Land & synir - 01.12.1995, Síða 1
Skuldlausir meðlimir Félags
kvikmyndagerðarmanna fá
félagsskírteini með blaðinu að
þessu sinni. Ljósmyndavörur lif.
í Skipholti bjóða 10% afslátt af
vörum og framköllun gegn
framvísun skírteinis og unnið er
í því að útvega félagsmönnum
frekarlafsláttarkjör. Aðrir
félagsmenn eru hvattir til að
draga upp budduna hið snarasta
svo FK megi þrífast og fá þeir
skírteinið sent um hæl.
LEIKREGLUmVAR: Félagi Renoir birtist sjálfur í myndinni.
Leikreglurnar í Regnboganum
I^tilefni af hundrað ára afmæli kvik-
myndarinnar (eða hundrað ára af-
mæli gjaldtöku af kvikmyndasýningum,
eins og Godard orðaði það fyrir
skömmu) hefur Kvikmyndasafnið staðið
fyrir sýningum á ýmsum sígildum
myndum og er ætlunin að halda því
áfram vei fram á næsta ár (sjá nánar
inní blaðinu). Fimmtudaginn 2.
nóvember verður hin fræga mynd Jean
Renoir, Leikreglurnar eða La Regle Du
Jeu frá 1939 á tjaldinu í Regnboganum.
Breska kvikmyndablaðið Sight and
Sound stendur á tíu ára fresti fyrir vali á
bestu kvikmyndum sögunnar, meðal
gagnrýnenda um allan heim og í áratugi
hefur þessi mynd verið í efstu sætunum
ásamt meðal annarra Citizen Kane og
Tokyo Story (Ozu). Þær tvær munu
reyndar væntanlegar á dagskrá síðar ef
allt gengur upp. En Oddný Sen
kvikmyndafræðingur hefur þetta að
segja um Leikreglurnar. “Þessi
snilldarlega samfélagskómedía Renoirs
var upphaflega bönnuð þar sem hún var
talin hafa “siðspillandi og mann-
skemmandi áhrif” og var ekki sýnd
aftur fyrr en árið 1956. Eins og bestu
myndir Renoirs frá franska tímabilinu,
eru heimspekilegar hugleiðingar um
framtíð mannkynsins teknar fyrir í
hnotskurn. Leikreglurnar gerast á
frönsku óðalssetri þar sem mikil veisla
stendur yfir. Allar stéttir í frönsku
þjóðfélagi, frá yfirstétt til betlara koma
fram í veislunni og eru miskunnarlaust
krufnar á bæði átakanlegan og bráð-
fyndinn hátt. Ástarflækjur, afbrýðisemi,
öfund og undirferli, auk annars mann-
legs breyskleika er skoðað af hispurs-
leysi og fordómaleysi til að varpa ljósi á
stéttaskiptinguna í Frakklandi
samtímans”.
Til félagsmanna FK.
Marteinn St. Þórsson
skrifar um Naked Lunch
og margt fleira.
Niðurskurður á
framlagi til
Kvikmyndasjóðs
I^fjárlagafrumvarpi fyrir 1996 gerir
fjármálaráðherra tillögu um 93
milljón króna framlag í Kvik-
myndasjóð. Að öllu jöfnu ætti
framlagið að vera um 111 milljónir
króna.
Gangi þessi tillaga eftir, verða
tæpar þrjátíu milljónir til úthlutunar
á næsta ári auk þeirra fjörtíu milljóna
sem Djöflaeyjan og Ungfrúin góða
og húsið fengu vilyrði um við síðustu
úthlutun. Einnig má búast við því að
gefin verði vilyrði um styrki sem
kæmu til úthlutunar 1997. Kostnaður
við rekstur sjóðsins og Kvikmynda-
safnsins, kynningarmál og þáttaka í
erlendum sjóðum nemur um tuttugu
og fjórum milljónum. í úthlutunar-
nefnd sitja Markús Örn Antonsson,
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og
Laufey Guðjónsdóttir.
Umsóknarfrestur rennur út um
miðjan nóvember.
m