Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Síða 16

Víkurfréttir - 19.10.2017, Síða 16
16 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. „Það sem erlendi ferðamaðurinn elskar er að sitja í gestastofunni en þar eru þeir við arineld, horfa út um gluggann og sjá rigningu, rok, snjókomu og sól, allt á sama deginum. Þetta finnst þeim æðislegt og það er enginn sem ég hef hitt frá 1995 sem er að koma til Íslands því hér er sól og blíða, fólk er að koma hingað til að njóta náttúrunnar,“ segir Friðrik Einarsson hjá Northern Light Inn. Northern Light Inn er fjölskyldu- rekið hótel sem systkinin Kristjana og Friðrik Einarsbörn reka, en þau hafa verið í rekstri frá 1995 og hafa byggt hótelið hægt og rólega upp. Við settumst niður með Friðriki og spjölluðum um hótelið, ferðamanninn og uppbygginguna. Hvernig upplifir ferðamaðurinn Norðurljósin? „Það er í rauninni bara algjör draumur að vera hérna og horfa á útlendinginn upplifa norðurljósin. Ég hef fengið vini mína til að koma hingað og sjá hvernig þeir bregðast við þeim því þeir hafa ekki trúað mér þegar ég segi þeim frá upplifun þeirra. Við erum þannig búin að það eru öll ljós slökkt þegar norðurljósin koma og ef veitingastaðurinn er fullur þá látum við vita þegar norðurljósin eru komin og kokkurinn heldur matnum heitum á meðan, hann er ekkert voða- lega ánægður með það,“ segir Friðrik og hlær. „Gestir hafa faðmað mig eins og ég hafi eitthvað með norðurljósin að gera, þeir eru það glaðir að sjá þau. Við vorum einu sinni með hjón frá Ameríku sem höfðu búið í Japan og þau sögðu við mig að þau hefðu aldrei séð Japana hegða sér eins og þeir höguðu sér hérna, þeir misstu sig algjörlega þegar þeir sá norðurljósin. Í Japan haga menn sér ákveðinn hátt og sýna ekki miklar tilfinningar á al- mannafæri. Það er alveg stórkostlegt að fylgjast með fólki þegar norður- ljósin birtast, fólk öskrar, hlær og við höfum líka séð það gráta. Það kemur allur tilfinningaskalinn fram og ljósin eru svo falleg í myrkrinu og það er það sem við erum að græða á, við græðum á myrkrinu og leggjum áherslu á að það er bannað að leggja fyrir framan hótelið, við slökkvum öll ljós og þetta er einstök upplifun.“ Það er nóg að gera hjá ykkur á veturna, er meira að gera hjá ykkur núna á haustin heldur en að sumri til? „Það er svolítið skrýtið með okkur og það hefur reyndar alla tíð verið þannig að það er mest að gera hjá okkur yfir veturinn en það er samt fullbókað hjá okkur á sumrin. Yfir sumartímann erum við með meira af gestum sem koma hingað á bíla- leigubílum sem fara snemma út úr húsi, keyra um og skoða landið og koma seint inn á kvöldin. Á veturna fáum við fleiri gesti sem koma með rútum, ekki á bílaleigubílum, koma snemma inn á daginn og eru hérna meirihluta dagsins. Þannig það er í raun og veru meira að gera hjá okkur á veturna þrátt fyrir að hótelið sé líka þétt bókað á sumrin því gestirnir eru meira inni á hótelinu og minna að flakka um.“ Norðurljósaturninn nýtur mikilla vinsælda „Við erum með svokallaðan norður- ljósaturn þar sem að getir geta sest niður og skoðað norðurljósin á kvöldin en við höfum líka tekið eftir því að gestir okkar fara mikið upp í hann á daginn til þess að skoða hraunið og náttúruna í kring. Fyrir okkur Íslendinga er hraunið ekkert voða merkilegt en fyrir útlendinginn er þetta stórkostlegt fyrirbæri, þeir elska hraunið og víðáttuna hér í kring. Á kvöldin er turninn vinsæll fyrir norðurljósin og svo höfum við einn- ig verið með jógahópa úr Grindavík á morgnana og seinnipartinn. Það hefur einnig aukist að við séum að fá fyrirspurnir frá hópum erlendis frá sem vilja koma og stunda jóga í norðurljósasalnum og líka í heilsu- ræktinni okkar.“ Bjóða upp á lúxus og fjölskylduherbergi „Fjölskylduherbergin okkar eru stærri og það eru fjögur rúm í hverju her- bergi, við erum með sex þannig og það eru ekki mörg hótel á Íslandi sem bjóða upp á svona herbergi almennt. Það er hægt að bæta þar inn auka rúmi og geta allt að fimm gist þar, þessi herbergi eru vinsæl allt árið um kring, hvort sem það eru fjölskyldur eða vinir að koma saman og sameinast um eitt herbergi. Við erum líka með tíu „deluxe“ herbergi fyrir tvær mann- eskjur, herbergin eru 30 fermetrar og við opnuðum þau núna í sumar. Þeir sem gista í þeim herbergjum eru með frían aðgang að heilsulindinni okkar.“ Hvað bjóðið þið upp á í heilsulindinni ykkar? Heilsulindin eða „wellness“ spa-ið okkar er fyrir þá sem gista á hótelinu og þar erum við með þrjár týpur af gufuböðum, hvíldarherbergi og þetta er alveg kjörinn staður fyrir Íslend- inga að koma saman, fyrir hjón eða par til að gista eina nótt og slaka á, fara í gufuböðin og hvíldarherbergið. Við vonumst til þess að íslendingar fari að nota þetta í meiri mæli.“ Northern Light Inn er með 42 her- bergi, veitingastað sem tekur allt að 150 manns í sæti og í sumar opnuðu þau „wellness spa“ og heilsurækt ásamt flot-tanki. Flot-tankur þar sem vöðvarnir og húðin mýkjast upp „Flot-tankurinn okkar er ansi skemmtilegur en við erum að kynna þetta fyrir íbúum Suðurnesja og erum með sérstakt kynningartilboð í október. Þetta er tankur sem er fullur af vatni og í honum eru 530 kíló af Epson Magnesíum salti þannig að þú flýtur í þessu eins og korktappi. Vatnið í tanknum er 35 gráðu heitt og er það jafn heitt og húðin okkar. Saltið gerir það að verkum að húðin og vöðvarnir mýkjast upp, þú ert í tanknum í klukkutíma í ró og næði með sjálfum þér og eftir þann tíma ert þú bara endurnærður.“ Einn fengið innilokunarkennd Það hefur aðeins einn fengið inni- lokunarkennd af öllum þeim sem hafa prófað tankinn en hann fékk nóg og fór upp úr eftir níu mínútur af klukkutíma. Draumur að sjá gesti upplifa norðurljósin Fólk kemur hingað til að njóta náttúrunnar,“ segir Friðrik Einarsson hjá Northern Light Inn hótelinu í Svartsengi í Grindavík. Nýjungar í rekstri og fleiri herbergi. Við erum með svokallaðan norðurljósaturn þar sem að getir geta sest niður og skoðað norðurljósin á kvöldin en við höfum líka tekið eftir því að gestir okkar fara mikið upp í hann á daginn til þess að skoða hraunið og nátt- úruna í kring. VIÐTAL Rannveig Jónína Guðmundsdóttirrannveig@vf.is ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is Íslenskir aðalverktakar óska eftir dugmiklu starfsfólki í eftirfarandi störf: • Rafvirkjar • Píparar • Trésmiðir • Verkamenn Um er að ræða skemmtileg og fjölbreytt störf í þjónustu, viðhalds- og nýframkvæmdum á Suðurnesjum. Upplýsingar veitir Einar Ragnarsson í síma 414 4313 eða einar.ragnarsson@iav.is. Umsókn skal skila inná vef ÍAV, www.iav.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. ÍAV hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um. Við breytum vilja í verk Starfsmenn óskast FRAMHALD Á NÆSTU OPNU ➠

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.