Land & synir - 01.05.1998, Qupperneq 5

Land & synir - 01.05.1998, Qupperneq 5
Starfsumhverfi og siðferði Óvenju miklar seinkanir hafa verið á vinnu úthlutunarnefnda í vetur. Breytingar urðu á úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs löngu eftir að umsóknarfrestur rann út sem olli frestun á úthlutun. Menningarsjóður útvarpsstöðva hafði ekki fullskipaða úthlutunarnefnd fyrr en sjö vikum eftir að umsóknarfrestur rann út ogfrekari frestun gæti orðið á úthlutun Menningarsjóðsins þar sem spurningar hafa vaknað um hæfi tveggja af þremur sem úthluta úr sjóðnum. EFTIR HÁKON MÁ ODDSSON Aundanförnum árum hefur mikið verið rætt um siðferði meðal kvikmyndagerðarmanna. Er þá ekki átt við siðferði sern h'tur að viðfangsefni eða sköpun. Mætti frekar kvarta undan því að birt verk hafi ekki haft nægilegan brodd. Það siðferði sem valdið hefur áliyggjum er tengt hagsmunum og fjármagnsllæði. Tveir opinberir sjóðir, Kvikmyndasjóður íslands og Menningarsjóður útvarpsstöðva, hafa gífurleg áhrif á starfsumhverfi kvikmyndagerðamanna. Á aðra hundruð milljóna er veitt árlega til þölda verkefna úr fyrnefndum sjóðum. Þar sem miklir hagsmunir eru í húfi þá er mikilvægt að sátt ríki um fagleg vinnubrögð úthlutunarnefnda og að eftirlit með úthlutunarfé sé ásættanlegt. Þeir sem sitja í úthlutunarnefndum verða að vera yfir allan efa hafnir hvað hæfi varðar. Um áramót var einn af þremur fulltrúum í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs skipaður útvarpsstjóri. Fram komu athugasemdir um áframhaldandi setu hans í úthlutunarnefnd sem lyktaði með því að nýr fulltrúi var skipaður og úthlutun frestaðist um einhverjar vikur. Talsverður munur er á uppbyggingu sjóðanna. Menntamálaráðherra skipar fimm manna sjórn Kvikmyndasjóðs, fjórir tilnefndir af hagsmunafélögum en formaður án tilnefningar. Úthlutanir annast síðan þriggja manna fagleg nefnd sem stjórnin tilnefnir. í þriggja manna stjórn Menningarsjóðs skipar menntamálaráðherra formann, útvarpsráð einn fulltrúa og einn er kosinn sameiginlega af öðrum útvarpsstöðvum. Stjórn Menningarsjóðsins úthlutar svo sjálf úr sjóðnum. Helsti munur á stjórnum sjóðanna tveggja er að Kvikmyndasjóður er faglega samansettur bæði hvað varðar stjórn og úthlutun en stjórn Menningarsjóðsins er pólitískt tilnefnd (tveir af þremur í stjórn) og síðan er þessi pólitískt skipaða stjórn sjálf að vasast í úthlutunum. Uppbygging Menningarsjóðsins hefur innbyggða galla. í fyrsta lagi þá úthlutar sjóðstjómin sjálf þannig að það vantar eftirlitsaðila með tugmilljóna úthlutun á ári hverju. í öðru lagi þarf sjórnin að að meta eigið hæfi til úthlutunar styrkja sem veikir mjög stöðu stjórnarinnar. Upp hafa komið athugasemdir um að formaður stjórnar Menningarsjóðs og fulltrúi útvarpssráðs séu báðir vanhæfir til að sitja í sjórn sjóðsins og er þá vitnað til sjórnsýslulaga um vanhæfnisástæður „Ef málið varðar hann sjálfan verulega, venslamenn hans skv. 2. tölul., næstu yfirmenn persónulega eða stofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir. Mikil óánægja hefur verið hjá fagfélögum kvikmyndagerðamanna með starfsháttu Menningar- sjóðsins. Sameiginlegar tillögur félaganna að úthlutunarreglum hafa komið fram og þær hunsaðar ef svarað yfirhöfuð. Á meðan leigupennar stjórn- málaafla, prófessorar í Háskólanum og aðrir sem annars koma ekki nálægt kvikmyndagerð eru fastir áskrifendur að úthlutunum Menningarsjóðs verður ekki sátt um sjóðinn. Fyrir nokkrum árum voru í undirbúningi eins konar siðalög kvikmyndagerðarmanna. Reynt var að skilgreina hvenær hagsmunatengsl urðu óásættanleg og var þá horft til setu manna í sjóðstjómum, stjórnum hagsmunafélaga og í störfum sem tengjast faginu. Stofna átti siðanefnd sem gæti úrskurðað í vafamálum ekki ólíkt því sem tíðkast hjá blaðamönnum, prestum og lögmönnum. Það er í öllu falli ljóst að þörf er á faglegum vinnubrögðum, skýrum starfsreglum og virku eftirliti með úthlutunarfé þegar um milljónastyrkveitingar af almannafé er að ræða. Umsækendur verða að vera vissir um að allir sitji við sama borð hvað úthlutanir varðar. Reynslan sýnir að vandamál sem upp koma vegna úthlutunarfulltrúa og annarra sem að styrkveitingum koma er oftast tengt því að þeir eru pólitískt innsettir sem leiðir hugann að því hvort umræddir þjóni öðrum herrum en Ustagyðjunni. Hvað þéna koBOegarnir í Evrópu og hvernig eru kjörin? EFTIR ÞORKEL KARDARSON I'síðasta tölu- blaði Lands & sona sagði ég frá því að í undirbúningi væri að skrifa grein um kaup og kjör hjá k o 11 e g u m okkar í Ev- rópu. Grein þessa átti að vinna upp úr skýrslu sem FK barst frá samtökunum EURO-MEI, Evrópu- samtökum fagmanna evrópska skemmtana- og fjölmiðlaiðnaðarins. Þegar litið var á skýrsluna kom fljótt í ljós að hún var það víðfeðm að ekki var hægt um vik að birta hana hér í blaðinu. Þá var gripið til þess ráðs að þýða skýrsluna í heild sinni og kynna hana í þessari grein. Hvað þéna kollegarnir í útlöndum eiginlega ? Alltaf, öðru hverju, heyrir maður sögusagnir af því hvað kollegar manns í útlandinu hafa í kaup og hvernig kjörin eru þar. Yfirleitt er þetta rætt manna á milli eins og fyrirheitna landið, að þarna sé frekar vinnandi heldur en hér og þar sé ekki brotin vinnulöggjöfln á þér eins auðveldlega og hér er iðulega gert. Það er kannski ekkert skrýtið að fólk sjái þetta í hillingum miðað við allt og alla hér. En stundum er eins og allt sé gott í útlandinu og allt vont hér og ýmsar þjóðsögur fari að spinnast um kaup og kjör í útlandinu. Nú er tækifærið að sjá, svart á hvítu, tölur og aðrar staðreyndir um kaup, kjör og aðbúnað sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna í Evrópska kvikmyndaiðnaðinum. Þetta er allt birt lið fyrir lið í fyrrnefndri skýrslu, skipulega uppsett og auðlesið. Það getur verið ágætt að vita eitthvað um það hvemig kollegarnir í útlöndum hafa náð að haga sínum málum. Það gæti hjálpað ef hugurinn stefnir út, að vita eitthvað um aðstæðurnar. Það getur Kka hjálpað að þekkja tii þessara hluta ef erlendir aðilar koma hingað til að semja um vinnuafl í erlendar myndir. En það er ekki síst hjálplegt að sjá hvernig þjóðir með einhverja kvikmyndahefð haga sínum málum og hvernig við gætum fært okkur í átt að einhverju vitrænu formi í samningamálum og kjaramálum yflrleitt í stað þess að neyðast til að undirrita óhagstæða einhliða samninga í hvert skiftið á fætur öðru til að fá vinnu. Hvað er í skýrslunni ? I skýrslunni er farið í kaup og kjör Hð fyrir lið og hinir ýmsustu hlutir skilgreindir: 1. Eðlilegur vinnutími og hámarks vinnutími. 2. Tímatakmarkanir dagkalls og nœturkalls. 3. Hvað af ferðatíma er litið á sem vinnu. 4. Lágmarkstími útkalls. 5. Pásur og hvíldir í vinnutíma skil- greindar. 6. Lágmarkshvíld á sólarhring og lágmarkshelgarfrí. 7. Reiknast laugardagur og sunnu dagur sem virkur vinnudagur ? 8. Orlofsgreiðslur tilgreindar. 9. Lágmarksvikutaxtar t' ýmsum stöð- um eru birtir. 10. Hverjir fá greitt fyrir höfundarétt og aðra notkun á mynd ? 11. Hinar ýmsu tegundir af yflrvinnu eru skilgreindar. 12. Kostnaðargreiðslur eru útlistaðar. 13- Fjallað er urn lágmarksfjölda starfsmanna í tökuliði. Það er merkilegt að lesa skýrsluna og bera saman aðstæður hér og félaga okkar úti í heimi. Þá sést svart á hvítu hverju hægt væri að koma á ef framleiðendur og kvikmyndaverkamenn settust niður við samningaborðið. Það er engum í hag að viðhalda núverandi ástandi þegar á heildina er htið. Það er fyrsta skrefið að átta sig á þessu. Þó ástandið hafi batnað á ýmsum hliðum bransans síðustu ár eru hlutir sem betur mættu fara. Næsta skreflð er að koma íslenskum tölum og staðreyndum inn í svona form og koma því á framfæri við rétta aðila. Eina leiðin til að koma þessum málum í rétt lag er að opinbera vitleysuna sem viðgengst í kaup- og kjaramálum íslenskra kvikmynda- gerðarmanna. Þá fyrst gæti eitthvað farið að gerast ef umræðan opnast út á við. Fáið ykkur eintak af skýrslunni, opnið augun og hugsið máhn. Hægt er að nálgast skýrsluna með því að hafa samband við mig í sítna 899-2104 eða settda tnér nafti, símanútner og heimilisfang á tölvupósti: kelipeli@islandia.is. Lund&synzr 5

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.