Land & synir - 01.05.1998, Side 10

Land & synir - 01.05.1998, Side 10
Leitin að hinu sameiginlega algleymi EFTIR ÁSGRÍM SVERRISSON Martin Scorsese ogMichael Henry Wilson-.A PWSONALJOUBNEY WITHMARTIN SCORSESE THROUGH AMERICAN MOVIES. Heimildarmynd: 224 mínútur. British Film Institute, 1995- Bók: 191 bls. Faber and Faber, london, 1997. Hugtakið “cinephile” er hægt að nota öðrum fremur um Martin Scorsese, sem virkjað hefur ævilanga ástríðu sína á kvikmyndum til að berjast fyrir stöðu þeirra í “kanónu” hstsköpunar. Þannig hefur hann verið óþreytandi við að benda kvikmyndaverunum á ábyrgð þeirra gagnvart varðveislu verka sinna og átt hlutdeild í endurgerð allnokkurra mynda sem lágu óbættar hjá garði. Hann hefur einnig verið ötull baráttumaður fyrir réttindum kvik- myndahöfunda sem og áhrifavaldur um aukna vöruvöndun í framleiðslu kvikmyndafilma. Frægt er þegar hann neitaði að taka Raging Bull upp á litfilmu (nema að örhtlum hluta) vegna þess að litfilmur þess tíma héldu ekki gæðum nema í nokkur ár. Erfitt er að þýða “cinephile” yfir á íslensku svo vel sé. “Kvikmyndafagur- keri” kemur upp í hugann en orðið hefur tengsl við hina algengu og kjánalegu upphafningu listsköpunar sem er ekkert annað en úthverfan á sannri ástríðu. Látum það því liggja milli hluta en óhætt er að fullyrða að fáir séu betur fallnir til að h'ta yfir farinn veg en Scorsese, sem í þessari heimild- armynd/bók rennir yfir bandarísku kvikmyndasöguna á sérlega lifandi og skemmtilegan hátt. Texti bókarinnar er semsagt byggður á samnefndri heimildarmynd hans sem Breska kvikmyndastofnunin framleiddi 1995, sem híuta af myndaseríu um kvikmyndasögu ýmissa landa í tilefni 100 ára ártíðar kvikmynda. Persónuleg nálgun Nálgunin er fyrst og fremst persónu- leg. Scorsese rekur þær myndir sem hafa haft áhrif á hann sjálfan og hans verk, sem og annarra 1 e i k s t j ó r a . Gegnumgangandi þema er barátta kvikmynda- leikstj óra fyrir persónulegri tjáningu og hverskonar aðferð- um þeir beita til að koma hugðarefnum sín- um á tjaldið gegn Tcröf- um oft ófyrirleitinna framleiðenda sem gjarnan hafa önnur markmið í huga. Gegnsæ kaflaheiti Fyrsti kaflinn “Hlut- skipti leikstjórans” (The Director’s Dil- emma) rekur þau ást- ríðufullu átök sern einkenna samskipti leikstjóra og framleið- anda. Scorsese hefur orðið: “Ég hef alltaf séð kvikmyndina sem tæki til sjálfstjáningar. Fyrst og fremst hef ég haft áhuga á leikstjórum, sérstaklega þeim sem sniðgengu kerfið til að koma sýn sinni á tjaldið. Stundum virtist sem aílt miðaði að því að koma í veg fyrir að þeir gætu ástundað persónulega tjáningu. Það eru nefnilega reglur, margar reglur, í valdatafli Hollywoodborgar” (bls. 20). Hann bendir á ýmsa leikstjóra sem mörkuðu sér skika innan kerfisins og gátu tjáð sig þaðan, t.d. Cecil B. DeMille, Vincent Minnefli, Alfred Hitchcock og Frank Capra sem ekki gat verið honurn meira sammála: “Ég var óvinur hins stóra kvikmyndavers. Ég trúði á einn mann, eina mynd. Ég triíði því að einn maður ætti að gera myndina og að leikstjórinn ætti að vera sá maður [...] Ég gat ekki samþykkt list sem nefndarstarf. Ég gat bara meðtekið list sem framlengingu á einstaklingnum” (bls. 29). Næsti kafli ber yfirskriftina “Leikstjórinn sem sögumaður” (The Director as Storyteller) og fjallar um “bálka” (genre) sem undirstöðu stúdíókerfisins. Þar bendir Scorsese á að Hollywood leikstjórinn er fyrst og fremst skemmtikraftur, hvers fag er að segja sögu. Um leið hafi hann orðið að vinna út frá formúlum og klisjum, takmörkunum sem urðu táknbundnar í bálkum á borð við vestra, dans- og söngvamyndir og glæpamyndir sem hann dvelur sérstaklega við þar sem þessir bálkar eru þeir elstu og skýrustu að hans mati. Scorsese líkir þeim við jazzmúsik; “þeir gáfu svigrúm til endalausra, stöðugt flóknari og stundum öfugsnúinna tilbrigða. Þegar þessi tilbrigði voru leikin af meisturunum endurspegluðu þau heimsmynd í mótun; þau veittu okkur heillandi innsýn í bandarískan kúltúr og hina bandarísku þjóðarsál” (bls. 33). “Leikstjórinn sem blekkingasmiður” (The Director as Illusionisf) kallast þriðji kafli og greinir frá hvernig leikstjórar náðu tökum á tjáningar- möguleikum kvikmyndarinnar, mynd- rænum áhrifum og tæknibrellum. Hér fer hann fögrum orðum um meistara á borð við D.W. Griffith, Buster Keaton, F.W. Murnau og C.B. DeMille sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna til að ná tilætluðum áhrifum og skópu myndmál sem enn í dag hehtr ekki verið toppað. Scorsese kemur einnig inná tilkomu hljóðsins og hvernig það neyddi leikstjórana til að hugsa uppá nýtt. Og hann fær Coppola til að benda á að tæknin er ekkert sem þarf að óttast: “Það er einhver misskilningur í gangi með að við séum að láta tæknina um listsköpuniina, að græjur mttni gera það fyrir olrkur. Það getur aldrei orðið. [..] Tæknin er alltaf hluti af sköpun, en aldrei uppspretta hennar svo að mitt viðhorf er að taka henni fagnandi” (bls. 94). Og kollegi hans Brian De Palma snýr útúr félaga Godard: “í öllum listgreinum ertu að skapa blekkingu fyrir áhorfandann svo hann geti skynjað raunveruleikann í gegnum þín augu. Myndavélin lýgur allan tímann. Hún lýgur tuttugu og fjórurn sinnum á sekúndu” (bls. 95). í fjórða kafla, “Leikstjórinn sem smyglari” (The Director as Smuggler), kemur Scorsese inná þá leikstjóra sem sluppu gegnurn göt í kerfinu og gátu fært okkur öðruvísi sýnir, róttækar pólitískar skoðanir og jaðarhugsun, gjarnan í B-myndum. Hér syngur hann lof ltálf gleymdum snillingum eins og Jaqcues Torneur, André De Toth, Douglas Sirk og Edward G. Ulrner ásamt hinum þekktari Fritz Lang, Max Ophuls og Billy Wilder. Alhr þessir herramenn áttu það sameiginlegt að koma frá stríðshrjáðri Evrópu og færa þungbúinn þankagang þeirrar menningar inní amerískar kvikmyndir með afgerandi hætti. Ida Lupino, Anthony Mann, Nicholas Ray og Samuel Fuller eru sömuleiðis gerð góð skil í þessu samhengi. Fimmti og síðasti hlutinn, “Leik- stjórinn sem helgimyndabrjótur” (The Director as Iconoclasf) segir af þeim sem sigla gegn venjum og hefðum og láta sér ekki segjast; óþekktarormunum sem kunna ekki að skammast sín. Þarna eru rómanbkermn Eric Von Stro- heim sem syrgði glatað sakleysi á of ögrandi hátt fyrir hræsnisfulla siða- postula síns tíma; Wilhatn Wellman sem innleiddi félagslega meðvitund í kvik- myndir kreppuáranna; stílistinn Joseph Von Sternberg sem gerði gyðju úr Marlene Dietrich með draumkenndum fantasíumyndum sínum; byltingar- maðurinn Orson Welles sem reyndist of ástríðufullur og ögrandi fyrir Hollywoodkerfið; Elia Kazan sem hóf aðförina að ritskoðunar- reglum kvikmyndaborgar- innar (The Hays Code) á árunum eftir seinna stríð; Otto Preminger sem var fremstur meðal jafningja í að korna ritskoðuninni á kné með myndum sem tóku á málum sem áður höfðu verið til hlés, eins og eitur- lyfjaneyslu, samkynhneigð og pólitískri spillingu; anar- kistinn Alexander McKend- rick, hvers Sweet Smell of Success (1957) er óvið- jafnanleg úttekt á kúgun, hræsni og undirlægjuhætti á ntiðjum McCarthy-tímanum; hinn ávallt ósvífni Billy Wilder setn aldrei þreyttist á að. úrbeina gildismat banda- rísks samfélags og taldi “góðan smekk” vera annað hugtak yflr ritskoðun (“Ég er ásakaður um að vera grófur. Það er bara betra. Það sannar að ég er í tengslum við lífið” (bls. 154)); sálkönnuðurinn Stanley Kubrick sem gjaman tekst á við kynhegðun og aðrar flækjur mannskepnunnar með nákvæmri og miskunnarlausri greiningu og að lokum rússibaninn John Cassavetes sem ávaht slengdi til- finningunum harkalega framan í áhorfendur. Scorsese bendir á að helgimyndabrjótarnir samanstanda af sjáendunum, brautryðjendunum og hð- hlaupunum sem buðu kerfinu opinskátt byrginn og víkkuðu hstformið. “Oft biðu þeir ósigur; stundum tókst þeirn að fá kerflð til að vinna fýrir sig. Hollywood hefur alltaf átt í ástar-haturssambandi við þá sem brjóta reglurnar, hefur þá upp th skýjanna eina stundina en vísar þeim í ystu myrkur þá næstu” (bls. 136). Þessi ummæli gætu vel átt við Scorsese sjáhan. Hið helga og hið vanhelga í niðurlaginu líkir Scorsese kvik- myndinni við trúarlega reynslu; eftir að hafa vhjað verða prestur þegar hann var yngri, fann hann köllun sína í kvik- myndunum. “Ég sé ekki andstæður milh trúar og kvikmynda, hins helga og hins vanhelga. Auðvitað er ýmislegt sem skhur á mihi, en ég get hka séð hkindi með kirkju og kvikmyndahúsi. Á báðum stöðum kemur fólk saman til að deila sameiginlegri reynslu. Ég trúi því að andlega reynslu sé að finna í kvikmyndum, þó hún komi ekki í stað trúar. Ég hef komist að því gegnum tíðina að margar kvikmyndir höfða til hins andlega í náttúru mannsins, allt frá Intolerance Griffiths, gegnum Grapes of Wrath John Fords, Vertigo Hitch- cocks til 2001 Kubricks... og svo margar heiri. Það er eins og kvikmyndir hafi svarað hinni ævafornu leit okkar að sameiginlegu algleymi. Þær uppfylla hina andlegu þörf fólks til að deila sameiginlegum minningum” (bls 166). Þetta góða verk, hvort sem er heimildarmyndin eða bókin, er heillandi sýn á kvikmyndasöguna. Kemur þar tvennt th; persónuleg viðhorf Scorsese til sögunnar sem birta les- andanum ferskan skilning á samhengi hennar og samspili ólíkra þátta; og endurspeglun þessara viðhorfa í verkum hans sjálfs, sem undirstrikar hin sígildu sannindi að til þess að vita hvert þú átt að fara, verður þú að vita hvaðan þú kemur. 10 Land&syra/

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.