Land & synir - 01.11.1999, Blaðsíða 12
Höfundasjóður
Félags
kvikmynda-
gerðarmanna
Félag kvikmyndagerðarmanna óskar eftir
umsóknum vegna úthlutana úr höfunda-
sjóði félagsins fyrir verk sem sýnd voru í
sjónvarpi ó órunum 1997 og 1998.
Samkvœmt gerðardómi IHM eiga réft til
úthlutunar kvikmyndastjórar (ekki leikið
efni), kvikmyndatökumenn, klipparar,
hljóðhöfundar og Ijósamenn
Með umsókn skal fylgja skró yfir birt verk
og þar skal koma fram titill myndar, vinnu-
framlag, lengd myndar og sýningartími.
Þessi úthlutun tekur til verka sem sýnd voru
1997- 1998.
Jafnt félagsmenn FK sem og að rir
höfundar geta lagt inn umsóknir.
Höfundum leikmynda er bent ó Myndstef,
höfundum handrita ó Rithöfundasam-
bandið og leikstjórum leikinna mynda ó
Samtök kvikmyndaleikstjóra vegna höf-
undagreiðslna.
Umsóknir skulu berast Félagi kvikmynda-
gerð armanna,
Pósthólf 5162, 125 Reykjavík fyrir
15. janúar 2000
Stjórn Félags kvikmyndagerð armanna.
Að mati Árna snýst því pólsk kvik-
myndagerð um það nú um stundir að búa
til grín- eða hasarmyndir í anda banda-
rískrar kvikmyndagerðar, allt í einu eigi
Pólverjar sér sinn “pólska Bruce Willis”.
“Það eru einhverjir tveir eða þrír ungir
kvikmyndagerðarmenn sem eru að
reyna að gera eitthvað öðruvísi. En þeir
fá bara engan séns.” Ekki bætir úr skák,
að sögn Árna, að klíkuskapur við úthlut-
un þess fjármagns sem þó er veitt til
kvikmyndagerðar er allsráðandi. Hann
kveðst þó vona að pólsk kvikmyndagerð
taki við sér, menn séu um þessar mundir
kannski örlítið villtir, viti ekki alveg hver
viðfangsefni pólskra bíómynda eigi að
vera, hvað felist eiginlega í hugtakinu
“pólskar bíómyndir”; en ekki sé útilokað
að þessi leit skili árangri og að mönnum
takist að sameina gróðaþörfina og list-
rænan metnað.
Hyggst reyna fyrir sér í
Kaupmannahöfn
Árni hefur á sumrin starfað við ýmis
verkefni hér heima, m.a. við gerð sjón-
varpsþáttanna Sporðaköst. “Ég hef yfir-
leitt bara verið á launaskrá hjá vinum
mínum, sem er alveg ágætt,” segir hann.
í sumar var hann aðstoðarleikstjóri við
gerð myndarinnar “Islenski draumur-
inn”, sem tekin var í júlí og ágúst en Ró-
bert Douglas leikstjóri leitaðist þar við
að vinna mynd í fullri lengd upp úr stutt-
mynd sem hann hefur áður hlotið verð-
laun fyrir á stuttmyndahátíðum hér
heima. Júlíus Kemp framleiðir en mynd-
in er að fullu fjármögnuð af einkaaðilum.
Hvað tekur við að náminu loknu
kveðst Árni hins vegar ekki getað sagt
til um. “Ég hef verið að borga talsvert
há skólagjöld og ég þarf því auðvitað að
borga skuldir og svona. Maður verður
því bara að finna sér einhverja vinnu.”
Hann kveðst hafa uppi áform um að
halda til Kaupmannahafnar í þessu
skyni.
“Ég nenni ekki að vera í Póllandi,
þótt ég vilji kannski hafa þar annan fót-
inn af því ég er nú búinn að vera þar í
fimm ári og á mína vini og svo framveg-
is. Mig langar svolítið heim en ég er voða
smeykur að hér bíði mín ekki mikil tæki-
færi. Kaupmannahöfn er þá kannski
svona málamiðlun að svo
stöddu. Kannski tekst mér þar að borga
einhverja reikninga og lifa af kvik-
myndagerð. Svo getur maður verið að
skrifa einhver draumaverkefni í frí-
stundum.”
VIÐBÓT
í síðasta hefti L&S féllu niður tvö nöfn úr
kreditlista kvimyndarinnar Fíaskó:
Annar aðstoðarleikstjóri var Gagga og annar
Ijósamaður var Hálfdán Theódórsson.
12 Land&synir