedikts Jóhannessonar,
fjármálaráðherra, að ráðast í að-
gerðir til þess að bregðast við þessum
mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu
byggingalóða í eigu ríkisins og ríki
og sveitarfélög tóku höndum saman.
Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn
og sýnir að þar er gengið í verkin. Við-
reisn þorir að horfa fram á veginn og
gera breytingar sem setja almanna-
hagsmuni í öndvegi.
Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er
í sögulegu lágmarki eins og sakir
standa og svo virðist sem ungt fólk
hafi einfaldlega ekki trú á stjórn-
málum. Þessari þróun þurfum við
að snúa við og hefur Viðreisn lagt
sitt að mörkum til þess. Til að mynda
hefur ungliðahreyfing Viðreisnar,
Uppreisn, komið að stefnumótun
og málefnavinnu flokksins á öllum
stigum. Þá hefur Uppreisn komið
beint að samningum þingmála sem
snerta málefni ungs fólks beint eða
óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt
traust til að móta samfélagið til jafns
við aðra enda eru hagsmunir þeirra af
góðu samfélagi síst minni en annarra.
Viðreisn þorir, þorir þú?
Arnar Páll Guðmundsson,
viðskiptafræðingur
Höfundur skipar 2. sæti
á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Arnar Páll Guðmundsson.
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
SMÁAUGLÝSINGAR
ÓSKAST
Óska eftir 17 tommu, 6 gata, white
spoke felgum undir Toyota Land
cruiser. Verða að vera vel með farnar.
Uppl. í síma 421 3711.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Óska eftir 4-5 herbergja íbúð í Reykja-
nesbæ. Greiðslugeta 160-170 þús. kr.
Fyrir nánari upplýsingar, sendið póst
á gugga@911.is
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001