Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Side 4

Víkurfréttir - 19.10.2017, Side 4
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærra móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Unnar B. Gísladóttur Fríholti 4,  Garður áður búsett í Bræðraborg. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki D-deildar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.   Gunnar M.Magnússon Magnea Inga Víglundsdóttir Unnar Már Magnússon Erna Nilssen Sigfús K. Magnússon Gyða Minný Nilssen Hreinn R. Magnússon Elísabet S. Steinsdóttir Kristvina Magnúsdóttir G.Pétur Meekosha Björgvin Magnússon Laufey Þorgeirsdóttir Sigurður H. Magnússon Birna Björk Skúladóttir Magnea B. Magnúsdóttir Sigurjón Sigurðsson Barnabörn og langömmubörn. Reykjaneshöll fullnýtt og gervigrasið er gallað Reykjaneshöllin er fullnýtt á besta tíma dagsins. Um helgar væri þó mögulegt að bæta við æfingum, en þá á kostnað mótahalds. Þetta kom fram í máli Hafsteins Ingibergs- sonar, forstöðumanns íþróttamann- virkja Reykjanesbæjar, á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- nesbæjar á dögunum. Ennþá er unnið að því að setja tjald upp til að skipta salnum upp en það hefur verið bilað um nokkurt skeið. Vonandi klárast sú vinna innan skamms. Á hinn bóginn er verið að skipta salnum á milli félaga og flokka með færanlegum búkkum og er það mat forstöðumannsins að höllin sé mjög vel nýtt. Áfram er unnið að því að láta laga gervigras í Reykjaneshöllinni, en grasið var gallað. Í gögnum íþrótta- og tómustundaráðs kemur fram að Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórn- sýslusviðs, hefur verið í samskiptum við söluaðila. REYKJANESBÆR STYRKIR KNATTSPYRNUDEILDIR - Styrkur fyrir æfingatíma Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að styrkja knattspyrnudeild Keflavíkur um eina milljón króna og knattspyrnudeild UMFN um 500.000 kr. Styrkurinn er til kaupa á æfingatíma í fótboltasal Sporthússins á Ásbrú, en þetta kemur fram í fundargerð bæjar- ráðs á heimasíðu Reykjanesbæjar. Barna- og unglingaráð knattspyrnu- deildar Keflavíkur hafði áður sent íþrótta- og tómstundaráði óskir um fjármagn til að kaupa æfingatíma í nýja fótboltasalnum og var málinu vísað til bæjarráðs Reykjanesbæjar eftir að íþrótta- og tómstundaráð hafði ekki fjármagn til umráða. ALÞINGISKOSNINGAR laugardaginn 28.10. 2017 Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna kjörs til Alþingis sem fram fer þann 28. október 2017 liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja REYKJANESBÆR REYKJANESBÆR Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónu- skilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í stofu 221, s. 420 4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar UNDIRBÚNINGUR FYRIR PEPSI-DEILDINA Í FULLUM GANGI - Valkvæður gíróseðill birtist í heimabanka á næstu dögum Að loknu vel heppnuðu knattspyrnu- sumri, þar sem við náðum því mark- miði að tryggja sæti okkar í deild þeirra bestu, eru stjórn, þjálfarar og leikmenn karlaliðs knattspyrnu- deildar Keflavíkur farnir að huga að næsta sumri. Það er ekki seinna vænna. Þjálfarar og leikmenn eru byrjaðir að skoða markmiðasetningu fyrir næsta ár og fullvíst að markmiðin eru metn- aðarfyllri en svo að eingöngu halda sér í deildinni. Við erum komin aftur á þann stað sem eigum heima og ætlum að festa okkur þar í sessi. Rekstur knattspyrnudeilda er mikið púsluspil og fjölmargir aðilar sem koma beint og óbeint að því að tryggja að allt gangi upp. Hjá knattspyrnudeild Kefla- víkur er lögð áhersla á að rekstur sé í jafnvægi og að tekjur dugi fyrir gjöldum. Fjölmörg fyrirtæki styðja myndarlega við deildina, hópur stuðningsmanna styrkir félagið mánaðarlega og fjárafl- anir af ýmsum toga gera það að verkum að reksturinn gengur upp. Þegar við horfum nú til næsta árs í efstu deild er ljóst að kostnaður við rekstur mun aukast þó allt verði gert til að halda því í horfi. Til að aðstoða okkur við að búa til traustan grundvöll fyrir komandi tímabil hefur verið ákveðið að leita til íbúa Reykjanesbæjar um að styðja fé- lagið með greiðslu valkvæðra gíróseðla sem munu birtast í heimabönkum allra íbúa bæjarins á næstu dögum. Ekki er horft til póstnúmera í þetta skiptið og fá allir íbúar senda valgreiðslukröfuna. Greiðslan er að sjálfsögðu algerlega valfrjáls en vonandi munu íbúar taka vel í þetta erindi og styðja knattspyrnu- deildina og aðstoða okkur við að leggja traustan grundvöll fyrir næsta ár. Jón Guðmundur Benediktsson, formaður stjórnar knattspyrnu­ deildar Keflavíkur Magnea Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi látin Magnea Guðmundsdóttir, kynn- ingarstjóri Bláa lónsins og bæjar- fulltrúi í Reykjanesbæ, er látin. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landspítala í Kópavogi 13. október sl. Magneu var minnst á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ síðdegis á þriðjudag. Magnea Guðmundsdóttir var fædd 19. apríl 1969. Hún ólst upp í Keflavík þar sem hún gekk í barna- og grunn- skóla og útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1989. Magnea lauk BA prófi í almanna- tengslum frá háskólanum í Alabama 1994 og mastersprófi í sama fagi frá sama skóla ári síðar. Magnea starfaði sem kynningarstjóri og við almanna- tengsl hjá Bláa Lóninu frá 1998 til dánardags og tók virkan þátt í upp- byggingu fyrirtækisins á því mikla vaxtarskeiði sem gerði fyrirtækið leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi. Magnea var mikill áhugamaður um samfélagsmál, sér í lagi umhverfis- og skipulagsmál og lét sig miklu skipta fegrun bæjarfélagsins. Hún tók virkan þátt í félagsmálastarfi allt frá því að hún sneri heim til Íslands að loknu námi og sat í fjölmörgum nefndum og ráðum, ýmist sem fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, Reykjanesbæjar eða Bláa lónsins. Magnea var m.a. varamaður í stjórn Keilis um tíma, varamaður í stjórn Keflavíkurflugvallar ohf. við stofnun þess félags og síðar stjórnarmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sat í stjórn Reykjanes Geopark, í stjórn íslenska ferðaklasans og var um tíma stjórnar- maður í stjórn Festu, lífeyrissjóðs. Þá sat Magnea einnig í stjórn HS Veitna sem varamaður frá 2009 og sem aðal- maður frá 2011 til dánardags. Magnea sat í stjórn markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar frá 2002-2006, var aðalmaður í atvinnu- og hafnarráði 2006-2010 og í umhverfis- og skipu- lagsráði frá 2010 til 2017, þar af for- maður þess á árunum 2010-2014. Magnea sat í bæjarráði um fjögurra ára skeið frá 2010 til 2014. Magnea sat sinn fyrsta bæjarstjórnar- fund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 29. ágúst 2006 en hún var varamaður í bæjarstjórn kjörtímabilið 2006- 2010. Magnea var kjörinn aðalmaður í bæjarstjórn 2010 og sat þar til dánar- dags. Hún gegndi starfi varaforseta öll árin sem hún sat í bæjarstjórn og stýrði nokkrum fundum bæjar- stjórnar. Magnea sat samtals 163 fundi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, þann síðasta 20. júní s.l. Magnea Guðmundsdóttir hafði barist við krabbamein um nokkurra ára skeið og háði þá baráttu af einurð og festu en um leið mikilli hógværð, eins og einkenndi jafnan öll hennar störf. Fyrir tæpum tveimur vikum þurfti Magnea að leggjast inn á sjúkrahús vegna veikinda sinna og laut hún í lægra haldi fyrir sjúkdómi sínum föstudagskvöldið 13. október sl., á baráttudegi Krabbameinsfélags Ís- lands gegn krabbameini hjá konum, aðeins 48 ára að aldri. Magneu eru þökkuð fjölmörg störf í þágu sveitarfélagsins og íbúa Reykja- nesbæjar. Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar sendir fjölskyldu hennar og samferðarfólki innilegustu sam- úðarkveðjur á erfiðri stundu, segir í minningarorðum sem Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar flutti í upphafi fundar bæjarstjórnar. Helgihald og viðburðir í Njarðvíkurprestakalli Fimmtudagur 19. okt. kl:19:30-20:30 Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Innri- Njarðvíkurkirkju. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. Sunnudagur 22.okt kl.11 Sunnudagaskólastund í Njarð- víkurkirkju (Innri-Njarðvík). Heiðar, Pétur, Stefán og Brynja Vigdís sjá um stundina. Eftir að sunnudagaskólanum lýkur ætlum við að halda fjölskyldu- skemmtun þar sem krakkarnir geta skemmt sér í ýmsum leikjum og ef veður leyfir ætlum við að vera með hoppukastala á svæðinu. Við ætlum að grilla pylsur og hægt verður að fá sér kaffi inn í safnaðarheimilinu og ræða þar við sóknarnefndarfólk, presta og starfsmenn um það sem er framundan í kirkjustarfinu hjá okkur. Skemmtunin hefst að loknum sunnudagaskólanum og við verðum á staðnum til 15:00. Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur. Þriðjudagur 24.okt kl.10:30 Foreldramorgnar í Safnaðarheimil- inu Innri-Njarðvík kl.10:30-12:30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsd. Þriðjudagur 24.okt kl.19:30 Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Nýtt söngfólk velkomið Miðvikudagur 25.okt kl.10:30 Vinavoðir í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl.10:30-13:30 Fimmtudagur 26.okt kl.20 Spilakvöld aldraðra og öryrkja, í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. SUNNUDAGURINN 22. OKTÓBER KL. 11 Í tilefni af bleikum október fáum við Krabba- meinsfélag Suðurnesja til að segja frá starfsemi félagsins í sunnudagsmessunni. Að henni lokinni býðst fólki að kaupa bleiku slaufuna ásamt öðrum vörum sem félagið selur til stuðnings starfseminni hér suður með sjó. Kórfélagar og organistin klæðast bleiku og syngja ljúfa vonartóna. Sr. Fritz Már þjónar með heimagerðan bleikan kollar. Að vanda er súpa borin á borð af súpu- þjónum og fermingarforeldrum ásamt brauði sem gefið er af Sigurjónsbakarí. Verið velkomin í hvað lit af fötum sem er.  MIÐVIKUDAGURINN 25. OKTÓBER KL. 12 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar er vikuleg samvera í samfélagi þar sem fólki er boðið að nærast andlega á Guðs orði og söng sem og líkamlega á gæðasúpu og brauði. Prestar og organisti halda utan um stundina.  MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER  Fermingarfræðsla vikunnar er í Kirkjulundi.  Strákar mæta kl. 15:15-16:00 Stelpur mæta kl. 16:05-17:00

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.