Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 19.10.2017, Blaðsíða 18
18 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. „Af öllum þeim fjölda sem hafa farið í tankinn er það nokkuð gott hlutfall. Það eru margir sem segjast vera með innilokunarkennd en tankurinn er í rauninni stærri en bíllinn þinn og þeir sem hafa sagst vera með innilokunar- kennd hafa þraukað í klukkutíma og líkað vel.“ Næring fyrir líkama og sál „Tankurinn er fyrst og fremst hugs- aður sem slökun á hugann en Ep- son Magnesíum saltið mýkir upp alla vöðva og þú nærð góðri slökun. Þetta snýst um það að komast úr amstri dagsins, vera í klukkutíma með sjálfum þér, fljótandi inni í tanknum. Eiginleikarnir tanksins snúast um það að ná þessari djúpu slökun sem er svo mikilvæg, næring fyrir líkama og sál og ekki síst hugann. Flot-tankurinn er opinn fyrir alla, ekki bara gesti hótelsins.“ Ekkert rafknúið í líkamsræktinni Líkamsræktin býður upp á nýjustu hlaupabrettin sem eru meðal ann- ars notuð í Crossfit stöðvum, ekkert rafmagn stjórnar tækjunum heldur eingöngu líkaminn sjálfur. „Við erum með nýjustu tækin sem eru ekki rafknúin, við erum á vatns- verndarsvæði og vildum huga svo- lítið að umhverfinu með tækjunum. Líkamsræktin er ekki stór en gerir sitt gagn.“ Íslenskt veðurfar heillar „Það sem erlendi ferðamaðurinn elskar er að sitja í gestastofunni okkar en þar sitja þeir við arineld, horfa út um gluggann, sjá rigningu, rok, snjó- komu og sól, allt á sama deginum. Þetta finnst þeim æðislegt og það er enginn sem ég hef hitt frá 1995 sem er að koma til Íslands því hér er sól og blíða, fólk er að koma hingað til að njóta náttúrunnar og þeir eru yfir höfuð vel búnir og vel klæddir, þetta eru mjög góðir gestir. Ekta íslenskt rigningarveður er ekki að stöðva þá og það sem gerist líka í þannig veðri er að þá verður mosinn grænn og fallegur, ólíkt því sem gerist á sumrin þegar það er mikil sól, þá þurrkast hann upp og verður gulur. Mosinn er mun fallegri í rigningu og roki.“ Ferðamaðurinn farinn að dvelja lengur Ferðamenn og gestir hótelsins eru farnir að dvelja lengur en eina nótt á hótelinu, mun lengur en áður. „Hér áður kom ferðamaðurinn hingað fyrstu nóttina sína og þá síðustu en núna er mun meira um það að gestir eru að dvelja hér í tvær til fjórar nætur og veturinn hjá okkur er mjög vel bókaður eins og öll hin árin sem við höfum verið í rekstri. Við lítum bjartsýn fram á veginn.“ Tankurinn er fyrst og fremst hugsaður sem slökun á hugann en Epson Magnesíum saltið mýkir upp alla vöðva og þú nærð góðri slökun. Þetta snýst um það að komast úr amstri dagsins, vera í klukkutíma með sjálfum þér, fljótandi inni í tanknum. Hótelbyggingar í Svarstengi. Flottankurinn á Northern Light Inn. Friðrik Einarsson. U M S Ó K N A R F R E S T U R : 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur. V A K T S T J Ó R I F A R Þ E G A Þ J Ó N U S T U Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I Helstu verkefni eru stýring raðakerfa í flugstöðinni, upplýsingagjöf og aðstoð við farþega og utanumhald hóps starfsmanna sem veita farþegum bestu mögulegu þjónustu. Vaktstjóri er ábyrgur fyrir því að öllum verkefnum farþegaþjónustu sé sinnt. Um vaktavinnu er að ræða. Hæfniskröfur • Góðir leiðtogahæfileikar • Menntun / starfsreynsla sem nýtist í starfi • Sjálfstæð vinnubrögð • Yfirburða þjónustulund og jákvæðni • Góð samskiptahæfni • Góð íslensku- og enskukunnátta • Þriðja tungumál er kostur • Almenn tölvukunnátta Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Við leitum að starfsmönnum sem hafa lipra og þægilega framkomu, eiga auðvelt með að vinna undir álagi, sýna af sér frumkvæði í starfi, eru skipulagðir í verkum sínum og áhugasamir. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC árlega frá 2015. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Maren hefur starfað við uppbyggingu á Keflavíkur- flugvelli í tvö ár. Hún er hluti af góðu ferðalagi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.