Feykir


Feykir - 27.03.2014, Blaðsíða 12

Feykir - 27.03.2014, Blaðsíða 12
12 Feykir 12/2014 Vildu leggja lóð sín á vogar- skálar íslensks iðnaðar Á Hólabaki í Húnavatnshreppi er starfrækt textílfyrirtæki sem framleiðir púðaver undir vörumerkinu Lagður. Verin eru saumuð úr séráprentuðu bómullarefni með ljósmyndum úr náttúru Íslands. Feykir ræddi við hjónin Elínu Aradóttur og Ingvar Björnsson sem búa og starfa á Hólabaki ásamt börnum sínum þremur, 70 nautgripum, fimm hænum, einum óþurftar hana og hinum ódæla en þó geðþekka fjárhundi Heru. Lagður – Gjafavara úr nágrenninu en pakkað á Íslandi. Hún segir að fljótlega hafi komið í ljós að markaður fyrir vörurnar var fyrir hendi og því var ákveðið að auka umsvif og færa alla þætti framleiðslunnar til Íslands og þannig ná bestu mögulegu gæðum og yfirsýn. „Okkur hugnaðist einnig betur að geta lagt okkar lóð á vogarskálar íslensk iðnaðar, auk þess sem íslenskir neytendur og ekki síður erlendir ferðamenn sækjast í vaxandi mæli eftir vörum með íslenskan upp- runa,“ útskýrir hún en í dag flytja þau inn öll aðföng fyrir framleiðsluna, svo sem efni, rennilása og þess háttar. Allur saumaskapur er í höndum þriggja úrvals saumastofa; Saumastofunnar Þings í Húna- vatnshreppi, Saumastofunnar Írisar á Skagaströnd og Sauma- stofunnar Unu á Akureyri. Allar umbúðir segir Elín jafn- Elín og Ingvar fluttu ásamt börnum sínum að Hólabaki sumarið 2013 og tóku þar við kúabúskap í samstarfi við foreldra Ingvars, þau Aðalheiði Ingvarsdóttur og Björn Magn- ússon. Ingvar er búfræði- kandidat frá Hvanneyri með framhaldsnám í jarðrækt og plöntukynbótum. Elín, sem er Þingeyingur, er uppalin á Hrís- um í Reykjadal, er rekstrar- fræðingur og kennari að mennt, með framhaldsnám í skipulags- og þróunarfræði. Áður höfðu Elín og Ingvar búið í ríflega áratug á Akureyri þar sem Ingvar starfaði sem ráðu- nautur en Elín sem atvinnu- ráðgjafi. Elín segir að textílfram- leiðslan hafi byrjað sem „gælu- verkefni“ sem var unnið með- fram fæðingarorlofi hennar. Fyrsta tilraunaframleiðsla var sett á markað í júlí 2011 og voru þær vörur framleiddar erlendis VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Rekstur á Þingeyrarsandi í Austur-Húnavatnssýslu. framt vera íslenska framleiðslu. „Í lok árs 2012 þurftum við að taka ákvörðun um framtíð starfseminnar. Vörusala gekk vel og ljóst var að „litla gælu- verkefninu“ yrði ekki lengur annað „við borðstofuborðið“, meðfram annarri vinnu,“ segir hún en þessi staða átti sinn þátt í því að þau ákváðu að söðla um, segja upp störfum sínum, flytjast búferlum og efla starf- semina meðfram búskap og barnauppeldi á Hólabaki. Nýjungar í vörulínu væntanlegar Vörumerkið Lagður segir Elín vera tilkomið frá hrútinum Lagði, sem nú er fallinn, en hann var í eigu foreldra Elínar. „Hann var mikill kostagripur sem endaði ævidaga sína á sæðingastöðinni á Hesti í Borgarfirði.“ Mynd af Lagði var notuð sem grunnur af vöru- merki (lógói) fyrirtækisins en að sögn Elínar hefur púðaver með mynd af Lagði frá upphafi verið söluhæsta gerðin hjá fyrirtækinu. Ver með myndum af íslenska hestinum, lundum og rjúpum hafa einnig verið mjög vinsæl. „Í dag seljum við tíu gerðir af púðaverum. Okkar markhópar eru annars vegar erlendir ferðamenn og hins vegar Íslendingar sem vilja prýða heimili sitt með óvenju- legri hönnun, eða eru á hött- unum eftir íslenskri gjafavöru.“ Viðtökurnar segir Elín hafa verið mjög góðar. „Við hyggj- umst efla starfsemina á næstu misserum. Við ætlum að bæta við nýjungum í núverandi vörulínu og eru t.d. tvær nýjar gerðir væntanlegar með vorinu, það mun vera lóa og selkópur.“ Verin eru svo seld án fyllingar, í vönduðum gjafaumbúðum með texta á íslensku og ensku um viðkomandi myndefni. Verin eru að langstærstum hluta seld í heildsölu en félagið á í dag í viðskiptum við vel á fjórða tug ferðamanna- og gjafavöruverslana víða um land. Þar má nefna Blóma- og gjafabúðina á Sauðárkróki en einnig eru nokkrar gerðir púða- vera til sölu hjá Hótel Varma- hlíð. Fyrir Húnvetninga er nærtækast að kaupa beint af Elínu og Ingvari á Hólabaki og benda þau á heimasíðu sína www.lagdur.is. Selasetur Íslands á Hvammstanga mun einnig hafa púðaverin til sölu í sumar. Framtíðin hjá Lagði Elín segist sjá margvíslega möguleika í framleiðslu á annarri textílvöru og eru ýmis sérverkefni áhugaverð, svo sem framleiðsla sérsmíðaðra minja- gripa með einstökum ferða- þjónustuaðilum. Þau segjast hafa unnið eitt slíkt verkefni og hafa orðið vör við áhuga frá fleirum. „Við erum líka farin að þefa aðeins af útflutningi og fyrirtækið er þegar í viðskiptum við eina verslun í Færeyjum og eina í Svíþjóð. Sjá má fyrir sér að auðvelt væri að útfæra núverandi vörur fyrirtækisins fyrir ferðamannamarkað á Norðurlöndunum og jafnvel víðar,“ segir hún. Hjónin þurftu að ráðast í framkvæmdir á bænum til að koma hinu vaxandi fyrirtæki vel fyrir. „Við erum í samstarfi við ýmsa snilldariðnaðarmenn og nágranna, að koma fyrir- tækinu fyrir í nýrri aðstöðu hér heima á Hólabaki. Um er að ræða lager- og pökkunarrými, en þar sem aðstaðan verður rúmgóð verður einnig mögu- leiki á að taka á móti gestum sem vilja kynna sér framleiðsl- una. Þar verður einnig hægt að halda lagersölu, t.d. á aðventu eða að sumri til.“ Þau stefna að því að frá og með 1. júní næst- komandi geti þau tekið á móti hópum. „Það er því ekki spurn- ing að saumaklúbbar og skipu- leggjendur óvissuferða á Norð- urlandi vestra ættu að geta bætt okkur inn í dagskránna fljót- lega,“ segir Elín að endingu. Ingvar og Elín frá Hólabaki. Hrúturinn Lagður.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.