Myndmál - 01.06.1985, Page 10

Myndmál - 01.06.1985, Page 10
Jeffrey Wlllis (Matt Dillon) lendir í ástarævintýri með frænku Brodys Cörlu (Janet Jones). THE FLAMINGO KID: óreynda Jeffrey, hvurs sjóndeildarhringur hefur aðeins náð að endimörkum Brook- lyn. Og eftir að hafa aðstoðað klaufalegan bílstjóra sem lokað hafði aðalinngangi staðarins, er honum boðið starf við að leggja bílum. Jeffrey uppgötvar að þjórfé eins kvölds gefur meira í aðra hönd en viku vinna sem sendisveinn hjá föður sínum... Hann kynnist Phil Brody (Richard Crenna), bráðhressum og fyrirferðarmikl- um sportbílasala sem einnig er ókrýndur konungur klúbbsins og manna slyngastur í spilum. Brody, sem ekur um á Ferrari og á undurfallega konu (Jessica Walter), verður einskonar átrúnaðargoð Jeffreys. Að tillögu frænku Brodys (Janet Jones) er Jeffrey boðið á heimili hans og þar fræðir Síðasta saklausa sumarið Sumarið 1963. Jeffrey Willis (Matt Dillon) er að búa sig undir sumarvinnuna hjá föður sínum, pípulagningamanninum (Hector Elizondo). Þeir feðgar búa enn í gamla Brooklyn-hverfinu meðan flestir félaga Jeffreys hafa flust í úthverfin. Á þjóðhátíðardaginn 4. júlí koma tveir vinir Jeffreys í heimsókn og draga hann í hinn glæsilega Flam- ingo-klúbb sem staðsettur er á sólríkri strönd við eyju utan við New York. Þar hyggjast þeir keppa við nokkra félaga sínum í spilum. BÍÓHÖLLIN Glæsileiki Flamingo-klúbbsins hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl fyrir hinn Brody hann um viðhorf sín til lífsins. „Gleymdu bókmenntum, trúarbrögðum, tónlist eða heimspeki'1 segir hann við Jeffrey er þeir aka um í Ferrarivagninum. „Þú munt aldrei sjá heimspeking aka um í bíl á borð við þennan. Sókrates reið um á asna. Það eru sölumenn þessa heims sem hafa peningana. Ég hef fylgst með þér. Og það sem ég hef séð er að þú ert efni í einn slíkan.11 „Ekki lýgur Phil Brody,“ hugsar Jeffrey og ákveður að hætta í skóla og gerast sölumaður. En Arthur Willis er lítt hrifinn af uppátæki sonar síns. „Þessi vinur þinn, Brody, hefur vægast sagt furðulegar skoðanir! Ég líð þær ekki í mínum húsum!“ „Þetta er síðasta saklausa sumarið fyrir Jeffrey Willis,“ segir framleiðandinn Mich- ael Phillips (TheSting, Close Encounters). „Þegar sagan hefst er hann að ljúka skyldu- náminu og þekkir lítið til utan hverfisins sem hann hefur búið í alla tíð. Þegar honum er svo skyndilega kippt inní dýrð Flamingo-klúbbsins telur hann sig vera í paradís á jörðu. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að hann falli fyrir Phil Brody, sem elur á vilja unga mannsins til að koma sér áfram í lífinu. Allt þetta er afar mikil freisting fyrir Jeffrey sem hingað til hefur hrærst í umhverfi þar sem lífið er tiltölu- lega einfalt og málað svart/hvítum litum, en er svo skyndilega staddur í litríkum og spennandi heimi nýrra hugmynda.11 ,Að unglingspiltur þurfi að horfast í augu við framtíð sína er vissulega ekki algengt viðfangsefni í unglingamyndum,11 segir leikstjórinn Garry Marshall, sem stjómað hefur einni annarri mynd, Young Doctors in Loue. „En Jeffrey Willis er unglingur sem ekki er með það á heilanum að berja einhvem í klessu eða losna við sveindóminn sem fyrst. Hann lendir að vísu í ástarævintýri með frænku Brodys, en það er ekki mikilvægasti þáttur sögunn- ar. The Flamingo Kid er um valkosti, um þá staðreynd að hver unglingur þarf fyrr eða síðar að velja sér íramtíðarbraut.11 Marshall neitar því að þessa mynd megi flokka með farsadellu á borð við Porky's eða Animal House. „Hún er miklu frekar í ætt við myndir eins og The Graduate eða American Graffitisegir hann og bætir við: „þetta er ekki gmnnt hugsuð sprelli- mynd, miklu frekar átakamikil gaman- mynd.“ GULAG: Ævintýralegur flótti úr köldum klóm rússneska bjarnarins Gulag segir frá bandaríska blaðamanninum Mickey Almon (David Keith) sem sendur er til Moskvu í þeim erindagjörðum að fylgjast með forkeppni Óiympíuleikanna. Þar kemst hann í klærnar á KGB sem telur hann vera njósnara. Honum er varpað í hið illræmda Lubyanka fang- elsi og þar má hann sæta pyntingum uns hann skrifar undir skjal þess efnis að hafa framið „and-sovéskan glæp“. Hann er síðan skyndilega sendur austur á bóginn - stefnan er tekin á Síberíu þar sem Gulag-fangabúðirnar eru stað- settar . . . Þegar Mickey kemur í fangabúðimar undrast hann mjög hversu fangamir hafa sætt sig fyllilega við örlög sín. Sjálfur hefst hann strax handa við að undirbúa flóttaaðgerðir og tekst loks að telja tvo samfanga sína á að vera með - enskan njósnara (Malcolm McDowell) og rússneskan andófsmann (Warren Clarke) - í hinni hættulegu flóttatilraun... Gulag er skáldsga, en byggð að nokkm leyti á staðreyndum. „Við höfðum í bakgrunninum frásagnir rússneskra andófsmanna sem tókst loks að setjast að í ísrael eftir ævilangar ofsóknir og fangelsisvist,11 segir fram- leiðandinn Andrew Adelson. Upptökur myndarinnar fóm fram í Bretlandi, Noregi og víðar. Félag sem kallar sig Rússneska rúllettan með aðsetur í Bretlandi og sérhæfir sig í að gefa upplýsingar um rússneskt samfélag, yfírfór vandlega búninga og vistarvemr til að gefa sem sannasta mynd af Gulaginu. „Mismunurinn milli viðhorfa Mickeys og félaga hans í fangabúðunum er afar vel lýst í handritinu," segir leikstjórinn Roger Young, sem áður hefur leikstýrt Tom Selleck í hasarmyndinni Lassiter. „Hin ungæðislega orka hans David Keith og Malcolm McDoweil írelsta þess að sleppa undan köldum klóm rússneska bjarnarins í Gulag. á móti lífsreynslu hinna, og hvemig þessir þættir sameinast í að vinna bug á erfiðleikunum sem við er að glíma, finnst mér heillandi.11 í aðalhlutverki myndarinnar er hinn snjalli leikari David Keith sem fyrst vakti á sér athygli sem léttsturlaður fangi í Brubaker. Síðar hefur vegur hans sem leikara aukist enn með myndum eins og An Officer and a Gentleman og Lords of Discipline. „Það er afar auðvelt að finna samkennd með Mickey,“ segir Keith. „Hann er maður stórra hugmynda og hefur alla sína ævi sett sér markmið og náð þeim. Síðan fer hann að velta því fyrir sér hvað framtíðin beri í skauti sér þegar hann er gripinn af KGB og sviptur frelsinu. Hugsjónir þær sem hann hefur lifað fyrir, sem og bjargföst sannfæring hans um að engir fangelsisveggir fái haldið honum, falla auðvitað ekki í kramið hjá fangavörðum hans. En hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð.“ 10 MYNDMÁL

x

Myndmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.