Land & synir - 01.05.1998, Blaðsíða 7

Land & synir - 01.05.1998, Blaðsíða 7
Enginn í fjölskyldu minni lagði stund á listir. Eg fæddist í litlu þorpi í Síberíu sem ekki er til lengur; þeir reistu virkjun og þorpið fór undir vatn. Ef ég viidi heimsækja fæðingarstað minn gæti ég siglt þangað á báti og horft niður á hásbotninn. SCHRADER: Það er heillandi sýn. SOKUROV: Fyrir rnér er þessu tímabili einfaldlega lokið. Mér hefur líka alltaf fundist þetta ferðalag inní heim kvikmyTtdanna vera afar langt og ég liélt aidrei að ég myndi ná leiðarenda. Almennt talað þá fannst mér mikilvægast að ná í góða undirstöðumenntun til að verða hstamaður. Þessvegna var rökrétt fyrir mér að útskrifast með gráðu í sagnfræði. SCHRADER: Hvar var það, í Moskvu? SOKUROV: Nei, í Gorky á Volgu- bökkum, þaðan sern móðir mín kemur. Eftir skólann vann ég í nokkur ár fyrir sjónvarpsstöð svæðisins. Alla þá kunnáttu sem ég hef í dag fékk ég þaðan, frá fyrsta kennaranum mínum, Yuri Besp- olov. Leiðin inní kvikmyndir og myndlist var frekar löng. Ég fór í leikstjórnardeild Kvikmyndaakademíunnar í Moskvu og eftir það gengu hlutirnir fyrir sig á hefð- bundinn hátt. SCHRADER: Hvernig þróaðist kvikmyndagerð jrin? SOKUROV: Ég er fæddur og uppalinn undir alræðis- stjórn og mótaði því mína sjálfsmynd á þeim tíma. Fyrir mann með mitt upplag og menntun, þýddi það að ég hóf feril minn rneð alvarlegum grundvallar vangaveltum. Og ekki má gleyma því að ég var stöðugt að lesa klassískar rússneskar bókmenntir. Ég heyrði aldrei um tilvist Bítlanna né annarra samtíma tónlistarmanna utan Rússlands. Mínir áhrifavaldar voru Wagner og Scarlotti. Þannig gengu hlutirnir fyrir sig. Ég einbeitti mér að alvarlegum málum. SCHRADER: Mér er kunnugt um að fyrir uþþlausn Sovétríkjanna þurftir þú að ktjást við ritskoðun. Hefðir þú lent í meiri erfiðleikum gagnvart stjórn- völdum ef myndir þínar hefðu byggt á frásagnar- legum aðferðum - ogþannig verið hœgt að ti'dka þœr áþólitískan hátt? SOKUROV: Þetta er heillandi spurning, ég hef aldrei fengið hana fyrr. Hún er mikilvæg vegna þess að jafnvel þó þú fengir aldrei tæmandi útskýringar frá stjórnvöld- um, þá gastu lesið milh h'nanna. Aðfinnslurnar sem ég fékk frá yfirvöldum kvikmyndamála voru aldrei studdar pólitískum rökum, vegna þess að ég gerði aldrei athugasemdir við Sovétskipulagið. Áhugi minn á því var lítill sem enginn, svo ég gat ómögulega fengið mig til að gagnrýna það. Ég var alltaf drifinn áfram af myndrænni fagurfræði, fagurfræði sem tengdist andlegu lífi mannsins og gaf tóninn um ákveðna hegðun. Sú staðreynd að ég var að fást við hina myndrænu hhð hsta, gerði stjórnvöld tortryggin. Eðli mynda minna var frábrugðið öðrurn. Þeir vissulega hreinlega ekki fyrir hvað átti að refsa rnér - og það fór óskaplega fyrir brjóstið á þeim. Auðvitað gerði þetta mér erfltt fyrir, en um leið auðveldara. Þegar ég lít um öxl geri ég mér grein fyrir því að þetta var rnikil þverstæða. I aðra röndina var mér neitað um sýna rnyndir mínar opinberlega; á hinn kantinn voru nýjar hugmyndir mínar alltíh samþykktar. Ég tel þetta þversögn alræðis- kerfisins, vegna þess að alræðisstjórnir hafa áhuga á hinu skapandi ferli. SCHRADER: Nafn þitt hefur oft verið tengt við Tarkovsky. Kom hann seint inní lífþitt eða var hann áhrifavaldur frá byrjun? SOKUROV: Það var bundið aðstæðum. Við erum frekar óhkir einstaklingar, eins og Tarkovsky benti sjálfur oft á. Ég kynntist verkum hans fyrst þegar ég var að klára Kvikmyndaakademíuna. Fagurfræði hans var ekki uppgötvun fyrir mér, heldur frekar staðfesting á eigin sýn. Hreinskilnislega, þá er erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu. Eg myndi segja að okkar vinátta hafl verið náin, frekar en að um væri að ræða nána samvinnu. Ég veit ekki afhverju honum hkaði það sem ég var að gera.^ SCHRADER: Ég hef alltaf haft svolitla sektarkennd vegna þess að ég taldi að mér œtti að líka betur við Tarkovsky en raunin var. Höfuðið sagði mér að líka við hann, en hjartað fylgdi ekki með. Þegar ég sá myndir þínar, voru mín fyrstu viðbrögð, jtetta er það sem ég vildi fá frá Tarkovsky. SOKUROV: Þetta er dásamlegt. Þetta er afar fallega sagt. Þetta sannar enn og aftur að sérhver okkar er aðeins eitt þrep í stiganum. Og að það sem við ahir erum að gera, þú, ég og Tarkovsky, er lifandi veruleiki þrátt fyrir muninn á okkur. SCHRADER: Breytum nú aðeins um umrœðuefni og snúum okkur að tœkni- og fjárhags- legum hliðum. Það lítur út fyrir að það verði auðveldara fyrir þig að fjármagna myndir þínar eftirleiðis, vegna velgengni þinnar á kvikmyndahátíðum. Ertu sœmilega öruggur um möguleika þína til að ná í fjármagn? SOKUROV: Ég hef ennþá miklar áhyggjur af fjármögnun. Það er regla hjá mér að vinna alltaf með sarna fólkinu: tökumannfy hljóðmanni, klippara, leikmyndahönnuði o.sv.frv. Ég trúi því staðfastlega að aðeins með því að vinna saman í svona fimmtán til tuttugu ár, nái hópurinn þétt saman og geti gert góða hluti. Við geUim gert ýmislegt vegna þess að við gerum myndirnar afar ódýrt. SCHRADER: En jaftivel ódýrar myndir kostaþeninga - einhver verður að borga. Þegar ég var kvikmynda- gagnrýnandi vann ég fyrir mér með því að sendast með kjúklinga og skrifa fyrir smáblað. Ég skrifaðist á við Bresson vegna þess að ég var að vinna að bók um hann. Og hann skrifaði mér og sþurði, afþví að ég bjó í Los Angeles, hvort ég gœti hjálþað honum að útvegaþeninga fyrir “LArgent” (“Silfur"). Fyrir mér var Bresson meistarinn og ég var að sendast með kjúklinga - og hann var að biðja mig um þeninga.'Ég gerði mér þá grein jyrir því hversu erfttt þetta er. En segðu mér, var “Móðir og sonur” fjármögnuðfyrst og fremst afÞjóðverjum? SOKUROV: Helmingur fjármagnsins kom þaðan, hinn frá Rússlandi. SCHRADER: Munu hin jákvœðu viðbrögð sem þú fékkst á hátíðunum í New York og Berlín breyta náttúru mynda þinna? Hversu hrattþú vinnur þœr? SOKUROV: Nei, ahs ekki. SCHRADER: Hvað tók langan tíma að filma “Móðir og sonur”? SOKUROV: Ég held að tökutíminn hafl verið samtals um tuttugu dagar. SCHRADER: Vegna hinna þungbúnu, dökku skýja, þurftirðu að bíða lengi eftir rétta veðrinu? SOKUROV: Hvað þetta varðar þá vil ég segja: Guð var sennilega að rétta okkur hjálparhönd allan tímann. Við skutum innisenur í kringum stundir þegar náttúran leit hvað athyglisverðast út. Leikmyndin okkar var afar flókin bygging á sandi rétt hjá skóginum, þar sem við tókum flestar útisenurnar. Það var hægt að opna þakið og snúa húsinu þannig að tökumaðurinn gat notað sólarljósið á þann hátt sem honum sýndist. SCHRADER: Eins og í þöglu myndunum snýst húsið með sólinni. Eitt af vandamálunum sem við í Ameríku þurfum að glt'ma við er tímaþlanið. Ef veðrið hentar ekki verðum við samt að filma. SOKUROV: Við höfum samskonar tímaplan. SCHRADER: Þannig að ef veðrið hugnaðist ykkur ekki, skutuð þið j)á sarnt sem áður eða fóruð þið inn? SOKUROV: Auðvitað fórum við inn. SCHRADER: Vinur minn sem er kvikmynda- tökumaður sá myndina í Telluride og hitti þar tökumann þinn og sagði: “Ég fann út hvernig þið gerðuðþetta” en tökumaðurinn þinn vildi ekki staðfesta kenningu hans. Þessvegna sþyr ég þig: hvernig náðuðþiðþessari einstöku afbökunaráferð? SOKUROV: (hlær) Það var miklu auðveldara en þú heldur. Það er bara ein meginregla og ég tel hana mjög mikilvæga. Ég er hættur að láta eins og myndin á tjaldinu hafl vídd. Markmið mitt er að myndirnar séu flatar og láréttar. í öðru lagi verður að byggja á úrvinnslu hstrænna og fagurfræðilegra hefða. Ég er ekki að mynda náttúruna eins og hún kemur fyrir, heldur skapa hana. í “Móðir og sonur” notast ég við nokkra einfalda spegla, pensla og málningu og kíki svo í gegnum linsuna. SCHRADER: Seturðu glerið fyrir framan linsuna? SOKUROV: Já, fyrir framan, til hliðar og fyrir aftan. Þetta er mjög erfitt nákvæmnisverk og tekur langan tíma að setja upp. Ég eyðilegg náttúruna til að skapa mína eigin. SCHRADER: Og svo úðar þú á þessi gler og sþegla? SOKUROV: Það er engin úðun. Ég vinn með mjög þunna og fínlega máln- ingarpensla. Líkt og notaðir eru í hefðbundnum kínverskum málverk- um. SCHRADER: Tökumaðurinn minn hélt að litnum vceri úðað á, SOKUROV: AIls ekki. Ef honum væri úðað á myndi alit vera mjög gróft. SCHRADER: Þegar þú heldur skotinu eins lengi og þú gerir hefur augað meiri tíma til að litast um. í myndum sem byggja á hefðbundn- ari rytma er oft erfiðara að taka myndirnar inn. Eitt það áncegju- legasta við “Móðir og sonur” er hversu nákominn maður verður myndunum, af því að maður fœr tíma til að skoða j)œr. SOKUROV: Það er ekkert frekar eigin- leiki myndanna sern slíkra en ímyndunarafl áhorfandans sem veldur þessu tel ég. Það er mér hinsvegar mikils virði að þú skulir hafa orðið fyrir svona sterkum áhrifum því ég þekki þín verk og skil vel að þar er aht annarskonar nálgun á ferðinni. SCHRADER: Eins og flestir kvikmyndagerðarmenn aðhyllist ég hið sálfrœðilega raunsœi. En ég hef alltaf dáð myndir sem vinna gegn hinni sálfrœðilegu hefð og reyna að leiða áhorfandann inní annarskonar heim, Mér hefur aldrei fundist ég hafa þolinmæði Framhald á bls. 8 Umd&synir 7 ALEXANDR SOKUROV: „Ég geng útfrá tilfinningiim, þaö sem heillar inig mest eru þœr tilfinningar sem aðeins andlega þenkjandi manneskja hefur: tilfinningar kreðjustunda og aðskiln- aðar. “ HINFLATA MYND: „Eg er ekki að mynda náttúruna eins og hún keniur fyrir, heldur skaþa liana. / “Móðir og sonur” notast ég við nokkra einfalda sþegla, þeitsla og málningu og kíki svo tgegnum linsuna".

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.