Feykir


Feykir - 27.03.2014, Blaðsíða 20

Feykir - 27.03.2014, Blaðsíða 20
20 Feykir 12/2014 Ég heiti Guðrún Hanna Halldórsdóttir og er búsett á Helgustöðum í Austur –Fljótum sem er „heimsins besti staður“ eins og mágur minn Símon Jónsson setti fram í vísu. Rúnakosti rita vé, rakur lífsins vaður. Helgustaðir held ég sé, heimsins besti staður. Nú er svo komið að ég get farið að segja með sanni „í gamla daga“. En þegar litið er til baka finnst mér ekkert svo langt síðan þegar ég 18 ára steig mitt gæfuspor og flutti í Helgustaði þar sem eiginmaður minn Þorsteinn Jónsson er borinn og barnfæddur. Þar höfum við alið upp okkar sex elskulegu börn meðfram búskapnum. Þegar horft er fram á veg finnst manni að hver tíu ár séu langt burtu í fjarlægðinni og langur tími til stefnu, en þegar litið er til baka þá er sem tíu árin hafi liðið með ofurhraða og maður undrast, hvað... er þetta orðið svona langt síðan? Það er svo skrítið hvað tíminn hefur flogið áfram og mér sem finnst ég vera á besta aldri, er orðin margföld amma fyrir löngu og líka orðin langamma. En það eru nú alveg sérstök forréttindi og einstök gæfa að fá að upplifa það að eiga sex börn og tengdabörn, ellefu ömmubörn og tvö langömmu- börn að ógleymdum öllum Sólgarðabörnunum mínum. Ég veit ekkert yndislegra en að fá fá að dekra við litlu krílin og fá litlar hendur um háls og risaknús frá þeim. Svo er stundum hvíslað „amma áttu ís“ og amma á að sjálfsögðu ís í kistunni til að stinga að litlum og stórum krökkum. Það er líka yndislegt að vita að þau sækja öll í að koma og vera hjá okkur á Helgustöðum. „Þið eigið alltaf að eiga heima í sveitinni er oft sagt, það er svo gaman að fara í fjárhúsin og taka rúllu með afa.“ Það er alltaf gaman og gott að fá stórfjölskylduna heim um hátíðar og nú styttist í páskana. Þá þarf amma að vera búin að fá páskahérann til þess að fela páskaeggin úti í garði svo að árleg eggjaleit geti farið fram. Það eru þessi litlu málsháttar-egg sem leitað er að og sett í körfu og svo fá allir sem koma páskaegg með málshætti, það er svo gaman að málshættinum. Ég ætla að láta fylgja hér smá sögu. Þetta var þegar ekki var auðvelt að ná í páskaegg og ég var að gera heimatilbúin súkkulaðipáskaegg. Ég notaði uppblásnar blöðrur og bráðið súkkulaði sem ég hellti yfir blöðrurnar og ég var að mér fannst orðin mjög leikin í þessu. Svo var það einn skírdag, ég var með súkkulaðipottinn á eldavélinni, blöðrurnar tilbúnar, ég mjög örugg með mig búin að þekja stóra blöðru með súkkulaði þegar allt í einu bommm... blaðran sprakk og ég fékk súkkulaði sprengju yfir mig og upp um allt eldhúsið. Súkkulaðið var aðeins of heitt. Eftir hreingerningu var aftur hafist handa og nú átti að passa hitastigið á súkkulaðinu en bommm... allt fór aftur á sömu leið.. En að lokum tókst að búa til eggin og allir fengu sitt páskaegg á páskadag og undu glaðir við sitt þó ekki væri Síríus merki á þeim. En síðan eru liðin mörg ár. Gleðilega páska. - - - - - Guðrún Hanna skorar á dóttur sína, Elvu Hrönn Þorsteinsdóttur, að taka við pennanum. Guðrún Hanna Halldórsdóttir á Helgustöðum í Fljótum skrifar Tíminn er afstæður ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Verð sátt við það sem ég fæ Berglind Vala Valdimarsdóttir frá Sól- heimum í Sæmundarhlíð í Skagafirði verður fermd af sr. Gísla Gunnarssyni í Glaumbæjarkirkju þann 25. maí. Foreldrar hennar eru Guðrún Kristín Eiríksdóttir og Valdimar Óskar Sigmarsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? Ég vil fermast til að staðfesta skírn mína og trú mína á Guði. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? Nei, ekki neitt sérstaklega mikið nema þá kristni í fermingarfræðslu. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? Það fyrsta sem var gert var að finna dagsetningu og sal. Síðan fórum við mæðgur til Reykjavíkur í fermingarfataverslunarleiðangur. Svo er líka búið að kaupa smá skraut og setja saman gestalistann. Hvar verður veislan haldin? Hún verður haldin á Löngumýri. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Svona næstum því . Er búin að ákveða hvað verður í matinn en ekki meðlætið. Er búið að finna fermingarfötin? Já, ég keypti fermingarkjólinn í Mótor og Mía og keypti skóna í Next. Hver er óska fermingargjöfin? Ætli það sé ekki fartölva en verð sátt við það sem ég fæ. FERMINGIN MÍN / Berglind Vala Valdimarsdóttir Ætlar ekki að vera í jakkafötum Kristófer Dagur Sigurjónsson frá Sauð- árkróki verður fermdur af sr. Sigríði Gunnarsdóttur í Sauðárkrókskirkju á hvítasunnudag, þann 8. júní. Foreldrar Kristófers eru þau Steinunn Svava Fjólmundsdóttir og Sigurjón Karlsson. Hvers vegna valdir þú að fermast? Ég er að fermast af því ég ætla staðfesta skírnina mína, hitta ættingja og góða vini. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? Nei, ekki mikið. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? Ég hef verið í fermingarfræðslu og mætt í messur. Hvar verður veislan haldin? Í Ljósheimum. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Það verður kaffiveisla. Er búið að finna fermingarfötin? Nei, en ekki jakkaföt frekar annar flottur klæðnaður, haha. Hver er óska fermingargjöfin? Fartölva eða rúm. FERMINGIN MÍN / Kristófer Dagur Sigurjónsson Guðrún Hanna (til vinstri) ásamt Þuríði Helgu dóttur sinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.