Myndmál - 01.06.1985, Side 7

Myndmál - 01.06.1985, Side 7
NÝJA BÍÓ Þær fæddust í þeim eina tilgangi að skemmta fólki. Þær höfðuðu til ástar okkar á hetjum, rómantík og áhuga okkar á fjar- lægum stöðum. Stund- um voru þær um fólk eins og okkur, sem svipt var úr sínu daglega um- hverfi og sett á hina ólíklegustu staði þar sem það upplifði stór- kostleg ævintýri. Þær voru ekkert of fióknar; svart/hvítar persónur, snaggaraleg samtöl og endalausar leitir að þjóðsagnakenndum fjár- sjóðum. Þetta voru frá- sagnir um spennandi ævintýri og eidheitar ástir. í þá daga var bíó aðeins afþreying, - í dag ætla fjölmargir sér að bjarga heiminum með bíómynd. ! stíl þessara gömlu ævintýramynda er kvikmyndin Romancing the Stone, sem náð hefur óhemju vinsældum um heim allan. Sagan er um Joan Wilder (Kathleen Turner), höfund rómantískra ævintýra- sagna, sem fyrir duttlunga örlaganna lend- ir sjálf í ævintýri sem auðveldlega gæti átt heima í einni af bókum hennar og kynnist fífldjörfum galgopa sem virðist eins og Astarsöguhöfundurinn Joan með uppáhaldspersónuna sína Jesse/Jack í faðminum . . . ROMANCING THE STONE: Ævintýramynd í úrvalsflokki Hvað gerist þegar Joan Wilder, höfundur róm- antískra ævintýrasagna lendir sjálf í aðstœðum söguhetja sinna og þœr spretta lifandi fram fyrir hana? sprottin úr hennar hugarheimi. Joan Wilder er feimin, óörugg og ólækn- andi rómantísk, en um leið höfundur ævintýralegra ástarsería um „Angelinu" og bjargvætt hennar ,Jesse“ sem ávallt mætir tímanlega til að bjarga lífi hennar og bera hana inní sólarlagið. Innst inni á Joan sér draum um að einhversstaðar sé Jesse að finna. Einn daginn kemst Joan að því að systir hennar er gísl ófyrirleitinna þrjóta í Kol- ombíu, sem krefjast í lausnargjald fjár- sjóðskort sem Joan hefur geymt án þess að hafa uppgötvað það fyrr. Hún er ófús til að fara til Kolombíu með kortið, en vill þó reyna að bjarga lífi systur sinnar. Þrátt fyrir háværar aðvaranir útgefanda síns og bestu vinkonu sinnar leggur hún af stað í þessa hættuför. Um leið og hún er stigin úr flugvélinni er hún nörruð í rangan áætlunarbíl af illmenninu Zolo (Manuel Ojeda) sem fylgst hefur með henni frá New York. Þegar komið er inní miðjan frumskóginn verður Joan fyrir árás, en á elleftu stundu birtist skuggamynd af manni í sólarátt, sem um flest svipar til skáldsagnapersón- unnar Jesse. Joan grípur andann á lofti. Fyrir henni er þessi maður „hjartsláttur ímyndunaraflsins'1. En Jack Colton (Mich- ael Douglas) klórar sér í kollinum yfir þessari konu sem klædd er samkvæmt nýjustu New York tísku í svartasta frum- skógi S-Ameríku og heldur á risastórri ferðatösku... Joan biður Jack um hjálp til að komast í síma. Hann neitar að hjálpa þessari skelfdu og taugaveikluðu konu, nema gegn greiðslu. Loks tekst þeim að komast að samkomulagi og halda inní myrkan frum- skóginn. En ekki líður á löngu þar til þau uppgötva að þeim er veitt eftirför af harð- svíruðum bófum sem vilja komast yfir kortið eða fjársjóðinn sem það vísar á, með öllum tiltækum ráðum... Michael Douglas er jafnframt framleið- andi myndarinnar, auk þess að leika annað aðalhlutverkið. „Það rann upp fyrir mér hve fáar myndir ég gæti farið að sjá með syni mínum og við báðir haft gaman af,“ segir hann um ástæðuna fyrir gerð þessar- ar myndar. Romancing the Stone, með hressileika sínum og fjörugum persónum er einmitt ein slík! TO BE OR NOT TO BE: Að vera eða vera ekki Mel Brooks... - það er spurningin. Gleðimaðurinn Mel Brooks lýsir sjálfum sér með eftirfarandi orðum: „Ég er Mei Brooks. Ég er afar vel þekktur I Brooklyn. Ég var alinn upp í fátækrahverfi og kann alltaf afar vel við mig í slíku umhverfi. I hvert skipti sem ég kem í virðulegt heldrimannahverfi fæ ég aðsvif . . . Ég óx upp í að verða grínari, en ég hef, þrátt fyrir það, verið skondinn útlits allt mitt Iíf!“ Hjónin Mel Brooks og Anne Bancroft sjálfan. í öðrum helstu hlutverkum eru höfðu um nokkurt skeið verið að leita að hentugu handriti þar sem þau gætu leikið gift par. Tækifærið kom þegar hugmynd kviknaði hjá Brooks um að færa í búning sígilt söngverk Emst Lubitsch, TO BE OR NOT TO BE frá árinu 1942. Þetta er gamansöngleikur og gengur útá hóp pólskra leikara sem lenda inní ótrúlegri áætlun um að bjarga pólsku neðanjarðarhreyfingunni á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, með því að sviðsetja innrás nazista og leika ýmsa foringja þeirra, þi.m. Hitler Hjónin Anne Bancroft og Mei Brooks - ár . . . hamingjusamlega gift í yflr 20 Charles Duming, Tim Matheson og Jose Ferrer. Frederick Bronski (Brooks),yfirmaður Bronski-leikfélagsins í Varsjá, dreymir um að verða þekktur Shakespeareleikari. Aðalleikkona félagsins og eiginkona hans, Anna Bronski (Bancroft), á sér mikinn aðdáanda meðal fastra leikhús- gesta, Andre Sobinski liðsforingja (Matheson), en hann er flugmaður í flugher Pólverja. Sobinski hittir frú Bronski reglulega meðan eiginmaður hennar flytur .Atriði úr Hamlet.“ Árið 1939 ráðast herir Þjóðverja inní Pólland og hemema það. Sobinski flýr til Englands og heldur áfram baráttunni þar. Hann kemst á snoðir um að frægur útvarpsmaður, Siletski prófessor, sé svikari við málstað Pólverja og ætli sér að færa nazistum nafnalista yfir meðlimi neðanjarðarhreyfingarinnar. Sobinski leitar hjálpar Bronski-leikfélagsins og fær Frederick Bronski til að bregða sér í hlutverk Erhardts ofursta, yfirmann Gestapo í Varsjá, til að ná nafnalistanum aí prófessomum. Bragðið heppnast, en stuttu síðar kemst upp að Siletski hefur gert afrit al nafnalistanunm. Bronski verður því að bregða sér í hlutverk prófessorsins sjálfs ef ekki á illa að fara. Þar sýnir hann sin besta leik á ævinni, en þykir verst að enginn er til að fylgjast með honum. Skyndilega berst sú frétt að Hitler sé væntanlegur í skyndiheimsókn til Var- sjár og fyrirskipar Erhardt ofursti (Duming) að Bronski-leikfélagið skuli setja upp sérstaka sýningu fyrir Foringj- ann. Bronski og félagar hans taka þá að skipuleggja djarfa áætlun um að flýja Iand, ásamt nokkmm gyðingum sem þeir hafa skotið skjólshúsi yfir, með því að notfæra sér þá ofurvirðingu sem Gestapomenn bera fyrir Foringjanum... Látum Brooks hafa síðasta orðið um handverk sín. „Ég er yfirleitt tvö ár að gera mynd. Ég legg afar hart að mér og er góðum hæfileikum gæddur. Myndir mínar em kannski engin meistarastykki, en þær em aldrei slæmar. Sjálfur er ég yfirleitt hæstánægður með verk mín og þakka Guði fyrir að þurfa ekki að vinna í Ford-bílaverksmiðjunum og snúa skrúfum á tveggja mínútna fresti.“ MYNDMÁL 7

x

Myndmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.