Morgunblaðið - 11.09.2017, Page 1
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2017
ÍÞRÓTTIR
Bikarmeistarar Eyjakonur fögnuðu bikarmeistaratitlinum 2017. Fyrsti stóri titillinn hjá leikmönnum, sem
hungrar í fleiri. Stjarnan var yfir þegar skammt var til leiksloka. ÍBV handhafi beggja bikartitlanna 8
Íþróttir
mbl.is
GOLF
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf
ekki lengur að hafa áhyggjur af því
hvernig næsta keppnistímabil kem-
ur til með að líta út. Eftir magnaðan
árangur á LPGA-móti í Indianapolis
um helgina, þann besta hjá íslensk-
um kylfingi, flaug Ólafía upp pen-
ingalistann mikilvæga á mótaröðinni
og ætti að geta gengið að því sem
vísu að fá fullan keppnisrétt á móta-
röðinni aftur á næsta ári.
Ólafía hafnaði í 4. sæti á mótinu
um helgina, á samtals 13 höggum
undir pari. Hún náði sér með sérlega
glæsilegum hætti í örn á lokahol-
unni, á þriðja og síðasta keppnisdeg-
inum, sem skilaði henni sex sætum
ofar en ella. Aðeins bandaríska golf-
stjarnan Lexi Thompson (-19), hin
nýsjálenska Lydia Ko (-15) og hin
ástralska Minjee Lee (-14) enduðu
ofar.
Fjórða sætið gaf Ólafíu 102.909
Bandaríkjadali í verðlaun, eða um
10,9 milljónir króna. Segja má að
örninn á lokaholunni hafi fært henni
6,6 milljónir aukalega, því fyrir 10.
sæti fengust 4,3 milljónir.
Þetta verðlaunafé er ekki aðeins
ágæt búbót fyrir Ólafíu heldur kem-
ur það henni upp LPGA-listann, þar
sem kylfingum er einfaldlega raðað
eftir því hve miklu verðlaunafé þeir
safna yfir tímabilið. Efstu 100 fá svo-
kallaðan „fullan keppnisrétt“ á
næsta tímabili, rétt eins og Ólafía
hefur nú eftir að hafa þrætt nálar-
augað á úrtökumótinu síðasta vetur.
Ólafía komst um helgina úr 101. sæti
í 67. sæti peningalistans, og hefur
samtals safnað 174.999 Bandaríkja-
dölum. Kylfingurinn í 100. sæti er
með 91.223 dali, nú þegar níu mót af
34 sem gefa verðlaunafé eru eftir á
þessu keppnistímabili.
Til samanburðar má nefna að
kylfingurinn sem endaði í 100. sæti
peningalistans í fyrra fékk 90.577
dali. Að teknu tilliti til þess að heild-
arverðlaunafé á mótaröðinni jókst á
milli ára um 17% er ljóst að Ólafía,
með sína 175 þúsund dali, þarf ekki
að óttast að enda neðar en í 100.
sæti.
Komin til Frakklands
Það sem meira er; ef Ólafía heldur
sér í hópi efstu 80 kylfinga peninga-
listans verður hún í „efsta forgangs-
hópi“ á næsta tímabili. Því fylgja
enn betri möguleikar á að komast á
þau mót sem Ólafía kýs, þar á meðal
mót þar sem enginn niðurskurður er
og því meira öryggi hvað tekjuöflun
varðar.
Ólafía er nú komin til Frakklands
þar sem hún hefur leik á sínu þriðja
risamóti í ár, Evian-meistaramótinu,
sem hefst á fimmtudag og stendur
yfir fram á sunnudag.
Framtíðin er
tryggð og björt
AFP
Fjórða Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær högg á Indy Women in Tech á laugardag, þar sem hún varð í 4. sæti.
Ólafía hátt upp peningalistann eftir
4. sæti Örn í lokin gaf 6,6 milljónir
Peningalisti LPGA
» Ólafía fór úr 101. sæti í 67.
sæti um helgina. Hún hefur
samtals safnað 174.999
Bandaríkjadölum í ár, jafnvirði
um 18,5 milljóna króna á nú-
verandi gengi.
» Ólafía fékk 10,9 milljónir
króna fyrir að enda í 4. sæti á
Indy Women in Tech-mótinu í
Indianapolis um helgina.
Alfreð Finnbogason
varð um helgina þriðji
Íslendingurinn í sög-
unni til að skora
þrennu í þýsku 1.
deildinni í knatt-
spyrnu karla. Alfreð
skoraði þá öll mörk
Augsburg í 3:0-sigri á
Köln. Aðeins Atli Eð-
valdsson og Eyjólfur
Sverrisson höfðu unn-
ið sams konar afrek áður.
Þar með hefur Alfreð skor-
að þrennu í deildarkeppni í
fjórum löndum. Hann
skoraði þrennu fyrir
Breiðablik í 4:0-sigri
á Stjörnunni í júlí
2010, aftur fyrir Hels-
ingborg í 4:1-sigri á
Gefle í Svíþjóð 2012
og einnig fyrir Heer-
enveen í 5:2-sigri á
Waalwijk í Hollandi
haustið 2013. Við
þetta má svo bæta
fernu sem Alfreð skoraði fyrir
Heerenveen gegn Kozakken
Boys í hollenska bikarnum.
Alfreð skoraði þrennuna
þrátt fyrir að vera enn að jafna
sig af flensuvírus sem hann
fékk í landsleikjahléinu, sam-
kvæmt heimasíðu þýsku 1.
deildarinnar:
„Það lítur út fyrir að vírus-
inn hafi hjálpað honum, svo
kannski ætti hann að reyna að
halda í hann,“ sagði Manuel
Baum, þjálfari Augsburg, létt-
ur í bragði. Liðið er í 8. sæti í
deildinni og Alfreð marka-
hæstur með fjögur mörk.
sindris@mbl.is
Alfreð með flensu í
þriggja manna þrennuhóp
Alfreð
Finnbogason
Þýskaland, Spánn, Slóvenía,
Lettland, Grikkland, Rúss-
land, Ítalía og Serbía tryggðu
sér um helgina sæti í átta liða
úrslitum á Evrópumóti karla
í körfuknattleik. Tvö þessara
liða sigruðu strákana okkar í
riðlakeppninni í Helsinki,
Slóvenía og Grikkland. Hin
tvö liðin sem komust áfram
úr riðli Íslands, Frakkland
og Finnland, féllu úr leik um
helgina.
Mesta spennan í 16 liða úr-
slitunum var í viðureign ná-
grannanna Frakklands og
Þýskalands. Frakkar voru
með undirtökin í fyrri hálf-
leik en Þjóðverjar eru seigir.
Þeir sigu fram úr í seinni
hálfleik og tryggðu sér að
lokum þriggja stiga sigur.
Átta liða úrslitin verða
leikin á morgun og miðviku-
dag:
Átta liða úrslit:
12. september:
Þýskaland – Spánn
Slóvenía – Lettland
13. september:
Grikkland – Rússland
Ítalía – Serbía
Slóvenía og Grikkland
áfram úr riðli Íslands
AFP
Átta liða úrslit Slóvenar kom-
ust áfram og mæta Lettum.