Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 19.10.2017, Qupperneq 13
13MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. Hvaðan kemur þessi söfnunar árátta? Ég hef með tímanum áttað mig á því að þetta kemur frá tengdapabba, Birgi Guðnasyni heitnum, hann var voða mikill safnari. Ég var 16 ára þegar ég kynntist honum, þegar ég kynnist konunni minni. Biggi safnaði alls konar hlutum sem ég var á þeim tíma ekki að tengja við. Svo gerist það hægt og rólega að maður fer að sjá verðmæti í hinu og þessu og í dag er ég alveg á því að þetta kemur frá tengda- pabba. Það er svolítið gaman af því þegar ég er að koma með eitthvað nýtt eða að spá í einhverju og konan hristir hausinn, þá segi ég við hana; hvaðan heldur þú að ég hafi þetta? Þetta kemur bara frá Bigga. Bílskúrinn hjá þér lítur út eins og breskur pöbb. Þetta byrjar þegar við kaupum þetta hús árið 2009. Bíl- skúrinn var í hálfgerðri rúst og við vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að gera. Það kom upp hugmynd um að setja billjardborð í bílskúrinn. Börkur Birgisson, mágur minn, var með knattborðs- stofu og við konan vorum oft að spila billjard þar. Smá saman fórum við að vinna í þessu. Við þurftum að smíða útigeymslu og opna upp á háaloft og færa þvotta- húsið til að koma hlutum fyrir. Hugmyndin var akkúrat sú að hafa þetta eins og pöbb og þess vegna sést í græna veggi hér á bakvið. Hér ægir öllu saman og hlutir hafa ekki verið að fara á fyrirfram ákveðna staði. Það var alltaf inni í myndinni að þetta yrði eins og pöbb en ég átti aldrei von á því að þetta yrði svona stórt. Hér inni eru hlutir sem eru áber- andi eins og til dæmis búninga- safnið sem er í loftinu. Hvaðan kemur það? Það kemur eiginlega úr öllum áttum. Eins og þeir sem þekkja mig vita þá er ég mikill Keflvíkingur og það er eiginlega eina liðið sem ég held með. Ég held að þetta séu þret- tán eða fjórtán Keflavíkurtreyjur og vonandi einn daginn verða þetta bara Keflavíkurtreyjur. Það hafa margir komið til mín með treyjur og beðið mig um að geyma þær á safninu fyrir sig. Það síðasta sem bættist við safnið voru þrjár treyjur frá Óla Þór Magnússyni, sem ég hélt mikið upp á þegar ég var yngri og hann upp á sitt besta með Kefla- vík. Svo er ég með treyju frá Bayern Munchen áritaða af Jurgen Klings- man og ein frá gamla Austur-Þýska- landi. Þær komu óbeint til mín í gegnum Ásgeir Sigurvinsson. Hann Burkni Birgisson á þær. Þú ert líka áhugasamur um bjór og ert með ýmsa muni tengda honum. Mér þykir bjórinn góður og á tíma- bili bruggaði ég bjór sjálfur og þá fór allt á fullt í þessari söfnun. Ég er með pínulitla þráhyggju ef mér dettur eitthvað í hug og verð að fara alla leið. Það er margt hér hinni bjórtengt. Ég var eitt sinn að vinna með einum sem hafði unnið á bar og þegar hann sá mynd úr skúrnum þá datt honum í hug að senda hana á allar heildsölur sem voru með áfengi til að athuga hvort þær ættu ekki eitthvað sem ætti erindi í safnið. Við fengum mjög góð viðbrögð og ég fór einn föstudag og fyllti bílinn minn af alls konar dóti. Þetta voru bolir, glös og alls konar dót. Hvað ertu að nota skúrinn mikið. Er hann í daglegri notkun? Já, hann er mikið notaður og þetta stækkaði bara húsið okkar. Börnin leika sér hérna með Legó, hér er sest inn til að lesa og læra og mjög oft er dúkur yfir billjard borðinu og rýmið notað sem þvottahús. Skúrinn er ekkert heilagur. Ég er stundum með starfsmannapartý hérna og svo hittumst við félagarnir í Breiðbandinu oft hérna til að spila billjard. Þá er ég oft með keilubilljardmót, það er eitt- hvað sem ég lærði í Danmörku á námsárum mínum þar. Við erum stundum hérna 10 til 15 manns að spila keilubilljard og þá er mikið hlegið. Þetta er leikur sem hefur þróast á dönskum pöbbum. Að drekka bjór og spila eitthvað sem hefur orðið til af dönskum pöbb er eitthvað sem klikkar ekki. Söfnunarárátta þín hefur einnig náð yfir í teiknimyndasögur. Segðu okkur frá því. Það byrjaði í sumar og ég veit ekki hver var kveikjan að því. Ég eignaðist nokkrar teiknimyndasögur og fór að stúdera þetta og lesa mig til um þetta. Ég einbeiti mér að teiknimynda- sögum sem voru gefnar út á Íslandi á árunum 1970 til 1990. Þetta eru Tinni, Lukku-Láki, Svalur og Valur og þær bækur sem flestir muna eftir. Þá er Viggó í miklu uppáhaldi. Ég er svolítið að skoða þessar bækur í dag út frá öðrum for- sendum. Ég er til dæmis að lesa Tinna í þeirri röð sem höfundurinn skrifaði bækurnar en þær komu ekki út á Íslandi í réttri röð. Bókin um Tinna í Kongó er til dæmis þannig að svertingjar eru teiknaðir mjög frumstæðir. Tíðarandinn var þannig að það var litið á svertingja í Afríku sem stór börn. Það hefur oft verið talað um að það væri mikill rasismi í bókinni. Það þarf líka að skoða á hvaða tímapunkti hún er skrifuð. Hún er skrifuð árið 1931. Það er gaman þegar berst í tal að ég safni teiknimyndasögum. Fyrst hristir fólk hausinn en svo fara allir á flug, því það hafa allir einhverjar minningar frá þessu. Ég segi að teiknimyndasögurnar eru Youtube minnar kynslóðar. Þær voru skoð- aðar aftur og aftur. Ef mamma þrælaði manni í heimsókn, þá voru fundnar til teiknimyndasögur. Mér finnst líka gaman að sjá gamlar teiknimyndasögur sem búið er að lesa upp til agna og hanga vart saman. Hvaðan eru bækurnar að koma? Þegar ég fer af stað þá fréttist þetta. Ég er ófeiminn við að láta fólk vita hvað ég er að gera þegar ég fæ nýja dellu. Það hafa margir laumað að mér bókum og ég tek á móti þeim fagnandi. Allar teiknimyndasögur eignast gott heimili hjá mér. Þá fer ég einnig oft í Kompuna við Iðavelli og þangað slysast oft inn góðar bækur. Þetta eru bækur sem hafa dagað uppi hjá foreldrum okkar kynslóðar. Þegar þeir svo minnka við sig húsnæði þá hafa þessar bókmenntir viljað enda á haugunum. Þetta eru bækur sem ég vil fara með á elliheimilið þegar ég fer þangað. Ég mun glaður fara heim til fólks og sækja teiknimyndasögur ef þær eru í boði. Þú safnar ekki bara teiknimynda- sögum. Þú átt ófá jakkaföt sem eru ekki þessi hefðbundnu svörtu. Já, ég veit ekki alveg hvernig það byrjaði. Ég á svolítið safn af skrítnum jakkafötum. Þetta er bara húmor ég hef gaman af að klæða mig upp í þessi jakkaföt. Sumir halda að maður sé stórskrítinn og eflaust er maður það. Ég segi stundum að það sé frelsi í því að vera sama um hvað öðrum finnst. Mér finnst stundum gaman að fara í jakka sem skera sig úr. Svartur klassískur jakki er ekkert voðalega spennandi. Ég nota hann við hátíð- legri tækifæri og jarðarfarir, en jú, ég á nokkra skrautlega jakka. Mér þykir bjórinn góður og á tímabili bruggaði ég bjór sjálfur og þá fór allt á fullt í þessari söfnun. Ég er með pínulitla þráhyggju ef mér dettur eitthvað í hug og verð að fara alla leið. VIÐTAL Hilmar Bragi Bárðarsonhilmar@vf.is KEFLAVÍKURTREYJUR FYLLA LOFTIÐ. RÚNAR MÆTTUR Á PÖBBINN ... SINN! TVEIMUR TÍMUM SÍÐAR: MIKIÐ ER ÉG FEGIN AÐ ÞAÐ SÉ EKKI ÞVOTTADAGUR Í DAG. Hæfniskröfur: Sveinspróf í matreiðslu og reynsla er skilyrði Almenn tölvukunnátta er kostur Íslenskukunnátta er skilyrði. Starfssvið: Matreiðsla Undirbúningur og tiltekt fyrir máltíðir Frágangur á vinnusvæði Hæfniskröfur: Meirapróf er kostur en ekki skilyrði Reynsla sem atvinnubílstjóri er kostur Íslenskukunnátta er skilyrði. Starfssvið: Útkeyrsla á skólamáltíðum Frágangur og þrif á vinnusvæði og bifreið Umsóknir og fyrirspurnir berist mannauðsstjóra á fanny@skolamatur.is Matreiðslumaður óskast Vinnutími er frá kl. 6-15 alla virka daga Bílstjóri óskast Vinnutími er frá kl. 6-15 alla virka daga Hollt, gott og heimilislegt

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.