Land & synir - 01.11.1999, Blaðsíða 4
A hvað horfum við í sjónvarpi?
Ásgrímur Svemsson gluggar ífjölmiðlakönnun Gallup
ÁHORFS- og fjölmiðlakannanir á veg-
um Gallup eru framkvæmdar hér á landi
a.m.k. tvisvar á ári. Þetta er fyrst og
fremst markaðssetningartól fyrir auglýs-
ingamarkaðinn en í leiðinni gefa þessar
kannanir mynd af smekk al-
mennings á sjónvarpsefni. Fyrir
auglýsendur skiptir ekki endi-
lega mestu máli að sem flestir
horfi, frekar er spurt um aldurs-
samsetningu og aðra markhópa.
Fyrir okkur í kvikmynda- og
sjónvarpsgeiranum er hinsvegar
forvitnilegt að skoða það sem
mestra vinsælda nýtur hjá þjóð-
inni. Hinsvegar verður að segjast að ís-
lenska dagskráin er óvenju mögur þetta
haustið og einhvern veginn lenti það svo
að könnun þessi náði ekki til þess litla
leikna sjónvarpsefnis af innlendum toga
sem sýnt hefur verið.
Fréttir vinsælasta
dagskrárefnið
Þegar litið er yfir nýjustu könnun Gallup
sem framkvæmd var í október síðast-
liðnum, kemm' í ljós að fréttir sjónvarps-
stöðvanna (Sjónvarpsins og Stöðvar 2)
eru vinsælasta efnið með um 35% meðal-
áhorf. Ekki er sjáanlegur munur á stöðv-
unum á virkum dögum en Sjónvarpið
hefur ögn betur um helgar. Einnig kem-
ur í ljós að áhorf á fréttir eykst í réttu
hlutfalli við aldur.
Sjónvarpið hefur þannig týnt niður
því forskoti sem það hafði á Stöð 2, en
aftur á móti virðist sem því hafi tekist að
stöðva hið stöðugt minnkandi áhorf sem
hefur verið áberandi á síðustu misserum.
í þeim skilningi virðist færsla á frétta-
tímanum hafa verið vel heppnuð varnar-
aðgerð.
íslenska dagskráin
Spurningaþátturinn ...þetta helst ber
höfuð og herðar yfir annað íslenskt sjón-
varpsefni en um þriðjungur þjóðarinnar
situr vikulega yfir sprelli Hildar Helgu
og félaga. Þátturinn er þó jafn áhuga-
verður fyrir eldra fólkið eins og hann
þykir lítt spennandi í yngstu aldurshóp-
unum. Á hæla hans kemur fjöllistaþátt-
urinn Stutt í spunann, handhafi nýlegra
Edduverðlauna fyrir besta sjónvarps-
þáttinn, með um 27% áhorf. Hjálmar
Hjálmarsson hefur nú tekið við af Evu
Maríu Jónsdóttur sem aðalumsjónarmað-
ur þáttarins og um leið hefur hann
breytt nokkuð um áherslur. Endursýn-
ingar á Heilsubælinu í Gervahverfi hafa
greinilega kreist fram gömul bros á and-
litum tæplega fjórðungs landsmanna og
magasínþátturinn ísland í dag á Stöð 2
er með um 20% meðaláhorf, eða svipað
og ellefufréttir Sjónvarpsins og kvöld-
fréttir Stöðvar 2 sem lögðu upp laupana
þegar morgunsjónvarp Stöðvar 2 hófst.
Sigmar B. Hauksson er skammt undan
með spjall- og matreiðsluþátt
sinn Eldhús sannleikans og tæp-
lega 19% meðaláhorf. Heimildar-
sería Stefáns Jóns Hafsteins,
Sögur af landi, um ástandið á
landsbyggðinni og matreiðslu-
þáttur Sigga Hall eru svo á svip-
uöum slóðum með um 16% með-
aláhorf hvor þáttur. Menningar-
þættimir Mósaík í Sjónvarpinu
og Kristall á Stöð 2 eru með 10% og 5%
áhorf hvor um sig, barnaþættirnir
Stundin okkar (Sjónvarpið) og Með afa
(Stöð 2) með 5% og tæp 2% hvor. Partí-
prógrammið Með hausverk um helgar
er með tæp 4% og helgarsport Sjón-
varpsins tæp 14%. Sunnudagsleikhúsið
hefur ekki verið í gangi á þessari vetr-
ardagskrá en fyrirhugað er að hefja
sýningar á þeim vettvangi eftir áramót.
Áhorf Sunnudagsleikhússins mun hafa
verið í kringum 30% á síðastliðnum
vetri þannig að ljóst er að efnið nýtur
mikilla vinsælda.
Sú var tíðin...
Þessar áhorfstölur á innlendu efni eru
kannski viðunandi hvað varðar vinsæl-
ustu þættina. Hinsvegar eru þeir langt
frá þeim glæstu tölum sem Hemmi
Gunn og Spaugstofan á velmektarárun-
um náðu. Skemmtiþáttur Hemma mun
hafa náð um 70% áhorfi þegar mest var
og Spaugstofan vel yfir helmingi þjóð-
arinnar. Með fjölgun sjónvarpsstöðva og
fleiri tómstundatækifærum mátti auð-
vitað búast við minni tölum, en ljóst er
að áhorf á menningarþættina er ekki
mjög gott. í því sambandi má minna á
að áður var það efni sem nú er í Mósaík
til sýnis í Dagsljósi sem hafði að jafnaði
um og yfir 30% áhorf. Einnig hlýtur að
sæta furðu að Stöð 2 skuli stilla Kristal
upp gegn vinsælasta íslenska þættinum,
...þetta helst og skýrir það kannski hið
litla áhorf sem þessi annars vel gerði
þáttur fær.
Skjár einn hóf göng-u sína í október
og hefur greinilega fengið hljómgrunn á
því svæði sem stöðin nær til, Reykjavík
og nágrenni, er þar með um 28% meðal-
áhorf og sjálfsagt enn hærra þegar
þeirra markhópur (15-39 ára) er reikn-
aður eingöngu. Efni stöðvarinnar bygg-
ist að miklu leyti á innlendri dagskrá og
virðast þeir nokkuð jafnir í áhorfi þó að
Silikon og Nonni sprengja séu fremst
meðal jafningja.
framkvæmdastjóri Sænsku kvikmynda-
stofnunarinnar. Kleveland er norsk og
raunar mjög þekkt í hinu norræna menn-
ingarlífi eftir að hafa verið menningar-
málaráðherra Noregs svo árum skipti.
Hún er talin eiga heiður af uppbyggingu
Norsku kvikmyndastofnunarinnar fyrir
allnokkrum árum og horfði kvikmynda-
fólk í Noregi á eftir henni með eftirsjá úr
ráðherrastóli þegar núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum.
Það vefst sem sé ekki fyrir Svíum að
ráða Norðmann sem yfirmann kvik-
myndamála í landinu. Ráðning Áse
Kleveland kemur í kjölfarið á endurnýj-
un samnings um Sænsku kvikmynda-
stofnunina, sem gilda mun til ársins
2005. Svíar búa við svo heilbrigt og öf-
undsvert landslag í kvikmyndamálum að
öll helstu samtök eða stofnanir á sviði
kvikmynda gera með sér samning um
rekstur Sænsku kvikmyndastofnunar-
innar. Er þá ekki aðeins átt við ríkisvald-
ið, framleiðendur, sjónvarpsstöðvar og
aðra sem koma að framleiðslu á kvik-
myndaefni, heldur taka dreifingaraðilar,
bæði í kvikmyndahúsum og á mynd-
bandi, þátt í þessari fjármögnun. Hvern-
ig skyldu eigendur myndbandaleiga á ís-
landi taka því að fjármagna Kvikmynda-
sjóð íslands?! Sænskir kollegar gera það
af sinni ræktarsemi við sænska kvik-
myndamenningu, enda má færa rök fyrir
því að þegar til lengri tíma er litið, muni
slík ráðstöfun skila sér í öflugri kvik-
myndamenningu yngri kynslóðarinnar
og þar með framtíðar áhorfendum í kvik-
myndahúsum og af myndböndum. Við
þetta má bæta, að þetta form hefur verið
kennt við Bo Jonsson, meðframleiðanda
Hrafns Gunnlaugssonar til margra ára.
Nýi samningurinn er ekki aðeins stað-
festing á áframhaldandi kerfi í Svíþjóð,
heldur gefur hann kvikmyndastofnuninni
nýtt líf með verulegri aukningu á fjár-
munum. Þannig munu heildarútgjöld
stofnunarinnar aukast í um átta millj-
arða króna á ári.
Athygli vekur að helsti fjármögnun-
araðili Sænsku kvikmyndastofnunarinn-
ar er Sænska ríkissjónvarpið. Þannig er
hlutur þess alls á fjórða milljarð króna á
ári. Þessi ráðstöfun er líka mjög rökrétt,
þar sem litið er það sem eitt helsta hlut-
verk ríkissjónvarpsins að stuðla að fram-
leiðslu innlends kvikmyndaefnis. Og inn-
lendar kvikmyndir eru auðvitað besta
sjónvarpsefni sem völ er á.
Innan Sænsku kvikmyndastofnunar-
innar starfa fimm konsúlentar og hefur
hver þeirra ákveðið verksvið. Tveir
þeirra starfa á sviði leikinna kvikmynda,
en aðrir veita fé til barnamynda, stutt-
mynda eða heimildarmynda. Miðað við
stærð og umfang sænska kvikmynda-
heimsins má segja að þetta sé ekki fjöl-
mennt lið og að hver þeirra hafi talsverð
völd og starfi því á afar gagnsæjan hátt,
sem er auðvitað kostur konsúlentakerfis-
ins.
4 Lsmd&symr