Myndmál - 01.06.1985, Blaðsíða 5

Myndmál - 01.06.1985, Blaðsíða 5
Vanir menn tilbúnir í siaginn: Frá vinstri: Ásmundur Karlsson, Birgir Sveinbergsson, Birgir Engilberts, Ragnar Hólmarsson, Jóhann Viðar, Sigurður Kr. Finnsson, Snorri Björnsson og „sá glæri“, Jón Svanur Pétursson. Vanir menn tilbúnir í slaginn ★ Langi þig að búa til stórfengiegt ævintýraumhverfi, skapa himingeim með plánetum og tunglum svo langt sem augað eygir eða eitthvað þar á milli, þá geturðu látið drauminn rætast fyrir milligöngu nýs fyrirtækis sem kallar sig SviðsMyndir hf. Þetta eru að vísu ekki kraftaverkamenn en svona næstum því. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð leiktjalda, leikmynda, bakgrunna og sýningarbása og býður fram þjónustu sína fyrir leikhús, óperur, kvikmyndir, auglýsingar og hvað annað sem að þessu lýtur. Starfsmennirnir hafa uppá að bjóða áratuga reynslu í hönnun leikmynda, leikmyndagerð, lýsingu og öðrum tæknilegum störfum á þessus viði. Sviðsmyndir tóku formlega til starfa í byrjun maí en hafði nokkru áður tekið að sér leiktjaldagerð fyrir uppfærslu tslensku óperunnar á Leðurblökunni og Grænnu lyftuna Revíuleikhússins. Að sögn Sigurðar Kr. Finnssonar, eins þriggja eigenda fyrirtækisins og fyrrum yfirsmiðs Þjóðleikhússins, iétu þeir gera athugun á þörfinni fyrir starfsemi á borð við jjessa og kom í ljós að hún er mikil. „Þetta hefur hreinlega vantað hér á landi og viðbrögðin sem viðhöfum fengið hafa verið afar jákvæð,“ sagði Sigurður. Þráinn Berteisson: íslenskar iöggur ekki síður skemmtilegar en banda- rískar . . . Þórog Danni í lögguna! ★ Þeir hjá Nýju lífi, sem stóð á bakvið Nýtt líf, Dalalíf og nú síðast Skammdegi, eru um þessar mundir að undirbúa tökur á nýrri mynd um þá dánumenn Þór og Danna. Að þessu sinni er ætlunin að láta þá gerast afleysinga- menn í löggunni... Óneitanlega kemur Police Academy uppí hugann en aðspurður kvaðst Þráinn Bertelsson leikstjóri og handritshöfundur viljabenda íslendingum á að íslenskar löggur væru ekki síður skemmtilegar en þær bandarísku og síst minna af uppákomum og ævintýrum í kringum þær... Trúi hver sem vill! Estevez (hann notar upphaflegt nafn föður síns) er væntanlegur í nýrri mynd sem kallast St. Eimo’s Fire og í sumar verður hann í enn einni, That Was Then, This is Now, eftirsögu S.E. Hinton (The Outsiders). Þar sá hann um að útvega peninga til verksins, aðstoða við handrits- gerðina auk þess að leika eitt aðalhlutverk- ið, eiturlyfjasala. .Jdaður verður að leika þessa skíthæla af og til.“ Og Emilio Estevez stefnir enn hærra. Hann hefur nú samið kvikmyndahandrit sem hann stefnir á að stjórna sjálfur. Er hann að keppa við annan metnaðargjaman ungan leikara, Tim Hutton? „Ég verð að slá honum við í leikstjórasætinu... Jú, sennilega verður það hans næsta verk að leikstýra, en hann hefur allavega ekki skrifað neitt enn.“ Emilio vill ekki vera pabbastrákur ★ „Það er afleitt að vera þekktur sem sonur Martin Sheen, en ekki sem Emilio Estevez," segir hinn 22 ára gamli sonur leikarans þekkta. Hann gaf síðast að líta hér á landi í Coppola-myndinni The Outsiders en hefur að undanfömu getið sér gott orð fyrir leik sinn í Repo man og The Breakfast Club. Emiiio er staðráðinn í að gefa vinum sínum ekkert eftir á leikarabrautinni. „Ég ólst upp með Sean Penn og Rob býr rétt hjá. Við þremenningamir emm smátt og smátt að verða fyrirferðarmeiri á hvíta tjaldinu," segir hann. MYNDMÁL 5

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.