Feykir - 27.03.2014, Blaðsíða 15
12/2014 Feykir 15
Gæludýrin eru vinsælt myndefni á fermingarterturnar.
vinnustofunni gefur m.a. að líta
snyrtiveski, pennaveski, síma-
hulstur, tækifæriskort, prjón-
aðar húfur, nælur og hárskraut.
Úrvalið er fjölbreytt og
vörurnar njóta sín vel í hinni
nýju og huggulegu vinnuað-
stöðu. Í dag fást vörur Sigrúnar
í Gestastofu sútarans á Sauðár-
króki og þær sem unnar eru úr
geitaafurðum fást einnig á
Geitfjársetri Íslands að Háafelli
í Borgarfirði. Sigrún segist
einfaldlega ekki hafa átt neinn
lager til að setja vörur sínar í
sölu í Reykjavík þó hún hafi
fengið fyrirspurnir um það.
Auk sölu á áðurnefndum
stöðum selur hún í gegnum
vefsíðu sína og fésbókarsíðu.
Það er líka þó nokkuð um
sérpantanir, þar sem hannað er
eftir óskum viðskiptavinarins.
„Ég gerði til dæmis gestabók
fyrir jólin þar sem viðskipta-
vinur sendi mér teikningu og
bað mig um að „gera eitthvað
svona.“ Ég útfæri þá eftir óskum
viðkomandi og geri kannski
tillögur á móti, ég geri ekki
eitthvað fyrir fólk ef að mér
finnst það ekki passa, þá breyti
ég frekar í samráði við þann
sem pantar.“ Sigrún leggur
áherslu á að hver hlutur sé
sérstakur og segir að sér finnist
ekki gaman að gera eitthvað
tvennt sem er eins. „Það er
sjaldgæft að ég geri margt sem
er eins, það þarf alltaf að vera
einhver áskorun í gangi, ég
myndi seint senda einhverja
hönnun til Kína til að láta
fjöldaframleiða, það er ekki það
sem ég sækist eftir.“
Sigrún segist ekki hafa góða
yfirsýn yfir hverjir séu hennar
helstu viðskiptavinir þar sem
salan fer að miklu leyti fram
gegnum Gestastofuna og
nauðsynlegt að vera með mik-
inn tækjabúnað. Hennar aðal-
vinnutæki er gömul iðnaðar-
saumavél, en hún segist
örugglega eiga eftir að bæta við
saumavélum og áhöldum þegar
fram líða stundir. „Maður getur
gert alveg helling án þess að
vera með dýr og mikil tæki.“
Sigrún segir að líklega sé erfitt
að lifa af handverkinu einu og
sér og sjá fyrir stórri fjölskyldu
en hún hefur þó trú á því sem
tækifæri til atvinnusköpunar.
„Ég væri ekki búin að stofna til
fjár-festinga í þessu ef ég hefði
ekki trú á því að þetta væri
eitthvað sem gæti gefið mér
tekjur.“
Sigrún segist hafa orðið vör
við áhuga fólks á að koma og
skoða vörurnar. „Sveitungarnir
voru líka að skamma mig fyrir
að vera ekki með auglýsingaskilti
upp við veg, að ég væri ekki
sýnileg, en mér fannst ég bara
ekki geta verið sýnileg með það
að taka á móti fólki þegar rýmið
rúmaði ekki nema tvo gesti.
Mig langar líka að tengja þetta
við bú-skapinn, þarna úti er
hráefnið á hlaupum. Það lagði
ég upp með þegar ég sótti um
styrkinn og ætla að halda mig
við það, enda finnst mér það
spennandi.“ Sigrún hefur ekki
enn prófað hráefni af öllum
dýrunum á bænum, hún á þó
fjaðrir og fleira á lager en vantar
tíma til að prófa sig áfram með
það. Lambaskinnin nýtir hún
vel, m.a. í ungbarnaskó og hefur
áhuga á að læra að verka þau
sjálf, en til þess gefst einfaldlega
ekki tími og hún lætur því súta
þau hjá Loðskinni á Sauðár-
króki.
Talið berst að ferðaþjónustu
á svæðinu og Sigrún bendir á að
það sé mikil umferð um sveitina
og þar sé mikil og fjölbreytt
ferðaþjónusta á tiltölulega litlu
svæði. Skammt frá Stórhóli eru
til að mynda fyrirtæki í rafting,
hestaferðum og gistingu, auk
sundlaugar og annarrar
þjónustu sem er í Steinsstaða-
Geitfjársetrið. Hún telur þó að
Íslendingar séu stór hluti af
sínum kúnnahóp. Hún er aðili
að Beint frá býli og selur vörur
sínar undir gæðamerki þeirra.
„Ég ætla mér að stíga það skref
lengra, ég er bara með eggin
inni í þessu núna en ætla mér
að selja eitthvað fleira matar-
kyns frá búinu.“
Persónulegar
fermingartertur
Ýmislegt af því sem Sigrún fæst
við tengist fermingum og
öðrum tímamótum. Hún
skreytir nokkra tugi af tertum á
ári hverju og málar þá á
marsípan með matarlit. „Ég
nota ekki þakmálningu, þó ég
segi það stundum þegar fólk
spyr,“ segir hún og hlær.
Terturnar eru skreyttar á
persónulegan hátt og algengt er
að myndin sé af fermingar-
barninu og áhugamálum þess.
„Það er mjög algengt að það séu
myndir af fermingarbarninu á
hestbaki, eða að knúsa hund-
inn eða uppáhaldskindina, eða
kannski á hjóli.“ Sigrún gerir
einnig gestabækur fyrir ferm-
ingar, en þær á hún yfirleitt ekki
á lager þar sem oftast eru
séróskir um litaþema og slíkt.
Hún notar mikið roð og skinn í
bækurnar og skrautskrifar
einnig í þær. Þá tekur hún að
sér að skreyta kerti með vax-
blómum og skrautskrift.
Sigrún hafði lengi leitað
leiða til að koma sér upp
aðstöðu til að taka á móti fólki,
einskonar opinni vinnustofu.
Henni var bent á Framleiðnisjóð
landbúnaðarins og þaðan fékk
hún styrk í verkefnið. „Þannig
að þau hafa alla vega trú á
þessu,“ bætir hún við. Vinnu-
stofan er byggð úr stórum
gámum. Smíðað var utan um
gámana til að laga ytra útlit
þeirra og rýmið síðan klætt að
innan með parketi sem gefur
vinnustofunni mjög notalegt
yfirbragð. Sigrún segir ekki
hverfinu. „Ég er sannfærð um
að við eigum eftir að vinna
saman þessir staðir og einnig
þarf maður að koma sér á
kortið varðandi ferðaþjónustu á
Norðurlandi vestra í heild,“
segir Sigrún en hún hyggst
kynna sér félagsskap ferðaþjóna
á svæðinu.
Tímaleysið er helsti
þröskuldurinn
Sem nærri má geta er oft líf og
fjör á barnmörgu heimili og
segir Sigrún börnin alin upp
með handverkið allt í kringum
sig. „Þetta hefur verið fyrir
nefinu á þeim síðan þau voru
smábörn og það hefur varla
komið fyrir að þau hafi skemmt
eitthvað þó þetta dót mitt hafi
verið úti um allt. Þau hafa öll í
sér einhverja löngun á einhverju
sviði og eru alveg lipur í
puttunum þegar þeim dettur
það í hug. Síðast í gær var sú
litla að leika sér með roðdýr á
gólfinu og áður en ég vissi af var
hún búin að líma stóra belju og
tófu á gólfið með vænni
slummu af lími og var að
skreyta gólfið,“ segir hún bros-
andi
Sigrún segir að þegar hún sé
ekki að gera eitthvað í hönd-
unum megi trúlega finna hana
við þvottavélar heimilisins,
enda gefist ekki mikill tími í
annað en handverk og heimilis-
og bústörf.
Við endum viðtalið á að líta
á geiturnar og geithafrana sem
búa í sitt hvoru útihúsinu.
Yngsta heimasætan slæst í för
og knúsar kiðlingana í bak og
fyrir. Geiturnar eru í miklu
uppáhaldi hjá heimilisfólki,
enn Sverrir, elsti sonurinn á
flestar þeirra. Ennþá hefur
engri geit verið lógað á bænum,
en nokkur afföll hafa þó orðið
og m.a. týndust tveir kiðlingar í
fyrra og fannst ekki tangur né
tetur af þeim. Sem leiddi til þess
að Sigrún fór að mjólka þær og
fikta við að gera osta. Eftir
heimsókn í vinnustofuna og
útihúsin er ekki erfitt að
ímynda sér að það sé í nógu að
snúast á bænum, enda hefur
Sigrún orð á því áður en haldið
er úr hlaði „að stundum væri
gott að geta klónað sig.“
- - - - -
Stórhóll er við þjóðveg 752 í fyrrum
Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.
Heimasíða Rúnalistar er runalist.is og
Rúnalist er einnig á Facebook.
Tvær gestabækur sem Sigrún hefur búið til.
Fermingarterturnar eru hannaðar með áhugamál barnanna í huga.
Myndir eru vinsæl söluvara hjá Rúnalist. Þessi er úr roði, endurunnum pappír og rúlluplasti.