Land & synir - 01.08.1996, Qupperneq 1
W B
v ií r * * ; •* ' 'i
SBBÓESfX*
m m mr
-■m
Tveir útverðir íslenskrar kvikmyndagerðar
eru nú að hefja feril sinn á nýjum vett-
vangi. Sigurður Valgeirsson nýr framkvæmda-
stjóri innlendrar dagskrárdeildar RÚV hefúr
nú hafið storf. Kvikmyndagerðarmenn eru
þegar farnir að heimsækja hann með hug-
myndir sínar, gamlar og nýjar. Sigurður hefur
ekki verið með stórar yfirlýsingar um hvernig
dagskrárstefnan verður í framtíðinni. Það er
óskandi að honum takist að afla deildinni
meira fjármagns en fýrirrennari hans Svein-
björn I. Baldvinsson. Hann hætti sem kunn-
ugt er vegna þess skilningsleysis sem hann
taldi að innlend dagskrárgerð mætti hjá yfir-
mönnum RÚV. Ekki þarf að efast um að Sig-
urður hefur löngun til að gera metnaðarfúlla
dagskrá, en hætt er við að erfitt verði að M-
nægja honum nema sá metnaður nái einnig
til annarra stjómenda. Nú standa öll spjót á
Sjónvarpinu um að auka hlut vandaðrar inn-
lendrar dagskrár og
næstu misserin
verður það
hlutverk Sig-
urðar að
s v a r a
vænting-
um
stjórn-
valda og
alrnenn-
ings.
N ý r
f r a m -
kvæmdastjóri
Kvikmyndasjóðs
hefur verið skip-
aður Þorfinnur
Ómarsson og
mun hann hefja störf þann 1. september
næstkomandi. Það er nú svo, að þrátt fyrir að
framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs sé ósköp
venjulegur ríkisstarfsmaður, þá líta kvik-
VANIR MENN: Sigurður Valgeirsson
og Þorfinnur Ómarsson
myndagerðarmenn á hann sem fulltrúa sinn.
Gerðar eru miklar kröfur til hans að hann
berjist fyrir meira fjármagni og vinni fyrir
greinina. Þorfinnur hefúr enda gefið þær yfir-
lýsingar að hans
helsta verkefni
verði að
stuðla að
frekari
uppbygg-
ingu ís-
lenskrar
k v i k -
mynda-
gerðar.
H a n n
kemur að
svipuðu búi
og Sigurður hjá
IDD, því forveri
Þorfinns, Bryndís
Schram, lýsti því
yfir að ástæða
uppsagnar sinnar væri skilningsleysi stjórn-
valda á mikilvægi íslenskra kvikmynda.
Félag kvikmyndagerðarmanna óskar þeim
báðum velfarnaðar í starfi.
á imlsiter kviknjÆidir. í nýrri
narkaðskönnun sem Norræni kvikmynda
og sjónvarpssjóðurinn hefur látið gera, kemur
í ljós að markaðshlutdeild innlendrar fram-
leiðslu er mjög mismunandi á Norðurlöndun-
um. Svíþjóð sker sig úr en þar hafa sænskar
kvikmyndir milli 15 og 20% markaðshlutdeild
þ.e. nálægt því fimmti hver miði sem seldur er
í bíó er á sænska kvikmynd. Könnunin sem
náði yfir árin 1993 og 1994 sýndi einnig sama
hlutfall í Danmörku, en rúmlega helmingurinn
af þeirri aðsókn var á Billy August myndina
Hús andanna sem var alþjóða framleiðsla. í
Noregi og Finnlandi var markaðshlutdeildin
4% en ísland er á botninum með 2,5% hlut-
deild. Þess má geta að 1993 og 94 voru frum-
sýndar 4 íslenskar myndir: Stutturfrakki, Hin
helgu vé, Bíódagar og Skýjahöllin. Þrjár þess-
ara mynda fengu ágæta aðsókn, þannig að ekki
er hægt að fela sig bakvið að árin sem miðað
er við séu okkur óhagstæð.
Annað sem hefur hins vegar mikil áhrif er
að íslendingar fara mun oftar í kvikmyndahús
en aðrir Norðurlandabúar. Hver íslendingur
sér um 4,9 myndir í bíó á ári , meðan Norð-
menn sem koma næst okkur, sjá 2,5 myndir.
Svíar sjá 1,8 mynd og Danir 1,5 en Finnar ein-
ungis 0,9 myndir á ári. Á íslandi eru hka frum-
sýndir flestir titlar, eða um 200 á ári.
Þessi gríðarlega aðsókn íslendinga í bíó er
athyglisverð, en hún kemur þeim sem rannsak-
að hafa íslenska kvikmyndasögu ekki á óvart.
Kvikmyndahús og sýningar hafa alla þessa öld
skipað hærri sess hér á landi en víðast hvar í
heiminum.
Skilaboðin til íslenskra stjórnavalda og
kvikmyndagerðarmanna eru hins vegar mjög
skýr: Það verður að framleiða fleiri og (enn)
betri kvikmyndir á íslandi.
skar
anæsta
eir Kári Schram og Jón Karl Helgason hafa
fyrir FK, að undanförnu velt fyrir sér hug-
myndum um íslensk kvikmynda- og sjón-
varpsverðlaun. Búist er við að þeir leggi fram
tillögur sínar varðandi þessi mál á síðbúnum
aðalfundi FK í haustbyrjun. Hugmyndin mun
vera að fyrsta verðlaunaafhendingin verði í
upphafi næsta árs og að nefnd skipuð fúlltrú-
um fjölmiðla og kvikmyndagerðarmanna til-
nefndi þau verk sem félagsmenn kvikmynda-
félaganna kjósi síðan um. Þeir félagar lýsa
hér með eftir nafni á verðlaunin og er orð-
heppnum bent á að hafa samband við þá, eða
blaðið.
Einhvernveginn Uggur nú ansi vel við að
kalla þau bara hreinlega Óskar (sbr. Gtsla-
son), en okkur skilst reyndar að það heiti sé
frátekið.
Norrœmr
hátíððr
Eulltrúar fslands í keppninni um
Amanda-verðlaunin, sem veittverða í
Haugasundi í Noregi í ágúst
næstkomandi verða Benjamín dúfa
eftir Gísla Snæ Erhngsson ogd köldum
klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson.
Þrjár íslenskar myndir voru einnig vald-
ar á Nordisk Panorama, norrænu hcim-
ildar- og stuttmyndahátíðina sem haldin
verður í Kaupmannahöfn í september.
Þær eru: Glíma eftir Böðvar Bjarka Pét-
ursson, í draumi sérhvers manns eftir
Ingu I.ísu Middleton og Amalgam eftir
Þór Ehs Pálsson.