Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 19.10.2017, Qupperneq 21
21UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. Látum ekki ljúga að okkur Við göngum til kosninga laugar- daginn 28. október vegna enn eins spillingarmáls Sjálfstæðisflokksins. Það er löngu ljóst að Sjálfstæðis- flokknum er ekki treystandi til þess að stjórna landinu okkar. Á Íslandi eru innviðir að grotna niður undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, það er góðæri á Íslandi sem sumir finna fyrir, laun hafa hækkað hratt á undanförnum árum og samkvæmt Sjálfstæðisflokknum hafa flestir það gott í dag. Þetta er rangt, þó að laun hafi hækkað þá hefur kaupmáttur láglaunafólks aukist miklu minna en annarra þar sem Sjálfstæðisflokkurinn passar sig á því að hækka skatta eða eyðileggja barna- og vaxtabótakerfi á láglauna- hópa ef laun hækka. Þetta er gert til þess að lækka skatta á þá tekjumeiri, fyrirtæki sem t.d. nýta auðlindirnar okkar allra eða þá sem eiga hundruðu milljóna í eignum. Öll vitum við það að spítalinn í Kefla- vík er undirfjármagnaður, heilsu- gæslan er ekki að þjónusta okkur nægilega vel, Fjölbrautaskólinn fær ekki nægilegt fé til að reka sig almennilega og það er löngu tíma- bært að klára að tvöfalda Reykjanes- brautina og laga Grindavíkurveginn svo einhver dæmi séu tekin. Leið Sjálfstæðismanna til að fjár- magna hluti er að skattleggja lág- launafólk, skattleggja ferðaþjónust- una sem núna er í vandræðum vegna t.d sterkrar krónu og setja vegtolla á Reykjanesbrautina, fyrst þarf auð- vitað að svelta kerfið og reyna að koma þessum verkefnum á einkaaðila svo einstaklingar út í bæ geti grætt á grunnþjónustu ríkisins. Þessar hug- myndir hafa allar komið fram í fjár- lagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin, sem nú situr sem starfsstjórn, hefur lagt fram fyrir árið 2018 eða hug- myndir beint frá ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins. Vinstri græn vilja fara aðra leið. Það þarf ekki að hækka skatta á venju- legt fólk, það þarf ekki að setja á veg- tolla og það þarf ekki að skattleggja ferðaþjónustuna eins mikið og Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að gera. Það er hægt að fjármagna þessi verkefni með því að hækka skatta á þá sem hafa yfir 25 milljónir í árslaun, þá sem eiga mörg hundruð milljónir í peningum og eignum, með komu- gjöldum og með því að fá sanngjarnan arð af auðlindum okkar eins og fyrir fiskinn og rafmagnið. Látum Sjálf- stæðisflokkinn ekki ljúga að okkur. Sjálfstæðisflokkurinn er raunveru- legur skattaflokkur Íslands. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætti kannski aðeins að líta í eigin barm áður en hann talar fyrir þessar kosningar. Hann situr í ríkisstjórn sem hefur hækkað skatta á láglaunafólk, öryrkja og aldraða. Hann hefur kosið með því á Alþingi að frítekjumark aldraða var lækkað í 25.000 þúsund krónur í stað þess sem frítekjumarkið var áður eða 100.000 krónur. Ásmundur hefur líka kosið tvisvar sinnum á móti því á Alþingi að kjör aldraðra og öryrkja verði leiðrétt afturvirkt. Ásmundur reynir svo að telja fólki trú um það að hælisleitendur kosti sam- félagið of mikið og þess vegna er ekki hægt að gera meira fyrir það, þegar að í raun er það Ásmundi Friðrikssyni sjálfum og stefnu Sjálfstæðisflokksins að kenna að láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar hafi það ekki betra. Það er ekkert mál fyrir okkur sem samfélag að stoppa við hérna og skipta um stefnu. Það er dýrt fyrir okkur að láta innviðina grotna niður. Hefjumst handa við að byggja inn- viðina upp. Hefjumst handa við að gera samfélagið okkar sanngjarnara. Hefjumst handa við að skapa samfélag þar sem allir geta lifað sómasamlegu lífi, en ekki bara sjálfskipuð elíta sem skammtar sér og sínum miklu meira en nóg. P.S. Eins og Ási Friðriks segir svo oft, við þurfum að þora að taka umræðuna, núna er ég að taka um- ræðuna um það hvernig Ásmundur Friðriksson og Sjálfstæðisflokkurinn níðist á þeim sem minna hafa á milli handanna. Benóný Harðarson Stjórnmálafræðingur og stuðningsmaður VG Benóný Harðarson. Erum við ekki örugglega búin að fá nóg af kísilverum? Umhverfismáln eru víst kosninga- mál. Við ættum að vita það á Suður- nesjunum og þarf ekki annað en benda á umræður svæðisins um kísilverið. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auð- lindaráðherra, hefur verið afdráttar- laus í afstöðu sinni gegn stóriðjunni í Helguvík. Hún hefur sýnt það í orði og borði að það verður ekki farið í fjár- hættuspil með umhverfið og heilsu almennings. Hún hefur líka sýnt að það er hægt að áorka meira á níu mánuðum sem ráð- herra umhverfismála, en aðrir hafa gert á heilu kjörtímabili. Hérna ber hæst fjórföldun friðlandsins í Þjórsár- verum og friðlýsingu Jökulsárlóns. En hún hefur einnig látið til sín taka á Reykjanesinu, bæði þegar kemur að málefnum Helguvíkur sem og í náttúruvernd. Reykjanesið er orðinn vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Aukning gisti- nátta á landinu er langmest á Suður- nesjum undanfarin ár og á sama tíma hefur framboð herbergja á svæðinu hefur aukist gríðarlega. Þetta þýðir aukin ágang fólks á viðkvæmum svæðum á Reykjanesinu. Í sumar lagði umhverfisráðuneytið til 160 milljónir aukalega í landvörslu á stöðum í náttúru Íslands sem eru fjölsóttir af ferðamönnum. Um er að ræða 70% aukningu landvarðavikna sem ráðið er í til skemmri tíma. Með þessu fjármagni var á dögunum hægt að ráða tvo landverði með staðsetn- ingu á Reykjanesinu sem munu sinna virku og sýnilegu eftirliti á svæðinu á næstu misserum. Er það mikið gleði- efni fyrir bæði ferðamenn og heima- menn sem er annt um náttúruna og þá viðkvæmu útivistarstaði sem eru að finna á Reykjanesinu. Aukin landvarsla og umsjón með við- kvæmum svæðum er ein skilvirkasta leiðin til að vernda náttúru Íslands. Ásamt afdráttarlausri stefnu gegn mengandi stóriðju engir afslættir eru gefnir þegar kemur að heilsu almenn- ings, eru þetta lykilatriði í stefnu Bjartrar framtíðar í umhverfismálum. Því ef við komum fram við náttúru okkar og auðlindir af virðingu, verður umhverfisvænasta lausnin jafnframt alltaf sú hagkvæmasta í framtíðinni. Umhverfismál eru svo sannarlega kosningamál. Arnbjörn Ólafsson 2. sæti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi Arnbjörn Ólafsson. S U Ð U R N E S J A MAGASÍNFimm tudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og v f.is 1. sæti Sigurður Ingi Jóhannsson 2. sæti Silja Dögg Gunnarsdóttir 4. sæti Jóhann Friðrik Friðriksson Kjósum Lilju og Sigurð Inga til forystu! SANNGIRNI GAGNVART SUÐURNESJUM. GETUM VIÐ EKKI ÖLL VERIÐ SAMMÁLA UM ÞAÐ? Kosningaskrifstofa Framsóknar í Reykjanesbæ opnar föstudaginn 20. október kl. 16-18. Skrifstofan er staðsett í félagsheimilinu, Hafnargötu 62, í Reykjanesbæ. Kynntu þér stefnu flokksins á www.framsokn.is og á Facebook síðu Framsóknar í Suðurkjördæmi /framsoknS

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.