Land & synir - 01.11.1999, Blaðsíða 13
FRIÐRIK ÞÓR og starfsfólk Englanna við upptökur í Bankastræti. Ingvar stendur fyrir framan vélina.
Englar alheimsins
FRIÐRIK Þór Friðriksson mun frum-
sýna sjöttu bíómynd sína, Engla al-
heimsins, þann 1. janúar næstkomandi.
Myndin er byggð á samnefndri verð-
launaskáldsögu Einars Más Guðmunds-
sonar, sem jafnframt gerir handrit
myndarinnar ásamt Friðriki Þór.
í myndinni er sögð þroskasaga Páls
(Ingvar E. Sigurðsson), sem þjáist af
geðsjúkdómi og viðbrögðum umhverfís-
ins við honum. í upphafi kynnumst við
fjölskyldu hans, æskuvini og stúlkunni
sem hann elskar (Halldóra Geirharðs-
dóttir), en fylgjum honum seinna inn á
Klepp. Á geðspítalanum koma við sögu
sálufélagar hans, Óli bítill (Baltasar Kor-
mákur), sem heldur að hann hafi samið
öll bítlalögin og sent Bítlunum þau sem
hugskeyti, Viktor (Björn Jörundur) sem
stundum breytist í Hitler en ber með sér
vissa menntun og fágun og Pétur (Hilm-
ir Snær Guðnason), herbergisfélagi Páls,
sem farið hefur yfir um á sýru og trúir
því að hann hafi skrifað doktorsritgerð
um Schiller í Kína.
Tökur myndarinnar fóru fram í
Reykjavík og nágrenni nú síðsumars en
verkið hefur verið í vinnslu í á sjötta ár.
Aðspurður um tilurð verksins segir
Friðrik að hann hafi vitað að sagan yrði
gott efni í kvikmynd þegar Einar hófst
handa við ritun skáldsögunnar. Þetta er
þriðja bíómyndin sem þeir Einar vinna
saman, hinar voru Börn náttúrunnar og
Bíódagar.
Rjóminn af karlleikurum landsins af
yngri kynslóðinni leikur “Englagengið”,
þeir Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær
Guðnason, Baltasar Kormákur og Björn
Jörundur Friðbjörnsson. Ennfremur
eru Halldóra Geirharðsdóttir og Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir í stórum hlut-
verkum.
Kostnaður við myndina nemur tæp-
um tvö hundruð milljónum króna.
Framleiðandi er Islenska kvikmynda-
NYJAR MYNDIR
ENGLAR ALHEIMSINS
' Leikstjóri Friðrik Þór Friðriksson
Handrit Einar Már Guðmundsson
Kvikmyndataka Harald Gunnar Paalgard
Framkv.stj./Framleiðandi Hrönn Kristinsdóttir
Leikmyndahönnuður Jón Steinar Ragnarsson
Búningahönnuður Helga Stefánsdóttir
Hljóðhönnuður Kjartan Kjartansson
Klippíng Sigvaldi J. Kárason
Skule Eriksen
Tónlist Hilmar Örn Hilmarsson
Aðst. leikstjórar Fahad Falur Jabali
María Sigurðardóttir
Annar aðst. leikstjóri Gagga
Leikmunameistari Guðrún A. Óskarsdóttir
Aðst. leikmyndahönnuður Þórir Marrow Theódórsson
Hljóðmaður Birgir Mogensen
Hár og förðun Ragna Fossberg
Skrifta Helga Jónsdóttir
Aðst. búningahönnuður María Valsdóttir
Rafvirki Sigurður Steinarsson
Helstu leikarar Ingvar E. Sigurðsson
Baltasar Kormákur
Björn J. Friðbjörnsson
Hilmir Snær Guðnason
Halldóra Geirharðsdóttir
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Theódór Júlíusson
Sara Mikaelsdóttir
Friðrik Steinn Friðriksson
samsteypan í samvinnu við Zentropa í
Danmörku, Peter Rommel í Þýskalandi og
Filmhuset í Noregi, auk þátttöku sjón-
varpsstöðvanna ZDF og ORB í Þýskalandi
og ARTE í Frakklandi.
Auk íslenska kvikmyndasjóðsins
styrktu Eurimages, Norræni sjóðurinn,
Norska kvikmyndastofnunin og þýski sjóð-
urinn Nordhreine Westfalen verkefnið.
101 Reykjavík
BALTASAR Kormákur hefur komið
víða við á fremur stuttum ferli. Hann er
einn vinsælasti og virtasti leikari íslands
jafnt á sviði sem og í kvikmyndum, hann
hefur leikstýrt tíu leikhúsuppfærslum,
hér heima sem erlendis og stofnaði við
annan mann leikhúsið Loftkastalann. Sem
leikstjóri hefur hann sýnt fádæma fjöl-
breytni og virðist jafnfær á að setja upp
létta söngleiki á borð við Hárið og Rocky
Horror, sem og þyngri og listrænni verk
eins og Hamlet og Leitt hún skyldi vera
skækja. Nú rær Baltasar hinsvegar á ný
mið, því 101 Reykjavík er frumraun hans
á sviði kvikmyndaleikstjórnar og gerði
hann jafnframt handrit að myndinni.
Myndin er byggð á skáldsögu Hall-
gríms Helgasonar og er svið þessarar
svörtu kómedíu tryllt skemmtanalíf
Reykjavíkur nútímans. Söguhetjan, eða
réttara sagt andhetjan, er Hlynur, ungur
maður í tilvistarkreppu. Hann nýtur
þess að búa á Hótel Mömmu og lifa hinu
þrönga og tilbreytingalitla lífi glaums og
gleði í miðbæ Reykjavíkur, á póstsvæði
101. í stöðugri leit sinni að nýjum og
æsilegri rekkjunautum lendir hann loks í
rúminu með konu sem hann kemst síðar
að raun um að er ástkona móður sinnar,
konu sem hugsanlega ber barn hans und-
ir belti.
Það er Hilmir Snær Guðnason sem
Land&syrar 13