Land & synir - 01.02.1996, Side 1

Land & synir - 01.02.1996, Side 1
Meðal efnis: m 2 n, s tt Gísli Snœr Erlingsson ogBenjamín diífa Þorsteinn Jónsson skrifar um hversu erfitt er að losna við íslendinginn í sjálfum sér! Tímaþjófurinn og Sjálfstætt fólk á hvíta tjaldið? Lítill fugl hvíslaði því að okkur að nýverið hefði kvikmyndalýrirtækið Film Par Film í Frakklandi falast eftir kvikmyndaréttinum á bók Steinunnar Sigurðardóttur, Tímaþjófm- um. Bókin sú kom nýlega út í Frakklandi við ágætar undirtektir. í stuttu spjalli staðfesti Steinunn þetta en málið er á frumstigi. Fleiri bækur íslenskar freista erlendra kvikmyndagerðarntanna, þar á meðal höfúð- bókin Sjálfstœtt fólk eftir llalldór Laxness. Kjell Grede (Gott kvöld hr. Waltenberg) vildi filma fyrir nokkrum árum en ekkert varð úr. Enn lengra er síðan landi hans Ingmar Berg- man skrifaði handrit uppúr sögunni, sem því miður hefur horQð í glatkistuna. Sonur hans Daniel Bergman hefur að undanförnu unnið að undirbúningi kvikmyndar byggða á sög- unni og stendur til að hefjast handa hér á landi innan tíðar. Karl Ágúst Úlfsson mun h;tfa verið orðaður við aðalhlutverkið, Bjart í Sumarhúsum. Níunda líf Fjalakattarins að merka menningarfyrirtæki Flugfélagið Loftur, hyggst endurreisa kvikmynda- klúbbinn Fjalaköttinn í Loftkastalanum sínum við Seljaveg. Að sögn Ilalls Helgasonar kvik- myndagerðarmanns og Flugstjóra með meiru, er fyrirhugað að gangsetja dagskrána fljótlega eftir áramót en undanfarið Itafa farið frtmi sýningar fyrir lokaða hópa. Lausn í deilum kvikmyndafélaganna Samkomulag hefur náðst ntilli Félags kvikmyndagerðarmanna og Samtaka kvik- myndaleikstjóra deilum sem upp kornu vegna úrskurðar gerðardóms urn tekjur af myndböndum og myndbandstækjum, svo- kallað IIIM gjald. FK hefur talið að það ætti kröfú í hluta af því fé sem SKL var úthlutað þar sem SKL var ekki stofnað fyrr en nokkuð var liðið á starfstíma IIIM, og frarn að þeirn h'ma hafi FK rekið erindi leikstjóra. SKL hefur hins vegar vefengt rétt FK til þessa fjár. Nú hafa félögin hinsvegar náð sarnan. Jafnframt hafa þau ákveðið að stofna með sér sameiginlegan sjóð og er honum ællað að standa undir sameiginlegum verkefnum Ásgrímur Sverrisson Rauðarárstíg 28 f'örT~Reykjavík félaganna svo sem eins og stofnframlagi félaganna til væntanlegrar Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Það er mikill léttir að sættir hafa náðst í þessu ntáli. Nú geta félögin farið að beita sér rneira í sameiningu enda tná segja að þar fari sameiginlegir hagsmunir í flestum málum. Jón Tryggva og Morten Jón Tryggvason kvikmyndaleiksljóri hef- ur í ýmsu að snúast þessa dagana. Hann vlnnur nú ásamt Marteini Þórissyni að handriti næstu myndar sinnar Ég elska Choo Mee. Heyrst hefur að hann sé jafn- framt á förum til Brasilíu að filma músik- myndband, stórt í sniðum, fyrir fyrrunt Alta-popparann Morten Ilacket. Skugga slær á gleði Við frumsýningu kvikmyndarinnar „Benjamín dtífa“ notaði ieikstjórinn, Gísli SncerErlingsson, tœkifœrið ogmœlti nokk,- ur vel valin orð tilfmmsýningargesta, ekki hvað síst til þeirra er fremst sátu. Landi & sonum fannst rétt og skylt að birta ávarpið í heild sinni, enda orð í tíma töluð. Auk þess má geta að „Benjamín dúfu" hefur verið boðið að taka þátt í Berlínar- hátíðinni ífebrúar ncestkomandi. Menntamálaráðherra, borgarstjóri, ágætu frumsýningargestir. í kvöld lýkur löngu ferli í lífi okkar Frið- riks og Baldurs. f kvöld sýnum við ykkur kvikmynd. Það tekur ekki langan tíma að bera fram orðið kvikmynd en það hefur tekið okkur þrjú og hálft ár að mynda það. Flest ykkar sem hér eruð, leikarar, tæknifólk og aðrir velunnarar, hafið hjálpað til á einn eða annan hátt að skapa verk sem við erum ákaflega stoltir af. Fyrir það færum við ykkur, innilegar þakkir. Mikil gleði ríkir vissulega í hjörtum okkar á þessari stundu. Hins vegar get ég ekki leynt því að skugga slær á mína gleði. Framundan er skerðing á framlagi kvikmyndasjóðs til frarn- leiðslu á íslenskum kvikmyndum. Þetta eru slæmar fréttir. Gróskan í kvik- myndagerðinni hér heiina að undan- fórnu bendir kannski til annars en að þörf sé fyrir ríkisstuðning. En það er alrangt. Stuðn- ingur hérna heima er nefnilega skilyrði fyrir því að peningar fáist annars staðar frá. Nú orð- ið er það, að meiri hluta, erlent ijármagn sem tryggir fæðingu kvikmyndar á fslandi og þannig er það með Benjamín Dúfú. Stuðningur frá Kvikmyndasjóði Islands tryggði okkur yflr- ráðarétt á myndinni og það sent kannski er mikilvægast af öllu; að hún yrði á íslensku. Því minna fjármagn sem lagt er til stuðn- ing kvikmynda á íslandi, því færri ntyndir. Slíkt getur leitt af sér tvennt. Það fyrra er að missa fólk sem kann til verka úr landi. Þekk- ingin, sem tekið ltefur langan tíma að móta, hverfur til notkunar annars staðar. Nú þegar Itafa nokkrir íslenskir kvikmyndargerðar- menn sest að erlendis og vegnað nokkuð vel. Seinni afleiðingin gæti svo orðið sú að rnenn gerðu bara íslenskar myndir á erlendu tungumáii. Slíkt er ekki góður kostur því að það leiðir aðeins af sér bastarð í flkingu við: I’m Kjartan the Viking. Eða: Hur mar du svo i kveld, Salka Valka? Það kann kannski að vera að sumum hér inni finnist frumsýning ekki vera réttur vett- vangur til þess að vekja athygli á þessu máli. Því er ég algerlega ósammmála. Það er einmitt á stundum sem þessum sem þið á- horfendur góðir getið dæmt sjálf um hvort að þið viljið halda í íslenska menningu. Sjá ís- lenskar kvikmyndir, um íslenskan veruleika og á íslenskri tungu. Góða skemintun. Jón Steinar Ragnarsson skrifar umBrazil Og margt fleira

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.