Land & synir - 01.05.1998, Síða 3

Land & synir - 01.05.1998, Síða 3
Milljón Ingu Bjarkar Inga Björk Sólnes hefur nú yfirgefið íslensku kvikmynda- samsteypuna og stofnað eigið fyrirtæki, Milljón, sem tekur að sér verkefnastjórnun í lista- og menningargeiranum, einkurn í kvikmyndagerð. í þessu felst almenn framkvæmdastjórn, fjármálastjórn og aðstoð við þáröflun. Inga Björk byggir á áralangri reynslu sinni sem fram- kvæmdastjóri fjölmargra íslenskra kvikmynda sern og Listahátíðar á sínum tíma og benti á í stuttu spjalli við L&S að nú þegar fyrirtæki væru að sameinast og einingar að stækka væri að skapast brýn þörf á sérhæfðri þjónustu sem þessari. Aðspurð urn ástæður þess að hún hætti hjá Samsteypunni sagði hún að kominn hefði verið tími á að söðla um og hugur henni hefði lengi staðið til að vera með eigin refetur og skapa eitthvað sjálf. nokkurskonar ruslakista kvikmyndahús- anna. Hátíðin hefur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum afsalað sér ritstjórnarlegu sjálfstæði og ekki haft fyrir því að sækja kvikmyndir eftir eigin leiðum, líkt og þó var gert þegar hátíðin var undir hatti Listahátíðar. Slik vinna þarf alls ekki að vera dýr, heldur er lykilatriði að byrja ekki of seint. Hefja verður val á myndum á hátíðina í síðasta lagi að vori og fyrirspurnum um myndir mætti nánast ljúka í kringum Cannes hátíðina í maí. Til þessa hefur ekkert verið gert fyrr en að hausti, sem er nær ári of seint! „Sorry, no print available“ er algengasta svarið við slíkunt síðbún- um fyrirspurnum. Bágur fjárhagur afsakar ekki þessi vinnubrögð, því Itæglega má óska formlega eftir myndum að vori án þess að kosta miklu til. Hafi Kvikmyndahátíðin ekki bolmagn til að sinna þessu starfi, verður hún annaðhvort að leggja sig niður, sem er afarkostur, eða að fá fleiri hagsmuna- aðila til liðs við sig, t.d. með því að virkja betur fagfélög eða Kvikmyndasjóð eða hina fjölmörgu draumóramenn sem leggja stund á kvikmyndanám víða um heim. Alltént er ljóst, að eitthvað verður að gera. Einnig er það líkast brandara, að dagsetning fyrir kvikmyndahátíðina er ekki ákveðin fyrr en í september! Hvernig er hægt að gera áætlanir, ef ekki Hggja fyrir dagsetningar? Og hvað er í vegi fyrir því að dagsetja nú þegar Kvikmyndahátíð í Reykjavík næstu fimm árin eða svo? í helstu handbókum og kvikmyndaritum má finna dagsetningar á alvöru kvikmyndahátíðum langt fram í tímann, en hjá Kvikmyndahátíð Reykjavíkur virðist aðeins einn dagur tekinn fyrir í einu. Þessu verður að breyta ef ekki á illa að fara í október. Leiðrétting Meinleg villa slæddist inní grein Önnu Th. Rögnvaldsdóttur, Pitsað á þorranum, í síðasta hefti L&S. Þar sagði að árið 1995 hefði verið árið sem Kvikmyndasjóður veitti núll krónum til heimildarmyndagerðar. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, því það var í fyrra, 1997, sem þetta átti sér stað. fflíiym f fj ^ HEIIS ■ ]] M OddnýSen. sérlegurfréttaritariL&S, skrifarfráParís. AFTUR TIL FORTIÐAR - síðari hluti Sökurn óskýrs hugarástands, síðast þegar ég skrifaði um franska kvikmyndagerð á Grand Café, man ég ekki 100% hvar ég var stödd í kvikmyndasögunni. Mig minnir að ég hafi verið komin að stofnun fyrstu kvikmyndaklúbbanna og impressjónískrar kvikmyndagerðar í Frakklandi. Þá skal haldið áfram og finnst mér umræðuefnið gott og þarft (ég vona vitaskuld að lesendur L&S séu mér sammála), en ef satt skal segja veit ég ekki hvert frönsk kvikmyndagerð stefnir í dag. Hver frönsk bíómyndin rekur aðra, hver annarri lélegri og innihaldslausari. Hér ýmist um að ræða fi'flalega, gróteska farsa; einhverja skelfilega blöndu af amerískum grínmyndunt frá 1930 og franskri nostalgíu eftir anda Brigitte Bardot, eða myndir fyrirvissa eh'tu og intelUgensíu, en eru svo steingeldar og fyrirsjáanlegar að maður er að rifna úr leiðindum og frústrasjón þegar upp er staðið. Að öðru Ieyti minna nokkrar þessara mynda á ítölsku „telefono bianco”myndirnar sem hrundu af stað neo-realismanum. Það er svo til eina Ijósglætan í núverandi ástandi. Ég vona heitt og innilega að sama sé að gerast hér í París, þessari fyrrverandi glæstu heimsborg kvikmyndanna. Öldin var vissulega önnur þegar fjórði áratugurinn gekk í garð í París. Aðal númerin í kvikmyndagerð voru m.a. þeir Jean Vigo og Jean Renoir. Vigo hafði þegar getið sér gott orð á tímum súrreaUsmans fyrir heimildarmyndina „A propos de Nice" (Talandi um Nice) árið 1930. Vigo átti óvenju óhamingjusama bernsku, sem reyndist honum frábær efniviður í hin furðulegu meistaraverk sín, sérstaklega „Zéro de conduite” (Núll í hegðun)1933- Þar fléttar hann saman súrrealískum hugarórum, gríni og minningurn bernskunnar á mjög fallegan ljóðrænan hátt. Vigo var sonur þekkts anarkista sem lést við dularfullar aðstæður í fyrri heimstyrjöldinni og var Vigo látinn gjalda fyrir óvinsældir föðurins á uppvaxtarárum sínum. Hann var munaðarlaus og hraktist á milli heima- vistarskóla, auk þess sem hann þjáðist af berklum og lést úr sjúkdómnum aðeins 29 ára að aldri. í lokaatriði „Zéro de conduite” rísa kúgaðir skóladrengir upp og gera uppreisn gegn skólastjóranum, sem er illur dvergur og skólaráðinu, sem sam- anstendur af tusku- brúðum. Það var nóg til þess að myndin var bönnuð í mörg ár. Vigo lést skömmu eftir gerð myndarinnar „L'Ata- lante” 1934 og hörm- uðu margir dauða hans, enda var hann án efa einn af hugmynda- ríkustu Ustamönnum Frakklands á þessum árum. Jean Renoir var sonur franska málarans Auguste Renoir. Þegar hann var barn að aldri hreifst hann af „Ferðinni til tunglsins” eftir Meliés og var ákveðinn í að feta í fótspor hans strax og hann hefði aldur til. Á þögla tímabiHnu gerði hann m.a. myndina „Nana” árið 1926, en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Emile Zola. Þegar hljóðið kom til sögunnar reyndist Renoir mjög afkastamikill kvik- myndagerðarmaður og eru myndir hans óvenju marg- breytilegar hvað varðar efnistök og stíl. í myndinni ,,Toni”(1934) koma fram sterk áhrif frá þögla tímabiUnu í Rússlandi. Myndin er ástardrama sem gerist í Marseilles og notaði Renoir leikara sem voru með öllu óþekktir, kvik- myndaði á víðavangi og notaði verkafólk að störfum sem statista. Að þessu leyti er „Toni” forsmekkur að ítalska neo- realismanum á fimmta áratugnum. Ári síðar gerði Rénoir eina þekktustu rnynd sína, „Le crime de Monsieur Lange” (Glæpur herra Lange). Myndin segir frá óvenjulegum samtökum sem nokkrir hverflsbúar í París gera með sér gegn brögðum óprúttins arðræningja. Renoir gerði sex kvikmyndir í viðbót áður en hann fluttist til Bandaríkjanna á stríðsárunum. Frægust þeirra er „La grande iUusion”(Blekkingin mikla, 1937). Hún fjallar um franska stríðsfanga í þýsku fangelsi, sambandi þeirra sín á milU og við fangelsisstjórann, sem er eftirmimúlega leikinn af Eric von Stroheim. í myndinni korna fram heimspekilegar hugmyndir um sögu mannkyns- ins, endalok eins tímabils og óvissu framtíðarinnar. Sams konar hugleiðingar koma fram í „Regle du jeu”(Leikreglurnar, 1939). Sama ár var Renoir fenginn til að leikstýra mynd, byggðri á óperunni Toscu, í Cinécittá myndverinu í Róm, en áður en hann gat lokið verkinu, braust síðari heimstyrjöldin út. Þegar þýski herinn ruddist inn í París með skriðdrekum og öllu heila galleríiunu, var franskur kvikmyndaiðnaður orðinn mjög blómlegur. Goebbels, sem var mikill kvikmyndaáhugmaður og forsvarsmaður kvikmymdadeildar þriðja ríkisins, fór strax að leggja drög að því að ná kvikniyndaiðnaðinum undir sig. Það gekk þó ekki sem skyldi vegna þess að flestar af þýsku áróðursmyndunum, sern hann lét sýna í París, voru lélegar að gæðum og aðsóknin dvínaði skjótt. Áróðursdeild Goebbels tók því á ákvörðun að hvetja franska kvikmyndagerðarmenn til að gera kvikmyndir og buðu þeim ómælt fjármagn. Flestir franskir kvikmyndagerðarmenn tóku þessu tilboði Goebbels fagnandi og þustu ákafir með handrit sín á fund framleiðandanna. En leiðin frá handriti til fullgerðrar rnyndar var óvenju hvössum þyrnum stráður. Það reyndist ógerlegt að komast til móts við markaðslögmálin sem ríktu í kvikmyndaheimi þriðja ríkisins. Öll kvikmyndaframleiðsla varð að standast hinar ströngu kröfur þýsku ritskoð- unarnefndarinnar. Ekki var hægt að fjalla um hinn óhugnanlega veruleika í Frakklandi án þess að stofna sér í stórhættu og átU það einnig við um eldri myndir, sem Ilenri Langlois, títtnefndur yfirmaður franska kvikmyndasafnsins, reyndi að varðveita af miklum dug og kjarki en hann gróf m.a. þýsku expressjónísku meistaraverkin í kálgarði sínum til að verja þau ágangi nasistanna. Franskir kvikmyndagerð- armenn tóku þá Ul bragðs að gera symbóh'skar kvikmyndir í mótmælaskyni við þjóð- félagsástandið og notuðu efnivið sem tengdist á engan hátt veruleikanum í París árið 1941. Flestar kvik- myndir sem gerðar voru á þessu U'mabiU eru ljóðrænar, rómantískar myndir og glitrandi fantasíur sem eiga hvergi sinn líka í kvik- myndasögunni. „La Nuit fantastique”(Nóttin stór- kostlega, 1942) eftir Marcel L'Herbier var unnin í iin- pressionískum stíl þriðja áratugarins og tileinkuð Mehés. Sania ár gerðu þeir Jacques Prévert og Marcel Carné „Kvöldgestina", stórfenglega fantasíu sem gerist í ævintýrakastala frá 16. öld þar sem djöfullinn kemur í heimsókn. Boðskapur myndarinnar er sönn ást, sem myrkraöflin fá ekki sundrað, og er í rauninni myndgerð lýsing á ástandinu í hinu hemumda Frakklandi. Þótt kaldhæðnislegt sé, dalaði frönsk kvikmyndagerð talsvert þegar nasistarnir hurfu úr borginni. Það er líklega ekki óvitlaus teoría að kvikmyndagerð blómstri mest þegar þjóðfélög, jafnvel heil siðmennlng er í upplausn. En ég ætla nú ekki út á neitt dýpi hér og held mér við grynningarnar, svo ég sleppi öllum sósíal vangaveltum og sný mér að næsta mikilvæga tímabili í franskri kvikmyndasögu, frönsku nýbylgjunni. Hún sigldi inn eins og flóðbylgja í kjölfarið á nýjum menningarstraumum á sjötta og sjöunda áratugnum en vegna plássleysis verður saga hennar að bíða þar til í næsta blaði. Það er Iíka ágætt að fjaUa um kvikmyndasöguna í hálfgerðum spennustíl, eins og Erlendur Sveinsson gerði á sínum tíma, þegar hann hóf leit að perlum íslenskrar kvikmyndasögu í „detektíf’sjónvarpsþáttum og fann merkar kvikmyndir úti í Sorpu, rétt áður en mokað var yör þær með skurðgröftun. Látum þetta nægja í bili en í næsta blaði L&S mun ég reyna að gera nýbylgjunni skil og jafnvel reyna að setja hana í samhengi við ósköpin sem dynja yfir franska kvikmyndagerð nútímans. BIEKKINGIN JUIKIA: Eric Von Stroheim fer fyrir fríðum flokki leikara íþessarifrcegu myndjean Renoirfrá 1937. Hiín fjallar umfranska stríðsfanga íþýsku fangelsi, sambandi þeirra sín á tnilli og við fangelsisstjórann, sem er eftirminnilega leikinn af von Stroheim. Land&sym/ 3

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.