Morgunblaðið - 11.09.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.09.2017, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2017 Pepsi-deild karla KR – ÍBV................................................... 0:3 Víkingur Ó. – Fjölnir................................ 4:4 ÍA – KA ..................................................... 2:0 FH – Grindavík......................................... 1:0 Víkingur R. – Stjarnan ............................ 2:2 Valur – Breiðablik .................................... 1:0 Staðan: Valur 18 12 4 2 32:14 40 Stjarnan 18 8 7 3 39:21 31 FH 17 7 7 3 25:18 28 KR 18 7 5 6 26:25 26 Grindavík 18 7 4 7 23:31 25 KA 18 6 6 6 34:26 24 Breiðablik 18 7 3 8 26:26 24 Víkingur R. 18 6 5 7 24:27 23 Fjölnir 17 5 5 7 24:29 20 Víkingur Ó. 18 6 2 10 22:37 20 ÍBV 18 5 4 9 24:32 19 ÍA 18 3 4 11 24:37 13 Inkasso-deild karla Leiknir F. – Haukar ................................ 6:0 Dagur Ingi Valsson 23., 49., 65., Björgvin Stefán Pétursson 60., Hilmar Freyr Bjart- þórsson 73., Povilas Krasnovskis 83. Rautt spjald: Baldvin Sturluson (Haukum) 65. HK – Þór ................................................... 2:0 Viktor Helgi Benediktsson 37., Bjarni Gunnarsson 89. Staðan: Keflavík 20 13 4 3 41:22 43 Fylkir 20 13 3 4 42:18 42 Þróttur R. 20 11 3 6 29:21 36 HK 20 12 0 8 30:26 36 Haukar 20 9 6 5 33:31 33 Leiknir R. 20 9 5 6 33:27 32 Þór 20 9 3 8 29:28 30 Fram 20 7 6 7 32:34 27 Selfoss 20 7 4 9 25:24 25 ÍR 20 4 4 12 24:36 16 Leiknir F. 20 3 1 16 23:48 10 Grótta 20 2 3 15 14:40 9 2. deild karla Víðir – Njarðvík....................................... 2:3 Róbert Örn Ólafsson 69., Pawel Grudzinski 85. – Gísli Freyr Ragnarsson 13. (víti), Ken- neth Hogg 88., Arnór Björnsson 90. Höttur – Magni......................................... 3:3 Völsungur – Sindri ................................... 5:3 Fjarðabyggð – Huginn ............................ 1:0 Vestri – Afturelding ................................. 4:2 KV – Tindastóll......................................... 1:2 Staðan: Njarðvík 20 13 5 2 45:27 44 Magni 20 11 6 3 46:32 39 Víðir 20 10 4 6 44:35 34 Huginn 20 8 7 5 34:21 31 Völsungur 20 9 3 8 51:40 30 Afturelding 20 8 4 8 41:34 28 Tindastóll 20 8 4 8 39:36 28 Vestri 20 7 3 10 28:30 24 Fjarðabyggð 20 7 3 10 23:40 24 Höttur 20 6 4 10 34:50 22 KV 20 6 3 11 34:50 21 Sindri 20 1 6 13 32:56 9  Njarðvík hefur tryggt sér sæti í 1. deild. 3. deild karla Vængir Júpíters – Þróttur V................... 0:3 Dalvík/Reynir – Berserkir ...................... 4:1 Reynir S. – KFG....................................... 0:1 Einherji – KF ........................................... 2:0 Staðan: Kári 17 12 4 1 48:15 40 Þróttur V. 17 9 4 4 29:19 31 KFG 17 9 3 5 41:30 30 Vængir Júpíters 17 9 3 5 28:26 30 Einherji 17 7 4 6 26:22 25 KF 17 8 0 9 32:33 24 Ægir 17 5 6 6 36:29 21 Dalvík/Reynir 17 6 2 9 28:34 20 Reynir S. 17 3 4 10 13:37 13 Berserkir 17 1 2 14 15:51 5  Kári hefur tryggt sér sæti í 2. deild 2018. 4. deild karla Fyrri úrslitaleikir um sæti í 3. deild: Augnablik – Álftanes ............................... 2:2 Kórdrengir – KH...................................... 0:1 Bikarúrslitaleikur kvenna Stjarnan – ÍBV ......................................... 2:3 Agla María Albertsdóttir 42., Harpa Þor- steinsdóttir 43. – Cloé Lacasse 4., Kristín Erla Sigurlásdóttir 89., Sigríður Lára Garðarsdóttir 112. (víti). 1. deild kvenna HK/Víkingur – Selfoss ........................... 1:0 Milena Pesic 28. Hamrarnir – Þróttur R ........................... 0:1 Michaela Mansfield 61. Rautt spjald: Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Hömrunum) 90. ÍA – Sindri................................................. 6:0 ÍR – Tindastóll.......................................... 3:0 Keflavík – Víkingur Ó. ............................. 9:1 Lokastaðan: HK/Víkingur 18 12 3 3 34:16 39 Selfoss 18 11 3 4 33:11 36 Þróttur R. 18 11 3 4 28:13 36 Keflavík 18 10 3 5 31:18 33 ÍA 18 8 3 7 38:27 27 ÍR 18 8 3 7 29:29 27 Sindri 18 7 1 10 32:34 22 Hamrarnir 18 4 5 9 10:28 17 Víkingur Ó. 18 3 2 13 12:46 11 Tindastóll 18 2 2 14 15:40 8  HK/Víkingur og Selfoss leika í úrvals- deild 2018 en Víkingur Ó. og Tindastóll falla í 2. deild. KNATTSPYRNA Eitt stig er því svo sannarlega betra en ekki neitt en FH-ingar eru þremur stigum á eftir Stjörnunni og eiga leik til góða. Reykvíkingar geta líka reynt að segja sem svo að glasið sé hálffullt. Þeir eru jú einu stigi fjær fallsæti en þeir voru þegar flautað var til leiks. Sigur í gær hefði farið langt með að gulltryggja sæti þeirra í efstu deild en þeir gætu sogast niður í fallbaráttunni í næstu umferðum. Þegar öllu er á botninn hvolft er jafntefli líklega sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Víkingur pakkaði í vörn eftir að hafa komist í 2:1-forystu í upphafi seinni hálfleiks og Stjörnu- menn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks. Það hlaut að koma að því á end- anum að þeir kæmu boltanum rétta leið. Dýrmætur Lennon Steven Lennon hefur reynst Ís- landsmeisturum FH dýrmætur á leik- tíðinni og í gær reyndist hann bjarg- vættur sinna manna þegar meistar- arnir lönduðu 1:0-sigri gegn Grindvíkingum. Lennon skoraði sigurmarkið og hef- ur þar með skorað 12 mörk í deildinni á tímabilinu. Með sigrinum komst FH upp í þriðja sæti deildarinnar og er sem stendur með Evrópusæti í hönd- unum og veika von um að verja Ís- landsmeistaratitilinn. FH-ingar mega teljast lánsamir að hafa innbyrt stigin þrjú því vel spilandi lið Grindvíkinga veitti meisturunum svo sannarlega verðuga keppni og voru klaufar að vera ekki búnir að skora eitt til tvö mörk áður en Lennon skoraði sigurmarkið á 20. mínútu leiksins. Grindvíkingar beittu skæðum skyndisóknum á móti vindinum í fyrri hálfleik og fengu þrjú úrvalsfæri til að skora en bæði var Gunnar Nielsen vel á verði í marki FH-inga ásamt því sem leikmenn Grindvíkinga voru ekki á skotskónum. Í seinni hálfleik hugsuðu FH-ingar meira um að halda fengnum hlut og þeim tókst það og skiluðu í hús góðum vinnusigri og mikilvægum stigum í toppbaráttu deildarinnar. Grindvík- ingar sigla hins vegar lygnan sjó um miðja deild. Stutt er í Evrópubarátt- una og líka í fallslaginn en eins og þeir gulklæddu spiluðu í gær sé ég ekki fyr- ir mér að þeir sogist í einhverja fall- baráttu. Skagamenn enn á lífi ÍA á enn veika von um að halda sér í deildinni eftir 2:0-sigur á KA á Akra- nesi í gær. Skagamenn fengu töluvert af færum til að skora fleiri mörk og brenndi Þórður Þorsteinn Þórðarson m.a. af vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Það kom hins vegar ekki að sök því Stefán Teitur Þórðarson og Steinar Þor- steinsson skoruðu keimlík mörk á tíu mínútna kafla um miðjan seinni hálf- leikinn. Þrátt fyrir sigurinn er ÍA enn í slæmum málum í botnsæti deild- 18. UMFERÐ Hjörvar Ólafsson Jóhann Ólafsson Guðmundur Hilmarsson Jóhann Ingi Hafþórsson Sindri Sverrisson Víðir Sigurðsson Línur skýrðust enn frekar á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu um helgina þegar 18. umferðin var spiluð. Valur er nú með níu stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Það er því hugsanlegt að Valsmenn verði Íslandsmeistarar á fimmtudaginn, ef bæði FH og Stjarnan missa af stigum þá. Staðan jafnaðist hins vegar í fallbaráttunni þar sem Fjölnir, Víkingur Ó. og ÍBV eiga í harðri baráttu og ÍA hefur ekki sagt sitt síðasta. Hagur FH vænkaðist mjög í baráttu um Evrópudeildarsæti. Valur komst skrefi nær því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti síðan árið 2007 með dramatískum 1:0-sigri sínum gegn Breiðabliki á Valsvellinum í gærkvöldi. Það var Kristinn Ingi Halldórsson sem tryggði Val stigin þrjú með marki sínu undir lok leiksins, en sigurinn þýðir að Valur hefur níu stiga forskot á Stjörn- una á toppi deildarinnar. Það var kannski ekki meistarabragur á spila- mennsku Vals í gærkvöldi, en það er oftar en ekki sem meistaraefni hafa betur í leikjum þar sem liðið er síst sterkari aðilinn. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestir fengu nokkur vænleg færi til þess að komast yfir í leiknum. Aron Bjarnason var sprækur á hægri kantinum og Gísli Eyjólfsson naskur við að finna sér svæði milli miðju og varnar hjá Valsliðinu og koma sér í hættulegar stöður. Valsmönnum óx hins vegar ásmegin í seinni hálfleik og innbyrtu öll stigin sem í boði voru. Breiðablik hafði augu á því að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti með sigri í þessum leik, en þetta tap þýðir að það er orðið ansi langsótt fyrir Kópavogspilta að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Sigur ÍBV gegn KR á laugardaginn þýðir enn fremur að Breiðablik er einungis fimm stigum frá fallsæti og liðið þarf að fara að hala inn stig til þess að reka falldrauginn endanlega úr Kópavog- inum. Allir svekktir í Víkinni Bæði lið gengu svekkt af velli í Vík- inni í gær eftir dramatískt 2:2-jafntefli Víkings R. og Stjörnunnar. Heima- menn voru hundsvekktir með að hafa fengið á sig jöfnunarmark í uppbótar- tíma og Garðbæingar sársvekktir að hafa ekki náð að vinna leikinn og halda í við topplið Vals. Stigið gæti reynst báðum liðum vel þegar upp verður staðið í haust og búið að tína upp úr „pokanum“. Stjörnu- menn verða að líta raunsætt á málin og stefna á að halda öðru sætinu, enda of langt í Val og of fáir leikir til stefnu. arinnar með 13 stig, sjö stigum á eftir öruggu sæti í deildinni þegar fjórir leikir eru eftir. Það ætti hins vegar að gefa mönnum byr undir báða vængi að næla í sigur. Hvort það nægir til að lokum er hins vegar ólíklegt. KA ætl- aði sér að berjast um Evrópusæti en með frammistöðu eins og í gær geta lærisveinar Srdjans Tufegdzic gleymt því. Þjálfarinn sagði sjálfur að þetta væri versta spilamennska sem hann hafði séð hjá sínu liði í sumar og hefur hann mikið til síns máls. Líklegt þykir að KA endi um miðja deild, sem er góð- ur árangur fyrir nýliða. Eyjamenn stórjuku möguleika sína á að spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar með frábærum leik gegn KR í Vesturbænum og 3:0-sigri. Fimm manna vörn ÍBV gaf sárafá færi á sér og ef til þurfti var Derby Carrillo vel með á nótunum í markinu. Lýkur tíu ára bið á fim  Valsmenn í enn betri stöðu en áður  Snaraukin spenna í fallbaráttunni Bjart útlit Patrick Pedersen og félagar í Val eru komnir með níu fingur á Íslands Norðurálsvöllurinn, Pepsi-deild karla, 18. umferð, sunnudag 10. september 2017. Skilyrði: Mikið rok og kalt Skot: ÍA 10 (6) – KA 12 (2). Horn: ÍA 3 – KA 10 ÍA: (3-5-2) Mark: Árni Ólafsson. Vörn: Gylfi Gylfason, Arnór Guðmundsson, Viktor Margeirsson. Miðja: Þórður Þórðarson (Garðar Gunnlaugsson 76), Arnar Guðjónsson, Albert Haf- steinsson, Guðmundur Guðjónsson, Ólafur Valdimarsson. Sókn: Stefán Teitur Þórðarson (Aron Ýmir Pét- ursson 88), Steinar Þorsteinsson (Guðfinnur Leósson 90). KA: (4-5-1) Mark: Srdjan Rajkovic. Vörn: Hrannar Steingrímsson (Davíð Rúnar Bjarnason 88), Callum Willi- ams, Vedran Turkalj, Darko Bulatovic. Miðja: Ásgeir Sigurgeirsson, Archange Nkumu (Daníel Hafsteinsson 46), Al- marr Ormarsson (Ólafur Pétursson 50), Aleksandar Trninic, Hallgrímur Steingrímsson. Sókn: Elfar Aðal- steinsson. Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7. Áhorfendur: Um 400. ÍA – KA 2:0 Valsvöllur, Pepsi-deild karla, 18. um- ferð, sunnudag 10. september 2017. Skilyrði: Napurt, nokkur vindur, sól- arglenna og úrkomulaust. Spilað á ný- legu gervigrasi. Skot: Valur 12 (8) – Breiðablik 9 (5). Horn: Valur 7 – Breiðablik 2. Valur: (3-5-2) Mark: Anton Ari Ein- arsson. Vörn: Orri S. Ómarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christi- ansen. Miðja: Dion Acoff (Sigurður Egill Lárusson 89), Haukur Páll Sig- urðsson, Einar Karl Ingvarsson, Guð- jón Pétur Lýðsson (Sindri Björnsson 85), Andri Adolphsson. Sókn: Kristinn Ingi Halldórsson, Patrick Pedersen (Arnar Sveinn Geirsson 79). Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Guðmundur Frið- riksson, Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason, Davíð K. Ólafsson. Miðja: Andri Rafn Yeoman, Arnþór Ari Atla- son (Willum Þór Willumsson 82), Gísli Eyjólfsson. Sókn: Aron Bjarnason, Sveinn Aron Guðjohnsen, Martin Lund (Hrvoje Tokic 75). Dómari: Þóroddur Hjaltalín – 8. Áhorfendur: 932. Valur – Breiðablik 1:0 Kaplakrikavöllur, Pepsi-deild karla, 18. umferð, sunnudag 10. september 2017. Skilyrði: Stinningskaldi, hálfskýjað og 11 stiga hiti. Völlurinn ágætur. Skot: FH 7 (4) – Grindavík 13 (5). Horn: FH 8 – Grindavík 5. FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Guðmundur K. Guðmundsson, Bergsveinn Ólafsson, Kassim Do- umbia, Böðvar Böðvarsson. Miðja: Pétur Viðarsson , Robbie Crawford, Emil Pálsson (Bjarni Þór Viðarsson 69). Sókn: Matija Dvornekovic (Jón Ragnar Jónsson 86), Steven Lennon, Atli Guðnason (Atli Viðar Björnsson 64). Grindavík: (3-5-2) Mark: Kristijan Jaj- alo. Vörn: Björn Berg Bryde, Rodrigo Gomes, Fransisco Cruz (Simon Smidt 83). Miðja: Marinó Axel Helgason, René Joensen (Alexander V. Þórarins- son 74), Gunnar Þorsteinsson, Milos Zeravica (Juan Manuel Ortiz 68), Sam Hewson. Sókn: William Daniels, Andri Rúnar Bjarnason. Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8 Áhorfendur: 957, frítt á leikinn. FH – Grindavík 1:0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.