Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Page 20

Víkurfréttir - 19.10.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. allri Evrópu. Mögulegur tekjumissir sveitarfélagsins af því ævintýri er því verulegur. Í ljósi þessarar stöðu lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir þing- maður Framsóknarflokksins fram fyrirspurn til fjármálaráðherra þar sem hún spyr hvort hann ætli sér að leggja samfélaginu á Suðurnesjum lið í ljósi stöðunnar (9). Ekki stóð á svari frá ráðherra sem einfaldlega taldi ekki þörf á því. Nokkrum mánuðum seinna var sami ráðherra mættur, öllum að óvörum, (10) þar sem hann færði Bláskógarbyggð eignir ríksins sem áður voru nýttar undir starf- semi háskóla (10). Ekki þótti ráðherra slíkur samningur neitt tiltökumál enda stórt högg að missa háskólann á Laugarvatni (11). Í því máli var ég fyllilega sammála ráðherra og vonast til þess að samningurinn verði heima- mönnum til heilla. En nú er mælirinn fullur. Nú er kom- inn tími til þess að Suðurnesjamenn standi saman og krefjist sanngirni af hálfu ríksins. Það er til skammar að fjárframlög til heilbrigðismála á Suðurnesjum séu lægst per íbúa, (12) það er til skammar að fjárframlög til Fjölbrautaskóla Suðurnesja séu mun lægri en til sambærilegra skóla (13) og það er til skammar að ríkið ætli sér að hagnast á þeim óförum sem brott- hvarf hersins hafði á sínum tíma þar sem 600 störf töpuðust. Framsókn ætlar að sjá til þess að gjörningurinn verði leiðréttur. Við þetta verður ekki unað. Getum við ekki öll verið sam- mála um það? Jóhann Friðrik Friðriksson, skipar fjórða sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Nýr kjörstaður í Reykjanesbæ í alþingiskosningum 2017 Laugardaginn 28. október 2017 verður gengið til Alþingiskosninga. Yfirkjörstjórn í Reykjanesbæ hefur kynnt til leiks nýjan kjörstað fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Kjör- deildir verða níu og hefur götum verið deilt niður á kjördeildir eftir stafrófsröð. Kjósendum er bent á að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa, sjá vef Reykjanesbæjar, www.reykja- nesbaer.is. Kjörskrá miðast við skráð lögheimili kjósenda hjá Þjóðskrá Íslands þann 23. september 2017. Kjósendum er frjálst að skoða kjörskrána og liggur hún frammi í þjónustuveri Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ og á www.kosning.is. Kjörfundur í Reykjanesbæ hefst kl.  9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00. VEGTOLLAR – NEI TAKK! Á fjármálaráðstefnu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga fyrr í þessum mánuði sagði Jón Gunnarsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokks, að eina raunhæfa leiðin til að bæta samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu væri að setja upp tollahlið við borgarmörkin og rukka vegfarendur um vegtolla. Af máli hans mátti skilja að ef ekki væri farin sú leið að rukka vegtolla myndu slíkar framkvæmdir taka um 20 til 30 ár. Val um vegtolla Víða erlendis þar sem komið hefur verið á vegtollum geta vegfarendur valið um aðrar leiðir án vegtolla, oft eru það sveitavegir sem lengri tíma tekur að fara um. Þannig getur fólk valið hvort að það greiði vegtolla og komist þá hraðar yfir og fyrr á áfanga- stað. Sama á við um eina tollahlið landsins sem er við Hvalfjarðargöng. Vegfarendur geta valið að fara um Hvalfjarðargöng og greitt fyrir það eða keyrt fyrir Hvalfjörð og sleppt vegtollum. Aukin gjöld á landsbyggðina Hugmyndir um tollahlið í kringum höfuðborgarsvæðið, á Reykjanes- braut, Suðurlandsveg og Vestur- landsveg, fela ekki í sér slíkt val heldur verður öllum sem erindi eiga inn á höfuðborgarsvæðið að greiða vegtoll. Það þýðir að aukin gjöld verða lögð á þá sem þurfa að fara um þessa vegi. Sérstaklega mun það fela í sér aukna gjaldheimtu fyrir íbúa á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi sem sækja vinnu daglega á höfuðborgarsvæðið og þjónustu oft í mánuði. Ef hugmyndir Jóns Gunn- arssonar verða að veruleika mun tiltekinn hluti íbúa landsins þurfa að greiða meira fyrir samgöngur en aðrir. Það er óréttlátt. Samgöngur sem hluti af grunnþjónustu Góðar samgöngur eru ein af grunn- stoðum samfélagsins. Af því leiðir að samgöngur á að fjármagna eins og hver önnur verkefni ríkisins. Hægt er að fjármagna nauðsynlegar veg- bætur án þess að leggja aukagjald á vegfarendur og hefur Samfylkingin kynnt hvernig skuli fjármagna nauð- synlegar umbætur, þar á meðal í sam- göngumálum. Þar má nefna aukinn arð af auðlindum landsins, þreskiptan fjármagnstekjuskatt af háum fjár- magnstekjum og stóreignaskatt að undanskildu húsnæði. Samfylkingin hafnar vegtollum í kringum höfuðborgarsvæðið og aukna gjaldtöku af almenningi. Nánari upplýsingar um stefnuna má finna á www.xs.is. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis, frá miðvikudegi 18. október fram að kjördegi á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Kosið er í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Sveitarfélagið Vogar ALÞINGISKOSNINGAR Laugardaginn 28. október 2017 Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða veita styrkir úr sjóðnum til:  viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.  byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.  sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2017. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn) og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2018 Reykjanesbær varð af milljörðum - sá gjörningur skal leiðréttur Við brotthvarf varnarliðsins tók þróunarfélagið Kadeco við um 2000 eignum (1) á varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Þáverandi yfirvöld ákváðu að ekki væri forsvaranlegt á þeim tíma að greidd væru opinber gjöld af eignunum s.s. fasteignagjöld þar sem eignirnar voru fæ star í notkun. Færa má veik rök fyrir því að þetta fyrirkomulag hafi verið viðhaft en umhugsunarvert í ljósi stöðunnar á svæðinu á þeim tíma. Misjafnlega gekk að koma svæðinu aftur í notkun en Kadeco hefur nú lokið við sölu 94% eignanna. Ljóst þykir að kostnaður Reykjanesbæjar við að yfirtaka Ásbrúarsvæðið er langt umfram þær tekjur sem sveitarfélagið hefur haft af svæðinu (2), svo ekki sé minnst á þann gríðarlega fjárhagslega skaða sem lokun varnarliðsstöðvarinnar hafði í för með sér fyrir Suðurnesin (3). Því mun Framsóknarflokkurinn beita sér strax fyrir leiðréttingu á hluta þeirra gjalda sem um ræðir og í kjölfarið skoða hvernig styrkja megi stoðir svæðisins í heild. Varlega áætlað hefur bæjarfélagið orðið af um 100-220 milljónum á ári í formi gjalda, undafarin tíu ár, og þann halla þarf að leiðrétta strax. Reykja- nesbær þarf nauðsynlega á þessum tekjum að halda til þess að efla grunn- þjónustu s.s. skóla, leikskóla í gatna- gerð (4). Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Þá spyrja menn, er forsvaranlegt að ríkið aðstoði bæjarfélagið á þennan hátt? Stutta svarið er JÁ. Niðurfell- ing á nær öllum gjöldum af eignum á meðan þjónusta er lögbundin er ósanngjörn í eðli sínu. Aðgerðir eru því bæði sjálfsagðar og nauðsynlegar í þessu tilviki til þess að ríkið geti sinnt hlutverki sínu og brugðist við þegar á bjátar. Tökum dæmi. Ríkis- styrkir til framkvæmda er tengjast Bakka á Húsavík nema rúmlega einum og hálfum milljarði króna en á meðan eru tekjur ríkissjóðs af sölu eignanna á vallarsvæðinu tíu sinnum hærri upphæð og hreinn hagnaður 10 milljarðar króna. Ekkert af því fé hefur runnið til svæðisins þrátt fyrir þá stöðu sem uppi er og hefur verið öllum ljós um langt skeið. Reykjanes- bær, sem er skuldugasta sveitarfélag landsins mun skulda 37 milljarða króna í árslok 2017 nái samningar við kröfuhafa fram að ganga (5). Niður- skurður til þjónustu hefur verið mikill undanfarin ár og útsvar í botni (6) svo hægt sé að halda grunnþjónustu sveitarfélagsins gangandi. Raunar hefur staða Reykjanesbæjar verið svo slæm að ástæða þótti til þess að gera sérstaklega grein fyrir stöðunni í skýrslu innanríkisráðuneytisins um fjármál sveitarfélaga. Staðan hefur gert það að verkum að framkvæmdir sveitarfélagsins hafa sjaldnast verið minni á meðan þörfin á undanförnum árum, sökum mestu íbúafjölgunar á landinu, hefur aldrei verið meiri (7). Taldi aðstoð óþarfa Ofan á slæma stöðu til langs tíma kemur svo grafalvarleg staða Kísil- versins (8) sem er án efa fordæma- laus í sögu stóriðju á Íslandi, ef ekki í Jóhann Friðrik og Silja Dögg. Njörður Sigurðsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.