Land & synir - 01.12.1995, Qupperneq 2

Land & synir - 01.12.1995, Qupperneq 2
Umá&synir Útgefandi: Félag krikmyndagerðar- manna, Laugavegi 24,101 Rvík. Ritstjóri: Ásgríniur Sverrisson (552-3204). Ábyrgðarmaður: Böðvar Bjarki Pétursson (551-0940 & 554-2931). Ritnefnd: Böðvar Bjarki Pétursson, Erlendur Sveinsson, Hildur Loftsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðarson, Þorsteinn Jónsson. Útlit: Ágúst Loítsson. Prentun: Steinmark. Land & synir kemur út annan hvern mánuð. Leiðarljós Á haustdögum 1995 er enn á ný ráðist í útgáfu blaðs um kvikmyndir. Land & synir er arftaki Fréttabréfs FK sem komið hefur út um árabil, en er ætlað síærra hlutverk. Blaðið er gefið út undir fána Félags kvíkmyndagerðar- manna en hefur ritstjómarlegt sjálfstæði. Hugur okkar stendur til að gefa út blað sem er vettvangur umræðu um kvikmyndamenningu ahnennt. Við höfum meiri áhuga á að skyggnast inní hugmyndaheim ísienskra kvikmynda- gerðarmanna heldur en að þylja upp statistik um fjárhagsraunir þeirra. Því miður hefur það verið svo að í gegnum árin hefur umfjöllun um íslenskar kvikmyndir frekar snúist um ytri aðstæður á borð við ijármögnun og skipulag greinarinnar, heldur en innri mál svo sem hugmyndir, aðferðir og nálgun við kvikmyndagerðina sjálfa. Umijöllun er í skötulíki á flestum fjölmiðlum og jafnvel Sjónvarpið sér sóma sinn helstan í því að halda úti svokölluðum “kvikmyndaþætti” hálfsmánaðarlega sem aðeins inni- heldur auglýsingamyndir um nýjustu bíómyndimar ásamt mærðarlegu hjali um ágæti þeirra. Til hvers? íslensk kvikmyndagerð er partur af þeirri evrópsku, rödd í stórum kór, líkt og íslensk menning yfirhöfuð. Þessi sjálfsögðu sannindi verða okkar leiðarljós. Landi & sonum er ætlað að flytja lesendum sínum skoðanir ogveita innsýn í stefiiur og strauma, auk þess að flytja upplýsingar um hræringar í greininni. Ramminn er lítill en viljinn er stór, eins og hjartað sem undir slær. Ritnefndin sér sérstaka ástæðu til að rakka Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi íyrir þann velvilja að lána okkur naiin blaðsins. Kvikmyndin Land og synir eftir Ágúst Guðmundsson markar upphafið að samfelldri gerð bíómynda á íslandi. í látleysi sínu og sparsömum frisagnarstíl hefur hún öðlast sess sem eitt af klassískum verkum evrópskrar kvikmyndagerðar. Það er okkar að uppfylla fyrirheitin sem hún gaf. Málþing um íslenska dagskrárgerð Framleiðendafélagið hyggst standa fyrir málþingi um íslenska dagskárgerð í nóvember næstkomandi. Menntamálaráð- herra, fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, Menningarsjóðs og Félags kvikmynda- gerðarmanna munu leggja orð í belg, auk þess sem von er á þáttakendum frá annaðhvort breskum eða þýskum fram- leiðslu aðilum. Umræðuefnið snýst um aðkeypta dagskrárgerð fyrir sjónvarp og verður farið yfir stöðu mála hér á landi og hún borin saman við þróun- ina í Evrópu, þar sem sífellt stærri hluti dagskrárefnis er unnin af sjálfstæðum fram- leiðendum. Fylgist með auglýsingum um dag- setningar sem birtast munu bráðlega. Aukaúthlutun úr Script Fund I^slendingar riðu ekki feitum hesti frá síðustu úthlutun í Script Fund. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna, þá var einungis eitt verkefni sem hlaut náð fyrir augum valnefnd- arinnar. Þeir sem fengu nei geta þó huggað sig við að það hefur verið bætt við einum skilafresti á um- sóknum, þann 27. október. Þannig að það ætti að vera einfalt fyrir þá sem höfðu umsóknir inni, að senda þær aftur. European Script Fund hefur verið mjög mikil- vægur sjóður fyrir íslenskan kvikmynda- iðnað og margar af myndum síðustu ára hafa fengið styrki úr sjóðnum. Segja má að sjóðurinn hafi bætt úr þeirri miklu vöntun á fjármagni, sem er hér á landi, til handritsskrifa og þróunar verkefna. Fundur Norrænna kvikmyndagerðar- manna á íslandi elgina 23 - 24 september var haldin hér fundur á vegum Skandinavíudeildar Isetu/Fistav. Isetu/Fistav eru alþjóðleg samtök verkalýðsfélaga kvikmyndagerðar- manna. FK hafði umsjón með fundinum og fulltrúar félagsins voru þeir Böðvar Bjarki Pétursson og Sigurður Snæberg Jónsson. Á efnisskrá fundarins voru aðallega umræður um ný lög samtakanna og stöðu Norðurlandanna innan þeirra. Þá voru umræður um stöðu iðnaðarins í hverju landi fyrir sig, sem var mjög fróðlegt fyrir okkur íslendinga. Það er greinilegt að við stöndum hinum Norðurlöndun langt að baki, bæði hvernig BLÁIENGILLINN: Marlene Dietrich verðnr íRegnboganum fimmtudaginn 26. október. Ekki missa afhenni! Hamingjustund á Kaffi List Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar gefst íslenskum kvikmyndagerðarmönnum kostur á að koma saman og lyfta glösum á veitinga- húsinu Kaffi List við Klapparstíginn. Framleiðendafélagið býður þá uppá svokallaða “hamingjustund” eða “happy hour" og mun ham- ingjan ekki hvað síst felast í því að hægt er að gera hagstæð áfengisinnkaup á staðnum milli klukkan sex og níu. Auk þess er hægt að gleðjast yfir góðum félagsskap og skemmtilegu skrafi um h'fið og tilveruna. Eða eins og segir í tilkynningunni: mætum öll, nefndin. 2 land&symr

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.