Land & synir - 01.05.1998, Side 4

Land & synir - 01.05.1998, Side 4
INNAÐ KVIKVNNI: „frambjóðandinn sýnir okkurpersónulegar hliðar á manneskju sem hýður sigfram til opinbers embcettis. Yfirleitt eru pessarpersónulegu stundir ekki sýnilegar og í sögulegu Ijósi eru ekki margar íslenskar heimildannyndir sem geta státað af pví að komast að kvikunni í lífi viðfangsefna sinna" segir Sigurjón Baldur Hafsteinsson meðal annars ígrein sittni. Að ofan er viðfangsefni myndarinnar, Guðrún Pétursdóttir. Heimildarmynd Ólafs Rögnvaldssonar og Skafta Guðmundssonar, Frambjóðand- inn, um koningabaráttu Guðrúnar Pétursdóttir íforsetakosningunum 1996, tilheyrirflokki heimildarmynda sem kenndar hafa verið viðfluguna á veggnum og sem slík er hún ein af fáum sem gerðar hafa verið hér á landi. I eftirfarandi grein Jjallar Sigurjón Baldur Hafsteinsson um myndina og hið sögulega samhengi sem hún er sprottin úr. A' rið 1960 gerðu Bandaríkjamennirnir Robert Drew og Richard Leacock mynd sem þeir nefndu Primary og lýsir kosningaslag tveggja öldungardeildar- þingmanna, þeirra John F. Kennedy og Hubert Humphrey, um útnefningu demókrata í forsetaframboð. Myndin sætti töluverðum tíðindum þar sem henni tókst að grípa vel andrúmsloft stjórnmálanna, komast á bakvið opinbera ímynd stjórnmálamannanna og sýna persónulegar hliðar þeirra. Það var hins vegar ekki síst aðferðin sem þeir Drew og Leacock beittu við gerð myndarinnar sem vakti athygli manna. Myndin var handheld, það voru engin viðtöl tekin, enginn þulur, engin viðbótarljós voru notuð á tökustöðum og engin leikstjórn viðhöfð. Svo má ekki gleyma að yfirbragð myndarinnar líktist því helst því að kvikmynda- gerðarmennirnir væru ekki sjáanlegir og engu Hkara en að þeir hafi fylgst með frambjóðendunum hkt og fluga á vegg. Á þessum tíma þótti þetta róttæk aðferðarfræði. Michael Curtin heldur því fram í bók sinni Redeeming the Wasteland: Television documentaries and Cold War Politics (1995) að stfll Robert Drews og félaga hafi ekki átt upp á pallborðið hjá bandarískum sjónvarpsstöðvum vegna þess að hann var á skjön við þá pólitík að gera fréttamenn stöðvanna að stjörnum. Sú stefna krafðist að fréttamaðurinn væri ætíð í sviðsljósinu, fyrir framan myndavélina með hljóð- nemann í hendinni, lýsandi atburðum eða greinandi frá merkingu þeirra. Kannski að hér sé komin ein ástæðan fyrir því að íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa ekki fengið að tækifæri til þess að spreyta sig á kvikmynda- 4 Land&syrúr gerð sem byggir ekki á stjörnuheimspeki sjónvarps- stöðvanna. Verðugt viðfangsefni til að skoða frekar í sambandl við kvikmyndagerð íslenskra sjónvarpsstöðva. Ég veit ekki hvort að Primary hafí breytt nokkru fyrir stjórnmál í Bandaríkjunum, en áhrif myndarinnar á kvikmyndagerð hafa aftur á móti orðið djúpstæð og Iangvarandi. í kjölfar hennar fylgdu myndir í svipuðum dúr og náði þessi tegund heimildamyndagerðar kannski hámarki með gerð tveggja heimildamyndasería með aðferð þeirra Drew og Leacock. Annars vegar var það An American Family (1973), sem hefur orðið mönnum hugstæð m.a. fyrir þá aðferðarfræði að búa 7 mánuði inná fjölskyldu í Santa Barbara í Kaliforniu og hins vegar Middletown-sería (1982) Peter Davis, sem Dwight Hoover hefur sagt í bók sinni Middtetown: the making of a documentary film series (1992) að marki endalok þeirrar aðferðarfræði sem Drew og Leacock notuðu. Hoover heldur því einfaldlega fram að aðferðarfræði direct cinema, en það er annað heiti yflr fluguna á veggnum aðferðina, sé dæmd til að mistakast vegna þess að slíkar myndir geta ekki annað en brugðið upp ósannri mynd af viðfangsefninu m.a. vegna þess að myndirnar eru brotnar upp í tíma á klippiborðinu. Hundaheppni Ólafs og Skafta Framtjóðandinn, mynd þeirra Ólafs Rögnvaldssonar og Skafta Guðmundssonar, sem sýnd var í desember 1997 á Stöð 2, sýnir okkur hins vegar að spádómar Hoovers eru ótímabærir, a.m.k. hér á landi. Hann heldur því fram að eina trúverðuga myndin sem hægt sé að bregða upp af persónum eða viðburðum sé í gegnum aðferðarfræði C-Span sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, sem sýnir myndir úr þinginu þar í landi og eru ekki ósvipaðar og myndirnar úr sölum Alþingis. í þinginu gengur myndavélin látlaust, líkt og eftirlitsmyndavél, og engar tilraunir eru gerðar til að bregða upp fleiri sjónarhornum á viðfangsefnið. Frambjóðandinn er hins vegar trúverðug mynd af forsetaframboði Guðrúnar Pétursdóttir og manni hggur við að segja hundaheppni að þeir Ólafur og Skafti skuh hafa valið Guðrúnu sem viðfangsefni í þessum slag. Sjálfsagt hafa þeir veðjað á að hún myndi vinna kosningarnar, en ekki órað fyrir að gæfan myndi snúast gegn henni og hún drægi sig til baka úr baráttunni eins og raun varð á. Þá hlið mannlegs lífs þekkja mun fleiri en að sigra og ekki síst þegar menn eiga allt sitt undir kjósendum. Alan Rosenthal bendir á í bók sinni The new documentary in action (1971) að heimildar- myndir búnar til með aðferðum flugunnar á veggnum séu oftar en ekki byggðar upp í kringum dr;unatík eða viðburði sem eiga sér afmarkað upphaf og endi í tíma og rúmi. Mynd Þorsteins Jónssonar Bóndi (1974) er ágætt og fágætt dærni úr íslenskri kvikmyndasögu um shk efnistök úr hversdagslífinu. Frambjóðandinn er að þessu Ieyti mjög hefðbundinn í uppbyggingu sinni, þar sem áhorfendur ferðast með frambjóðandanum frá fyrstu dögum kosningabaráttunnar, til þess dags sem baráttunni er lokið, og frambjóðandinn skrifar stuðningsmönnum sínum þakkarbréf. Sú aðferðarfræði sem er notuð í Frambjóðandanum hefur verið gagnrýnd fyrir það að bjóða ekki uppá samhengi atburða og má af þeim sökum gera ráð fyrir því að myndin hafi eitthvað staðið í fólki hér á landi, þar sem hún er á skjön við það sem flestir íslendingar eru vanir úr sjónvarpstækjunum. Vissulega ber að fara varlega í slíkar ályktanir, enda úrval heimildarmynda mun meira en bara á íslensku stöðvunum. Aftur á móti má líta á þessa aðferðarfræði sem mjög skynsamlega leið í ljósi þess að sjaldan reynist samtíminn hafa forsendur til þess að segja eitthvað um forsendur og vægi atburða og hvers megnugir þeir eru til að hafa áhrif. Það má því líta svo á að Frambjóðandinn sé hreinræktuð annálaritun samtímans og með öfugum formerkjum miðað við margar af þeim bókum sem skrifaðar hafa verið um og af stjórnmálamönnum eða öðrum úr opinbera kerfinu. Mér dettur í hug bók Guðmundar Arna Stefánssonar, Hreinar línur: lífssaga Guðmundar Áma (1994), sem lýsir aðdraganda þess að hann sagði af sér ráðherraembætti. Bókin kom út fljótlega eftir að þessi umskipti höfðu orðið í lífí hans og lýsir persónulegum hliðum stjórnmálamanns sem vanalegast eru almenningi huldar. Frambjóðandinn sýnir okkur persónulegar hliðar á manneskju sem býður sig fram til opinbers embættis. Yfirleitt eru þessar persónulegu stundir ekki sýnilegar og í sögulegu ljósi eru ekki margar íslenskar heimildamyndir sem geta státað af því að komast að kvikunni í lífi viðfangsefna sinna. Frambjóðandinn gerir það persónulega opinbert. Til þess að taka þátt í slíkri opinberun þarf hugrekki og gildir hið sama fyrir kvikmyndagerðar- manninn. í báðum tilvikum er um að ræða hættu á að afhjúpa þversögn þegar persónulegu lífi fram- bjóðandans er telft gegn þeirri opinberu ímynd sem sköpuð er í kosningaslagnum. Robert Kennedy og Hubert Humphrey tóku sjensinn á sínum tíma. Guðrún Péúirsdóttir gerði það einnig. Vandi kvikmyndagerðar- mannsins er meðal annars sá, hvort hann eigi að vera trúr þeirri hugmynd í upphafi að sýna trúverðuga heimild af frambjóðandanum, og sýna þar með ósigra hans, eða hvort hann eigi að sneiða hjá þver- sagnarkenndum augnablikum og búa til „jákvæða” heimild. Ólafur Rögnvaldsson og Skafti Guðmundsson tóku fyrri kostinn og má finna fjölmargt í Fram- bjóðandanum sem þykir óþægilegt að tala um og er sjaldan rætt eða sýnt þegar kosningar eiga í hlut. Frambjóðandinn er í kosningaferðalagi og þarf að húkka sér far til að ljúka ferð sinni úti á landi. Frambjóðandinn horfir uppá dalandi fylgi í fjölmiðlum. Frambjóðandinn stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort liann eigi að halda í ímyndina eða segja sannleikann. Frambjóðandinn þarf að taka þá ákvörðun hvort hann eigi að draga framboð sitt til baka. Flugan verður vitni að ýmsu. Þar á meðal hversu klaufskur maki frambjóðandans er þegar kemur að jafn einfaldri athöfn og að opna sardínudós. Á öld einkunnagjafa fyrir kvikmyndaverk gef ég myndinni Ijórar flugur!

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.