Land & synir - 01.12.1995, Page 3

Land & synir - 01.12.1995, Page 3
stjórnvöld standa við bakið á iðnaðinum og öll starfsskilyrði kvikmyndagerðarmanna. Ráðleggingar hinna norrænu kollega okkar varðandi félagsmál kvikmyndagerðarmanna á íslandi voru þær, að þörf væri á því að skýra línurnar betur. Eðlilegast væri að FK stigi skrefið til fulls með stofnun verkalýðsfélags, sem síðan hæfi viðræður við félög fram- leiðenda. Þetta gæti verið lykillinn að framþróun iðnaðarins. Þeir töldu þau rök okkar léttvæg, að staða mála hér á landi væri sérstök vegna þess að kvikmynda- gerðarmenn störfuðu ýmist sem verktakar, launþegar eða sem framleiðendur. Þetta sögðu þeir að væri ekkert ólíkt því sem það væri í þeirra löndum, en stæði starf- seminni ekkert fyrir þrifum. Þetta er þörf áminning fyrir okkur og stuðningur við skoðanir þeirra manna sem hafa viljað að FK beitti sér meir í þá átt að tryggja almenn kjör félagsmanna. Á sunnudagskvöldinu var haldinn félagsfundur FK með norrænu gestunum, þar sem umræðuefnið var opið. Mæting var auðvitað allt of slök en umræðurnar voru mjög góðar. Það sem vakti hvað mesta athygli var lýsing norska fulltrúans á stöðu mála í Noregi. En svo virðist sem þar ríki mikil gósentíð í kvikmyndaiðnaðinum, enda sagði hann að norskir kvikmynda- gerðarmenn gerðu ekki kröfur um meira fé í sjóði! Hátíðarhöld í tilefnilOO ára afmælis kvikmyndasýninga Hér á landi hefur ýmislegt verið gert til að minnast afmælisins. Kvikmyndasafn íslands og Kvik- myndasjóður hafa verið á ferðalagi um landið með kvikmyndahátíð með íslenskum myndum. Hefur þetta sýningarhald tekist mjög vel, og vakið athygli á því að við íslendingar eigum okkur kvik- myndasögu. Aðalmyndin á hátíðinni hefur hefur verið 79 af stöðinni sem er ný endurgerð á vegum kvikmyndasafnsins. En einnig hafa verið sýndar ýmsar aðrar myndir, allt frá Höcldu Pöddu frá árinu 1923 frarn til Barna náttúrunnar. Þessi íslenska kvikmyndahátíð verður í Reykjavík helgina 20. - 22. október. En það eru einnig erlendar myndir á dagskrá. í samstarfi flestra sendiráðanna á fslandi, Kvik- myndasafns íslands og fleiri aðila hefur verið skipulagt sýningarhald í tilefni afmælisins. Minnast má á Gaumont hátíðina sem var Háskól- abíói þar sýndar voru margar myndir frá því merka fyrirtæki. Einnig myndir sem gerðar hafa verið eftir skáldsögum Hamsuns. Nú í september var síðan hátíð í Bæjarbíói með einni af stjörnum þöglu mynda skeiðsins. Ástu Nielsen. í október eru síðan myndir sýndar í Regnboganum og Stjörnu- bíói, og verða þar sýndar ýmsar klassískar myndir sem er mikill fengur íyrir kvikmyndaáhugamenn. Stefnt er að því að vera með sýningar á kvikmyndaklassík fram í mars á næsta ári. Ný kvikmyndalög Miklar vonir eru bundnar við frumvarp um kvikmyndalög sem væntanlega verða lögð fram á alþingi nú í vetur. Þeir Knútur Hallsson fyrrverandi ráðuneytis- stjóri í Menntamálaráðuneytinu og Vilhjálmur Egilsson formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs hafa lagt fram tillögur að frumvörpum um kvikmyndamál. Miklar umræður hafa verið um þessi mál meðal kvikmyndafélaganna nú í sumar. Þrátt fyrir að menn greini á um ýmsar útfærslur á lögunum þá eru alhr sammála urn að algjör nauðsyn sé á að stórauka fjárveitingar til sjóðsins, enda kvikmyndagerðar- menn langþreyttir á að vera haldið á hungurmörkum. Sýnt hefur verið fram á það margoft með ýmsum skýrslum að kvikmyndagerð hefur alla burði til að verða blómlegur iðnaður sem skilar tekjum inn í landið, auk hinna mikilvægu menningaráhrifa. En stjórnmálavöld skella skollaeyrum við og í stað þess að hækka framlög til kvikmyndagerðar þá eru framlög sífellt skorin niður. í tillögunum er hins vegar gert ráð íyrir stórauknum fjárveitingum til sjóðsins og nú reynir á ráðamenn, að þeir horfi til framtíðar og styðji þessar hugmyndir. Vonandi verður síðan úthlutað samkvæmt nýjum lögurn strax á næsta ári. n: Land & synir mun reglulega birta skrif kvikmyndageröar- manna um kvikmyndir sem sótt hafa á huga þeirra og sitja þar sem fastast. aked Lunch er "sick", unaðslegt, per- vertískt sjónarhorn á hlutverk rit- höfundarins/listamannsins. Engum öðrum en David Cronenberg hefði tekist að færa abstraksjón William S. Burroughs af blaðsíðunni yfir á filmu á jafn frábæran hátt og raun ber vitni. Bara sú ákvörðun Cronenberg að gera myndina meira um ferh Ustamannsins, sársaukann, kvölina, geðveikina og allt það, gefur myndinni sterkan fókus sem heldur manni alveg við efnið, þrátt fyrir súrrealíska útúrdúra. En það eru reyndar þessi súrrealísku útúrdúrar sem gera myndina alveg drepfyndna, kakkalakkarnir og margfætlurnar: þessir ógeðfelldu hlutir sem spretta úr ímyndunaraflinu og maður þarf að berjast við og gereyða. Hómófóbían sem Billy (aðalsöguhetjan, Peter Weller í því besta sem hann hefur gert) er skíthræddur við, birtist í ritvélarrassgötunum, en hann þarf að snerta þau því þau eru hans tæki, tæki hans við sköpunargáfúna, hans heiU og ímyndunarafl: hann er í rauninni að snerta á sér heilann, Ukamlega. Svo erum við með þessi drepfyndnu atriði með "Mugwumpunum", rithöfundarskrípum sem eru búnir að selja sig ódýrt, "Interzone" þar sem við öll erum að reyna að ''meika það", og dópið sem við notum, annað hvort til að hefta eða auka streymið frá Utlu heilasellunum. Öðrum þræði er myndin líka um amerískt þjóðfélag, sem er dásamlega rotið og "evil" ("...long before the Indians"), og ég hef tekið eftir að margir af kollegum mínum hér heima hafa ekki tekið eftir þeim hluta myndarinnar, þeir eru of gegnsósa af evrópskri intelUgensíu til að fatta það að sjóndeildarhringurinn nær í kringum hnöttinn. Þessir hinir sömu föttuðu heldur ekki húmorinn í myndinni, né hina sorglegu aðstöðu sem Billy lendir stöðugt í (sem byrjar þegar hann drepur eiginkonu sína, listilega leikna af Judy Davis). Nóg um það. NakedLunch er gífurlega drungaleg mynd, ljósið er Ustilega fangað af Peter Schuchitzky (hann hefur unnið mikið með Cronenberg og tókst einna best upp í Dead Ringers), 90 prósent af myndinni er tekin í myndveri, og það hæfir Uka vel þessum innri "prósess" sem verið er að lýsa. Sviðsmyndin skemmtilega unnin, hún er hæfilega trúverðug, það er mikið af smáatriðum sem segja manni hve tilbúin hún er, hún er næstum því "líkamleg", gæti verið úr holdi og blóði. Tónlistin er Þreifaðu á skrímslinu í sjálfum þér EFTIR MARTEIN ST. ÞÓRSSON (ekki Þórisson, hann er handritshöfnndurmn!) A filta bj DAVID CRONEKBERt ** • *„- "Erntic, psychotic" :wi 1 yv\ 9 h \ \ 1 l'tll IHIOK WAS IIANNPD. Tllt. HI.M SHOIH.O NPVHK HAVt: Ht.líN MADH •mn i A'H' ___ gargandi snilld, sjaldan eða aldrei hefur Howard Shore tekist svo vel upp sem í þessari mynd þegar hann blandar saman symfónískum áhrifum og bræðings jazzi - skemmtileg vísun í "beat"-kynslóð Burr- oughs, Ginsberg og Kerouac. En það albesta, og það sem íslenskir (og reyndar fleiri) handrits- höfundar mættu taka sér til fyrirmyndar, er textinn hans Cronen- berg. Hann segir allt. Hlustið vel: "Extermin- ate all rational thought", NAKED LUNCH ER FÁANLEG Á ÖLLUM BE’I'RI MYNDBANDALF.IGUM. Land&synir 3

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.