Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.10.2017, Blaðsíða 12
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. Teiknimyndasögur voru Youtube minnar kynslóðar Bílskúr við Sunnubraut í Keflavík líkist frekar enskum pöbb en venjulegum íslenskum bílskúr. Skúrinn er jafnframt myndarlegt safn ýmissa muna. Þannig vekja íþróttabúningar frá Keflavík athygli. Þar er einnig safn muna er tengjast bjórmenningu, ýmsir fjölskyldumunir og skrautleg jakkaföt. Þá eru um 300 teikni- myndasögur nýjustu safngripirnir. Rúnar Ingi Hannah er ábyrgur fyrir safninu, sem í dag er hluti af heimilislífinu hjá Rúnari og fjölskyldu. Rúnar er giftur Ösp Birgis- dóttur en Birgir faðir hennar var mikill safnari meðan hann lifði og segist Rúnar hafa smitast af söfnunaráráttu tengda- föður síns. Víkurfréttir kíktu í skúrinn til Rúnars en innslag um heimsóknina má sjá í sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is. INNRÉTTAÐ I ENSKAN P ÖBB Á HEIMILIN U OG SAFNA R ÓTRÚLEGUS TU MUNUM RÚNAR VIÐ MYNDASÖGUSAFNIÐ. RÚNAR INGI HANNAH ER SAFNARI:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.