Land & synir - 01.11.2006, Blaðsíða 11

Land & synir - 01.11.2006, Blaðsíða 11
FÉLAG KVIKMYNDAGERÐARMANNA 40 ÁRA • Félag kvikmynda- gerðarmanna er heildarsamtök kvik- myndagerðarmanna og stendur vörð um hagsmuni þeirra og höfundarrétt. Félag- ið er opið öllu fagfólki í kvikmynda- gerð. • FK heldur úti vefsvæðinu www.filmmakers.is þar sem félags- menn geta meðal annars fengið lögfræðiráðgjöf. • FK heldur reglulega félagsfundi þar sem hagsmunamál kvikmynda- gerðarmanna eru rædd og farið yfir það sem efst er á baugi I faginu. • FK er einn þriggja eigenda Islensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar (ÍKSA). Viðamesta verkefni Akademfunnar er hin árlega Edduhátíð. • FK hefur gefið út tímaritið Land & syni frá árinu 1995. Blaðið er málgagn kvikmyndagerðarmanna og vettvangur umræðu og upplýsinga um hvaðeina sem snýr að faginu. Land & synir er nú gefið út af Islensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunni sem jafnframt heldur úti vefnum www.logs.is þar sem birtar eru fréttir og upplýsingar sem tengjast kvikmynda- og dagskrár- gerð. • FK er aðili að Innheimtumiðstöð gjalda (IHM) sem innheimtir gjald af óáteknum myndböndum til að bæta skaða á höfundarrétti sem höfund- ar verða fyrir vegna upptöku á efni sýndu f sjónvarpi. Tekjum FK úr IHM er ráðstafað gegnum Höfunda- sjóð FK. • FK er einn af stofnendum Kvik- myndahátíöar í Reykjavík sem er elsta kvikmyndahátíð á Norðurlönd- um. Hátfðin hefur 1 gegnum tfðina veitt íslendingum innsýn f margt af þvf sem athyglisverðast er f kvik- myndagerð samtfmans. • FK setti á stofn alþjóðlegu stutt- og heimildamyndahátíðina Reykjavfk Shorts and Docs. Á hátfðinni eru sýndar heimilda- og stuttmyndir hvaðanæva úr veröldinni ásamt þvf sem best er gert á þessu sviði hér á landi. • FK á fulltrúa f stjórn Filmkontakt Nord sem stendur að heimilda- og stuttmyndahátfðinni Nordisk Pano- rama. Hátfðin er haldin á Islandi á 5 ára fresti. I tengslum við hátfðina er Nordisk Forum, en það er vett- vangur þar sem framleiðendum heimildamynda gefst tækifæri til að kynna verk sín fyrir erlendum sjón- varpsstöövum. • FK á fulltrúa f stjórn MEDIA upp- lýsingaskrifstofunnar á Islandi sem er þróunaráætlun Evrópusambands- ins og miðar að þvf að styrkja fram- leiðslu kvikmynda f Evrópu. • FK er aðili að fulltrúaráði Listahát- fðar f Reykjavík. • FK er aðili aö Bandalagi íslenskra listamanna og á fulltrúa f stjórn þess. • FK á fulltrúa f Kvikmyndaráði sem er stjórnvöldum til ráðgjafar um kvikmyndamál og er umsagnaraðili um ráðningu forstöðumanns Kvik- myndamiðstöðvar. Félag kvikmynda- gerðarmanna var f forustu barátt- unnar fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs sem var undanfari Kvikmyndamið- stöðvar Islands. 40 ár - 40 kvikmyndir Félag kvikmyndagerðarmanna er 40 ára á þessu ári og í tilefni afmælisins tók stjórn félagsins ákvörðun um að sleppa hefð- bundnum hátíðahöldum en reyna þess í stað að stuðla að eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar með því að vekja athygli á þeim skorti sem hér er á leiknu efni í sjónvarpi. í stað þess að kvarta meira en orðið er undan þessu ástandi var ákveðið að reyna að sýna jákvæða hlið málsins með því að stuðla að framleiðslu á slíku efni - þótt í smáum stíl væri. Við buðum 40 leikstjórum að gera eina einnar mínútu langa kvik- mynd hver. Efni myndanna var algerlega frjálst og eina skilyrðið að um leikna kvikmynd væri að ræða. Er skemmst frá því að segja að undirtektir kvikmynda- gerðarmanna voru einstaklega góðar og það skapaðist mjög skemmtilegur andi í kringum þetta verk. Það hefur verið einstaklega gaman að sjá og heyra af fólki út um allt í bransanum vinna saman að þessu verki og ekki spurning að það er pláss fyrir fleiri hugmyndir af þessu tagi. Kvikmyndamiðstöð íslands styrkti Mínútumyndirnar og Sjónvarpið keypti sýningarréttinn í sjónvarpi og er ætlunin að þær verði sýndar í Kastljósi. Kvikmynda- fýrirtækin Pegasus, Spark, Saga film og Upptekið styrktu einnig verkefnið. Mínútumyndirnar hafa gefið kvikmyndagerðar- mönnum tækifæri til að vinna saman að því marki að auka hlut leikins efnis í sjónvarpi á íslandi. Með því að þjóðin fái að sjá svo fjölbreytta flóru leikins efnis getum við vonandi opnað fleiri augu fýrir þeim möguleikum sem við eigum ónýtta á þessu sviði - og aukið áhuga yfirvalda og almennings á íslenskum kvikmyndum. € € •/ Björn B Björnsson, formaður FK. 40 MÍNÚTUMYNDIR FK 1966-2006 gp b?h5 ksfb mm ms* ssæ mm *!»w as?aa bshk essss k:« mæ smta mtz mm B8ísa sms h*ss asnu mte ssœ w sm mm mm ísiís ms mm LEIKSTJÓRAR MÍNÚTUMYNDA: i Anna Rögnvaldsdóttir/Nálgunarbann • Ari Alexander Ergis Magnússon/Hún talar íslensku • Ágúst Guðmundsson/íslenskt bíó • Árni Óli Ásgeirsson/ Rispur 1. þáttur • Ásdís Thorodd- sen/Á þjóðvegi 48 • Ásgrímur Sverrisson/Samræða • Ásthildur Kjartansdóttir/Hettan • Balt- asar Kormákur/Blátt áfram • Björn B Björnsson/02 • Böðvar Bjarki Pétursson/Kysstu mig eins og Paul... • Dagur Kári Pétursson/Píanó • Egill Eðvarðsson/Maöurinn er hluti af náttúrunni • Erla B. Skúladóttir/Plús/mínus • Guðjón Jónsson/Klór • Gulli Maggi/Einu sinni var núna... • Gunnar Björn Guðmundsson/Eldmóður • Gunnar Karlsson/Kvak • Helena Stefánsdóttir/ Gjöf • Helgi Sverrisson/S • Hilmar Oddsson/27.09.06. Venjulegur dagur • Jón Egill Berg- þórsson/Þráður • Jakob Frímann Magnússon/Föðurlandsins freyja • Júlíus Kemp/Sykurpúði • Katrín Ólafsdóttir/Shortari • Kristín Jóhannesdóttir/Col tempo • Lárus Jónsson/Leikstjórinn • Lárus Ýmir Óskarsson/Perla • Markell/Fegurð hins smáa • Marteinn Þórsson/Rispur 4. þáttur • Ólafur Jóhannesson/Tandurhreint • Óskar Jónasson/Dagsverk • Reynir Lyngdal • Rispur 3. þáttur • Róbert Douglas/Karlmenn eru ekki kerlingar • Rúnar Rúnarsson/Svipmynd • Sam & Gunn/Sérðu Rúnar frænda • Silja Hauksdóttir/...og það varst þú • Styrmir Sigurðs- son/Rispur 2. þáttur • Sævar Guðmundsson/Hjartað • Þorfinnur Guðnason/MInútusteik • Þorgeir Guðmundsson/Stríðið S ia H'-Kti «a» *hw asrsK œtm mm œm mm sœa atsaa iasa mm mm. srm Hœi ssm mm bss» *í»b sas msa mm eot mm tnm mx vasss mf#> nnm mrm 1 i I I I I ! I 1 I S I & LAND & SYNIR 11

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.