Morgunblaðið - 11.09.2017, Síða 2

Morgunblaðið - 11.09.2017, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2017 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Í GARÐABÆ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það voru Stjörnumenn sem fögnuðu fyrstu tveimur stigum nýs tímabils í Olís-deild karla í handknattleik í gærkvöldi eftir sigur á Selfossi í hörkuleik, 29:26. Patrekur Jóhann- esson sneri þá aftur í deildina eftir að hafa síðast gert Hauka að Íslands- meisturum vorið 2015, en lærisveinar hans hjá Selfossi virtust koma nokk- uð vankaðir til leiks og tók það sinn tíma að vinna úr því. Stjarnan tók strax frumkvæðið í leiknum og eftir fjögur mörk í röð um miðjan fyrri hálfleikinn var staða heimamanna vænleg í hálfleik og sex marka forysta staðreynd, 17:11. Héldu þá eflaust margir að eftirleik- urinn yrði auðveldur, en svo reyndist aldeilis ekki. Patrekur er enginn nýliði í brans- anum og hvort sem hann setti tíkall í trúðinn í hálfleik eða hvað þá voru Selfyssingar í það minnsta vel upp- trekktir eftir hlé. Þeir skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk á augabragði, 18:16 en klinkið var þá búið og engin innistæða virtist vera fyrir öðru áhlaupi þegar Stjarn- an rankaði við sér úr rotinu. Selfyss- ingar eltu því allt til enda og horfðu á eftir stigunum í greipar Stjörnunnar. Bæði lið áttu sína góðu og slæmu kafla, en þeir voru einfaldlega lengri hjá Selfyssingum. Vörnin small í upphafi síðari hálfleiks, en annars voru Stjörnumenn duglegir að finna glufur. Helsti munurinn lá svo í markvörslunni, þar sem Sveinbjörn Pétursson kemur afar vel undan sumri og varði 18 skot í marki Stjörn- unnar. Samanlögð markvarsla Sel- fyssinga var sjö skot, en Patrekur sagði við Morgunblaðið eftir leik að bosnískur markvörður sem liðið samdi við í sumar væri ekki enn orð- inn löglegur vegna vandræða í papp- írsvinnu. Vonandi fyrir Selfyssinga að hægt verði að greiða úr því. Liðunum var spáð áþekku gengi fyrir tímabilið og er það ekki fjarri lagi. Bæði eru þau með afar vel mönnuð byrjunarlið, en það má lítið út af bera því breiddin er ekki sú stærsta. En nú þegar stærsti skrekk- urinn er farinn af mönnum og þeir mættir út á parketið á ný verður gaman að sjá hvort hægt verði að gera atlögu að toppbaráttu eins og bæði lið hafa eflaust á bak við eyrað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilþrif Ólafur Gústafsson í liði Stjörnunnar var duglegur að sækja á vörn Selfoss og er hér með línusendingu yfir Einar Sverrisson í leiknum í gær.  Selfoss þurfti annað í Garðabæ Eitt áhlaup dugði ekki TM-höllin, úrvalsdeild karla, Olís- deildin, sunnudaginn 10. september 2017. Gangur leiksins: 4:2, 6:4, 10:5, 12:9, 14:10, 17:11, 18:14, 20:16, 22:19, 25:21, 27:23, 29:26. Mörk Stjörnunnar: Ari Magnús Þor- geirsson 8, Aron Dagur Pálsson 5, Ólafur Gústafsson 5, Garðar Bene- dikt Sigurjónsson 3/1, Leó Snær Pét- ursson 2, Hörður Kristinn Örvarsson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Bjarki Már Gunnarsson 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18/1. Utan vallar: 10 mínútur Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 8, Elvar Örn Jónsson 7, Atli Ævar Ing- ólfsson 5, Teitur Örn Einarsson 4/1, Einar Sverrisson 1, Haukur Þrast- arson 1. Varin skot: Sölvi Ólafsson 4, Helgi Hlynsson 3. Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson Áhorfendur: 303. Stjarnan – Selfoss 29:26 EM karla 2017 16-liða úrslit í Istanbúl: Slóvenía – Úkraína ............................... 79:55 Þýskaland – Frakkland ....................... 84:81 Finnland – Ítalía ................................... 57:70 Litháen – Grikkland............................. 64:77 Lettland – Svartfjallaland ................. 100:68 Serbía – Ungverjaland......................... 86:78 Spánn – Tyrkland................................. 73:56 Króatía – Rússland............................. 78:101 Í 8-liða úrslitum mætast: Þýskaland – Spánn Slóvenía – Lettland Grikkland – Rússland Ítalía – Serbía KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Schenker-hölllin: Haukar – ÍR................. 18 Víkin: Víkingur – Fjölnir ..................... 19.30 Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin: Schenker-höllin: Haukar – Valur............. 20 Í KVÖLD! England Everton – Tottenham.............................. 0:3  Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Everton. Burnley – Crystal Palace........................ 1:0  Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn með Burnley. Manchester City – Liverpool .................. 5:0 Arsenal – Bournemouth .......................... 3:0 Brighton – WBA....................................... 3:1 Leicester – Chelsea.................................. 1:2 Southampton – Watford .......................... 0:2 Stoke – Manchester United .................... 2:2 Swansea – Newcastle............................... 0:1 Staða efstu liða: Man. Utd 4 3 1 0 12:2 10 Man. City 4 3 1 0 10:2 10 Chelsea 4 3 0 1 8:5 9 Watford 4 2 2 0 7:3 8 Tottenham 4 2 1 1 7:3 7 B-deild: Fulham – Cardiff ..................................... 1:1  Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn með Cardiff. Reading – Bristol City............................. 0:1  Jón Daði Böðvarsson fór af velli á 77. mínútu hjá Reading, en Axel Óskar Andr- ésson var ekki með.  Hörður Björgvin Magnússon. sat allan tímann á varamannabekk Bristol City. Aston Villa – Brentford .......................... 0:0  Birkir Bjarnason. sat allan tímann á varamannabekk Aston Villa. Þýskaland Augsburg – Köln ......................................3:0  Alfreð Finnbogason spilaði allan leikinn með Augsburg og skoraði öll þrjú mörkin. Hertha Berlín – Werder Bremen .......... 1:1  Aron Jóhannsson var ekki í liði Werder Bremen. Sand – Wolfsburg .................................... 0:4  Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn með Wolfsburg. Spánn Real Madrid – Levante............................ 1:1 Valencia – Atlético Madrid...................... 0:0 Barcelona – Espanyol .............................. 5:0 Ítalía Udinese – Genoa ...................................... 1:0  Emil Hallfreðsson kom inn á sem vara- maður á 74. mínútu hjá Udinese. Frakkland París FC – Marseille ............................... 2:1  Fanndís Friðriksdóttir spilaði allan leik- inn með Marseille. Rússland Rostov – Arsenal Tula............................. 2:2  Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn með Rostov. Spartak Moskva – Rubin Kazan ............ 1:0  Ragnar Sigurðsson fór af velli á 69. mín- útu hjá Rubin Kazan. Holland Heerenveen – PSV .................................. 2:0  Albert Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk PSV. Excelsior – Vitesse .................................. 0:3  Ögmundur Kristinsson spilaði allan leik- inn í marki Excelsior. Sviss Grasshoppers – Sion ............................... 3:2  Rúnar Már Sigurjónsson fór af velli á 78. mínútu eftir að hafa skorað sigurmark Grasshoppers. Zürich – St. Gallen................................... 1:1  Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á 73. mínútu hjá Zürich. Grikkland AEK Aþena – AE Larissa ....................... 4:0  Arnór Ingvi Traustason var ekki í leik- mannahópi AEK Aþenu. KNATTSPYRNA Í GRAFARVOGI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Nýliðar Fjölnis fengu óblíðar mót- tökur í Olís-deild kvenna í handknatt- leik í gær þegar liðið tók á móti ÍBV í fyrsta leik deildarinnar þetta tímabil- ið. Það er skemmst frá því að segja að Eyjakonur höfðu miklar yfirburði og unnu lokum ellefu marka sigur, 28:17, og búast má við að veturinn verði lær- dómsríkur fyrir Grafarvogsliðið. Eyjakonur þurftu að hafa þol- inmæðina að vopni í upphafi leiks og eftir að hafa náð undirtökunum jafnt og þétt litu þær aldrei til baka. Sjö marka forskot í hálfleik, 13:6, gaf tón- inn og eftir hlé fengu allir leikmenn liðsins að spreyta sig og leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að landa sigrinum. Byrjunarlið ÍBV er gríðarlega vel mannað og utan þess bíða ungir og efnilegir leikmenn. Ester Ósk- arsdóttir stýrði vörn sem gaf ekkert eftir og tók andstæðinga sína engum vettlingatökum, en Ester var einnig markahæst með sjö mörk. Sandra Erlingsdóttir er líkleg til þess að springa út í vetur og þá verður gaman að fylgjast með Díönu Kristínu Sig- marsdóttur sem kom einmitt frá Fjölni í sumar eftir að hafa verið besti leikmaður liðsins í fyrra. Brotthvarf hennar er gríðarlegt áfall fyrir Fjölni enda sást vel í gær að reynslunni er misskipt eins og bú- ast mátti við. Lið Fjölnis er gríð- arlega ungt, en þetta er aðeins í ann- að sinn sem það er á meðal þeirra bestu eftir að hafa leikið í 14 liða efstu deild fyrir tveimur árum. Hin 19 ára gamla Andrea Jacobsen á að bera uppi sóknarleikinn og það er dýrt þegar liðsfélagar hennar komast í færi en hitta ekki á markið. Það var líklegast til árangurs þeg- ar Fjölniskonur höfðu þor til þess að keyra gegn vörninni. Þær verða að vera grimmar og óhræddar ætli þær sér að láta að sér kveða í vetur. Það var gaman að sjá stuðningsmennina hvetja liðið allt til enda þó staðan væri erfið og trommurnar þögnuðu ekki fyrr en leikurinn var úti. Það verður liðinu mikilvægt á tímabilinu. Vettlingarnir eftir í Eyjum  Nýliðarnir fengu óblíðar móttökur Morgunblaðið/Árni Sæberg Áræðin Það var mikill kraftur í Söndru Erlingsdóttur í liði ÍBV gegn nýlið- um Fjölnis í gær og hún er sannarlega líkleg til þess að springa út í vetur. Dalhús, úrvalsdeild kvenna, Olís- deildin, sunnudaginn 10. október 2017. Gangur leiksins: 1:1, 2:4, 3:6, 5:8, 5:10, 6:13, 7:16, 10:19, 11:23, 12:25, 13:26, 17:28. Mörk Fjölnis: Andrea Jacobsen 4, Sara Margrét Brynjarsdóttir 4/4, El- ísa Ósk Viðarsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Ólöf Ásta Arn- þórsdóttir 2, Guðrún Jenný Sigurð- ardóttir 1, Diljá Baldursdóttir 1, Hel- ena Ósk Kristjánsdóttir 1. Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 8, Saga Sif Gísladóttir 5. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Kar- ólína Bæhrenz 7, Greta Ka- valiauskaite 4, Sandra Erlingsdóttir 4/2, Asun Batista 3, Díana Kristín Sigmarsdóttir 2, Ásta Björt Júli- úsdóttir 1. Varin skot: Guðný Jenný Ásmunds- dóttir 11, Erla Rós Sigmarsdóttir 5. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Sigurgeir Már Sig- urgeirsson og Ægir Sigurgeirsson. Áhorfendur: 184. Fjölnir – ÍBV 17:28 Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson var allt í öllu hjá Maccabi Tel Aviv á laugardaginn þegar liðið vann 2:0-sigur á Bnei Sakhnin í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Selfyssing- urinn bæði mörk Maccabi í seinni hálfleik. Það fyrra kom á 59. mínútu og það síðara á 72. mínútu. Lokatölur 2:0 en þetta voru fyrstu mörk Viðars Arnar á nýhöfnu keppnistímabili. Viðar Örn spilaði allan leikinn með Maccabi, sem er með sex stig eftir þrjá leiki. yrkill@mbl.is Viðar skoraði bæði mörkin Viðar Örn Kjartansson Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir skoraði jöfn- unarmark Rosengård í blálokin í jafntefli liðsins við Lin- köping í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu í gær. Lokatölur urðu 2:2 en mark Glódísar, sem var hennar fyrsta fyrir félagið, kom á 88. mínútu. Rosengård hefur 33 stig í 2. sæti en Linköping 37 stig eftir 15 umferðir. Landsliðskonurnar í Djurgården, þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, léku báðar allan leikinn í 1:1 jafntefli liðsins við Eskilstuna þar í bæ. Djurgården er í 4. sæti með 23 stig. peturhreins@mbl.is Glódís bjargaði Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.