Myndmál


Myndmál - 01.06.1985, Qupperneq 6

Myndmál - 01.06.1985, Qupperneq 6
Madonna ekkí öllpar sem hún erséð... * Það þárf svo sem ekkert að koma á óvart. Stúlkukindin hefur írá fyrstu tíð gefið sig út fyrir að vera óráðin gáta, sexí og dularfull söngkona með ókann- aða íortíð. Hún er nú að nálgast hátind frægðarinnar og Ameríka ber hana á höndum sér. Og nú er hún komin á markaðinn, myndin sem allir hafa beðið eftir, Desperately Seeking Susan, með Madonnu sem Susan, hina villtu rokkstjörnu. Gangi myndin vel (sem flest virðist benda til) er óhætt að segja að nafn myndarinnar komi til með að eiga við kvikmyndamógúlana sem krjúpa munu á kné fyrir Madonnu... En það er önnur saga. Flestir hafa haldið að þessi mynd sé sú fyrsta sem Madonna lætur sjá sig í, en svo mun ekki vera. Árið 1979, þegar enginn þekkti Madonnu, lék hún í lítilli, skrýtinni neðanjarðarmynd sem hét því kald- hæðnislega nafni A Certain Sacrifice (Tiltekin fórn). „Ég kom auga á smáauglýsingu þar sem stóð að leik- stjóra vantaði „léttklikkaða" stúlku,“ segir Madonna, „og ég stundaði aðeins danstíma og hugsaði með mér: „Vá, flott, ég verð kvikmyndastjarna“.“ Þessi „léttklikkaða" átti sér þrjá þræla sem hún lét þjóna sér kynferðislega og kærasta að auki. Henni er síðan nauðgað af enn einum aðdáanda og fær hóp af íurðufuglum til að hefna verknað- arins. Efnishyggjustúlkan okkar er ekki svo ánægð með útkomuna. „Myndin er löng og hræðilega leiðinleg. Þegar ég var búin að horfa á hálfa myndina missti ég þolinmæðina og gekk af göflunum því ég vildi ekki koma nálægt svona rugli. Það var niðurlægjandi fyrir mig að horfa á þetta.“ En umboðsmaður hennar, Stephen Jon Lewicki, sér hlutina í öðru ljósi og kallar myndina ágætt dæmi um Madonnu áður en hún sló í gegn. Hann hyggst dreifa myndinni fljótlega til klúbba og sjónvarpsstöðva og ennfrem- ur á myndbandi. Sagnir herma að þetta sé ekki grjóthart klám, miklu frekar tómt rugl, en aftur á móti afhjúpar Madonna miklu meira en naflann á sér... Karl og co fresta tökum um eittár ★ Einnþeirrasemtaliðvaraðmyndu setja myndavélarnar í gang í sumarvar Karl Óskarsson, sem ásamt félögum sínum Ásgeiri Bjarnasyni og Jóni Tryggvasyni hefur gengið með hug- mynd að róttækri framtíðarsögu í maganum um nokkurt skeið. Verkið kalla þeir Ein vika í október. Nú hefur komið í ljós að þeir hyggjast geyma tökur til sumarsins 1986. Hópurinn sótti um styrk til þessa verkefnis en fékk ekki. Aftur á móti fengu þeir handritsstyrk uppá 150 þúsund til að fullgera hugmynd sem kaiiast Sólarlandaferðin. Að- spurður neitaði Karl því að styrkleysið hefði valdið frestuninni. „Við viljurn fyrst og fremst reyna að komast hjá því að lenda í sömu vandræðunum og svo margir að undanförnu," sagði hann, „þ.e.a.s. að hugsa handritið til enda áður en byrjað er að rnynda." UP THE CREEK: Táp og fjör og frískir menn... Leikstjóri Up the Creek er Robert Butler sem m.a. stjómaði upphafsþætti sjón- varpsseríunnar vinsælu Hill Street Blues og hlaut fyrir það Emmy-verðlaunin. Þess- ari mynd hefur verið iíkt vi ðAnimalHouse enda vom tveir af aðalleikurunum, Mathe- son og Furst, í hlutverkum þar. Af öllum þeim skólum sem teljast til æðri menntastofnana er Lepetomane háskólinn talinn verstur, gott ef ekki verstur í heimi. Ekki aðeins eru stúdentarnir eitt allsherjar samansafn af aulabárðum, heldur hefur skólinn það orð á sér að vinna aldrei neitt. Fjórir furðufuglar reyna að bjarga heiðri skóia síns með því að vinna róðrakeppni skólanna . . . Skólameistarinn (John Hillerman) ákveður að nú sé nóg komið og nauðsyn- legt sé að snúa þessari þróun við. Hann vill að skólinn vinni hina árlegu róðrasam- keppni háskólanna og kallar til fjóra af sínum bestu (eða kannski öllu heldur verstu) nemendum (Tim Matherson, Stephen Furst, Dan Monahan og Sandy Helberg). í fyrstu færast þeir undan þessari miklu ábyrgð sem skólameistarinn vill kalla yfir þá, en eftir að hann gerir þeim tilboð sem þeir geta ekki hafnað, þ.e.as. að fá að velja sér gráðu, ákveða þeir að slá til. Það er því taumlaus gamansemi og æsi- spennandi buslugangur sem einkennir Up the Creek er þessir fjórir furðufuglar reyna sitt besta til að varpa dýrðarljóma á heitt- elskaðan háskóla sinn. En þeir uppgötva ekki fyrr en eftir að keppnin er hafin að aðrir keppinautar, þ.á.m. lið frá Herskólan- um, stúlknaskólanum og meðlimir Ivy- skólans eru alveg jafn áhugasamir um að krækja sér í titilinn og þeir... REGNBOGINN 6 MYNDMÁL

x

Myndmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.