Land & synir - 01.11.1999, Blaðsíða 7
Anna G. Magnúsdóttir:
Konsúlentarnir geta miðlað samböndum
Gallarnir við úthlutunarkerf-
ið, eins og það hefur verið
heima að minnsta kosti, eru
þeir að það er ekki hægt að
sækja um nema einu sinni á
ári og það er ekki hægt að
ræða við mennina í nefndinni
eða þróa verkefnin áfram í
samtali við neinn. Maður
bara sendir inn umsókn og
fær síðan svar. Ef maður fær
ekkert þarf að bíða í heilt ár.
Þetta er mjög erfitt vegna
þess að til að geta stundað
framleiðslu af einhverju viti
þá verður maður að hafa ein-
hverja samfellu.
Hvernig hefur sænska kon-
súlentakerfið reynst þér?
Mjög vel, sérstaklega fyrst.
Þegar ég kom hingað, 1993,
var Sænska Kvikmyndastofn-
unin nýbúin að koma nýju
formi á fjárveitingar til kvik-
myndagerðar til að stuðla að
því að koma á iðnaði, að koma
á samfelldari kvikmynda-
framleiðslu. Áður hafði hún
verið með nefndir og fram-
leitt sjálf. Konsúlentarnir fá
hver sína fjárveitingu og
styrkja verkefni að eigin vali,
það sem þeir hafa persónu-
lega trú á. En samt sem áður
þurfa skýrar samskiptareglur
að vera fyrir hendi. Fyrstu
konsúlentarnir sáu til þess að
fyrir væri teymi, höfundur
eða leikstjóri og framleið-
andi. Slíkt teymi þarf að
vera fyrir hendi til að hægt
sé að þróa verkið samhliða,
annarsvegar
handritið og
hinsvegar að
þróa sjálft
verkefnið og
fjármagna
það. Það er
mjög mikil-
vægt að
þetta tengist. En síðar hafa
verið að taka við konsúlent-
ar sem hafa verið að slíta
þetta í sundur, þennan þrí-
hyrning. Þá eru í raun færri
verkefni sem komast áfram.
Það hafa miklir peningar far-
ið í handrit en það gerist
ekkert með handritin vegna
þess að þau eru ekki tengd
framleiðslueiningunum.
Hafa konsúlentar í Sviþjóð
fengið á sig gagnrýni úr
bransanum fyrir klíkuskap?
Nei, það hefur ekki mikið
borið á því. Hinsvegar hefur
maður heyrt - það er náttúr-
lega alltaf kjaftað - að sum-
um framleiðendum hafi verið
settur stóllinn fyrir dyrnar.
Ég veit ekki hvað er mikið
til í því. Þetta er náttúrlega
rosalega erfitt starf. Þetta er
ekki starf sem gerir nokkurn
mann vinsælan. Fremur en
að vera í úthlutunarnefnd.
En konsúlentakerfið er samt
betra kerfi vegna þess að
þetta eru menn sem eru í
fullri vinnu og geta verið
tengiliðir milli fólks.
Tengiliðir milli hverra,
framleiðenda og leikstjóra?
Já, til dæmis, þeir geta miðl-
að samböndum. Allt byggist
þetta á persónulegum sam-
böndum. Konsúlentarnir
sitja á sínum stað, sitja í
Kvikmyndastofnuninni á
hverjum degi og þeir eru í
miklum tengslum við brans-
ann.
íslenskir kvikmyndagerðar-
menn virðast ekki hafa
mikla trú á að það finnist
hæftfólk til að gegna þessu
starfi.
Ég er viss um að það finnst
hæft fólk á íslandi ef sett eru
skýr markmið um hvernig
þetta eigi að virka. Það er
með þetta eins og annað, það
eru til vandaðar manneskjur
og manneskjur sem eru ekki
svo vandaðar, svona etískt
og allt það. Það sem mér
finnst skipta mestu máli fyr-
ir konsúlent er að hann hafi
góða yfirsýn yfir bransann,
geti fúnkerað sem viðmæl-
andi og hafi einhverja sýn á
það hvernig megi styrkja
iðnaðinn. Og að hann geti
hjálpað fólki til að finna leið-
ir. Það sem mér finnst vera
vandamálið hér, stundum, er
að konsúlentana skortir lang-
tímamarkmið gagnvart iðn-
aðinum. Það finnst mér vera
aðalmarkmiðið þegar verið
er að byggja upp svona kerfi,
ekki bara horfa á eitthvað
einstakt verkefni, einstakt
ár, einstakan leikstjóra. Per-
sónulega finnst mér það líka
vera mikilvægur eiginleiki
hjá konsúlenti að geta gefið
skýr og greinargóð svör og
það fljótt. Já eða nei og ef
það er já, undir hvaða kring-
umstæðum þá og hvaða skil-
yrði þurfi að uppfylla og
hvenær. Konsúlent sem get-
ur gert þetta stuðlar að því
að gera alla vinnu í bransan-
um faglegri og skilvirkari,
alla forvinnuna og skipulagið
fyrir kvikmyndagerð.
Anna G. Magnúsdóttir er framleiðandi i
Stokkhólmi. Fyrirtæki hennar, Little Big
Productions, hefur framleitt heimildar-
myndir, stuttmyndir og bíómyndir og er
nú að þróa „sit-com" fyrir sjónvarp.
Þorfinnur Guðnason:
Það þyrfti tvo konsúlenta hið minnsta
Konsúlentakerfið yrði mun
skilvirkara en úthlutunar-
nefndakerfið, einfaldlega
vegna þess að umsóknartím-
inn yrði þá allan ársins hring.
Það gefur líka kost á sam-
vinnu milli umsækjenda og
konsúlenta sem er ekki fyrir
hendi í þessu úthlutunar-
nefndakerfi. Menn væru þá
ekki að eyða allri þessari
orku í umsóknir sem eru fyr-
irfram dauðadæmdar því að
konsúlentarnir eru í og með
leiðbeinendur á frumstigi
hugmynda og jafnvel á með-
an handritið er að mótast.
Það sem er líka dálítið spenn-
andi við þetta konsúlenta-
kerfi eru áherslurnar sem
menn koma með inn í störfin.
Þetta getur reyndar verið
fremur neikvætt líka. Við
þekkjum það til dæmis úr
Norræna sjóðnum þegar Dag
Alveberg fór að leggja mikla
áherslu á „commercial” gildi
kvikmynda. Þetta fer nefni-
lega allt eftir því hver situr
við stjórnvölinn.
Ákvarðan-
vniar endur-
spegla per-
sónulegan
smekk, það
er óhjá-
kvæmilegt.
Akkúrat. En það sem mælir
með konsúlentakerfinu er að
umsóknartíminn dreifist yfir
allt árið. Eins og er sitja
menn oft auðum höndum og
bíða með öndina í hálsinum í
marga, marga mánuði. Þessi
tímafaktor skiptir miklu máli
upp á framleiðsluna að gera.
Uthlutunarnefndirnar fá 20-
30 umsóknir bara vegna
framleiðslu á bíómyndum, við
erum að tala um 2-3 þúsund
blaðsíður lágmark, plús það
að fara ofan í saumana á
kostnaðaráætlunum, plús all-
ar hinar umsóknirnar. Ég
held að þetta sé alltof mikil
vinna á alltof stuttum tíma.
Treystir þú konsúlenti til að
lesa allar umsóknir
vandlega?
Ég mundi segja að það þyrfti
tvo konsúlenta í það minnsta.
Og að þeir skipti með sér
verkum, eitthvað svipað og
þeir gera í Norræna sjóðn-
um.
Hver telurðu að sé helsti
ókosturinn við að hafa
konsúlenta?
Ef það er eitthvað, þá er það
sú staðreynd að þetta er svo
lítið samfélag. Og því hætta á
öfund og klíkuskap. En ég
held að þetta sé mun betra
kerfi og að kostirnir við það
séu miklu fleiri en ókostirnir.
' "Ti Porfinnur Guðnason er kvikmyndatöku-
J . f maður og framleiðandi. Hann gerði nátt-
úrulifsmyndirnar Húsey og Hagamúsin
a —, * og er nú að vinna að langri heimildar-
Land&symr 7