Feykir


Feykir - 15.05.2014, Síða 2

Feykir - 15.05.2014, Síða 2
2 Feykir 18/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Ég veit að ég öfunda vorið Það er vor í lofti, einhverjir myndu ef til vill segja sumar, enda sumardagurinn fyrsti liðinn og þremur vikum betur. Vorið er eitthvað svo magnaður árstími, tími bjartsýni og breytinga, nýs upphafs og almennrar gleði. Það var því ekki að ástæðulausu sem Reykjavíkurskáldið Tómas Guð- mundsson öfundaði vorið er hann kvað svo fallega: Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig, með kossi hvert sólarlag. Þeir sem hafa gaman af því að vera úti í náttúrunni hljóta að kunna að meta vorið. Gróandi, fuglasöngur, hreiðurgerð, sauðburður, allt minnir þetta á nýtt upphaf í náttúrunni. Ef maður er af krúttkynslóðinni er eflaust fátt notalegra en að „knúsa lítið lamb í drasl.“ Á hlýindadegi eftir rigningarnótt í maí má nánast horfa á grasið spretta og grænka. Svo er hægt að hengja út þvottinn og taka svolítið af útilyktinni með sér inn. Á vorin er líka mikil gróska í menningarlífinu. Kórar, tónlistarhópar af ýmsu tagi, myndlistarfólk, leikfélög og fleiri aðilar standa fyrir viðburðum og er skemmst að minnast Sæluviku Skagfirðinga sem er sannkallaður og ljúfur vorboði. Ýmis félög í íþróttum og menningarlífi ljúka líka vetrarstarfinu með nokkurs konar uppskeruhátíð. Sama má segja um nemendur á öllum skólastigum, sem fara út í sumarið með vitnisburð fyrir nýlokið skólaár. Hvað sem í honum stendur er mest um vert að hafa gert sitt besta og bætt sig á einhvern hátt. Þá skiptir ekki máli hvort Lalli litli er með lægstu einkunn eða Hávarður með þá hæstu, eina raunhæfa viðmiðið er maður sjálfur, hvort manni hafi á einhvern hátt farið fram í náminu. Meira að segja Júróvisjón (sem undirrituð verður að gangast við að hafa ekki horft á þetta árið) er vorboði. Hér ætla ég ekki að fara út í hvort karlar í kjól eða konur með skegg séu sigurstranglegri en aðrir, en keppnin er ekki verri vettvangur en hver annar til að vekja athygli á fjölbreytileika mannslífsins. Svo er einhver ferskur vorblær sem fylgir litagleði pollapönkara og fleiri keppenda. Því miður er það svo að vorið getur líka verið erfitt, þeim sem búa við vanlíðan af einhverju tagi eða eiga um sárt að binda. Það er því ástæða til að huga að meðborgurum sínum á þessum árstíma, sem öðrum, og aftur tek ég mér orð skáldsins í munn þar sem hann segir: Þó get ég ei annað en glaðst við, hvern geisla er á veg þinn skín og óskað að söngur, ástir og rósir, sé alla tíð saga þín. Kristín Sigurrós Einarsdóttir Íþróttamiðstöðin á Hvammstanga Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagastrandar Sótt um leyfi fyrir vatnsrennibraut Hagnaður um 66,3 milljónir kr. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra þann 8. maí sl. var tekin fyrir umsókn frá Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra og Skúla Þórðarsyni f.h. Húnaþings vestra um leyfi til að setja upp vatnsrennibraut, byggja tæknirými fyrir vatnsrennibrautina og breyta girðingu vegna þeirra framkvæmda. Var erindið samþykkt af skipulags- og umhverfisráði, með fyrirvara um full- nægjandi gögn. Verður fundargerð ráðsins tekin fyrir á næsta sveitarstjórnar- fundi sem hefst í dag kl. 15:00. /KSE Í ársreikningi Sveitar- félagsins Skagastrandar kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar voru 537 m.kr. en voru 497,4 m.kr. árið 2012 og hafa hækkað um 8% milli ára. Rekstrarniðurstaða var jákvæð á árinu um 66,3 m.kr. í samanburði við 134,7 m.kr. neikvæða afkomu árið 2012. Í síðari umræðu um ársreikninginn á fundi hjá sveitarstjórninni sl. mánu- dag kom fram að rekstrar- afkoma ársins 2012 markað- ist af því að undir rekstur þess árs var fært 180 m.kr. óafturkræft framlag til hitaveituframkvæmda en án þess framlags hefði rekstur ársins verið jákvæður um 45,3 milljónir. Rekstrargjöld samstæðu námu 480,8 millj- ónum en voru 462,5 milljónir 2012 fyrir utan umrætt 180 milljóna hitaveituframlag. Rekstrarafkoma hefur batn- að milli ára um 26,4 milljónir að teknu tilliti til kostnaðar vegna hitaveituframkvæmda. Rekstrarniðurstaða sam- stæðunnar er 35,5 milljónum hagstæðari en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir en áætluð rekstrar- afkoma ársins var 30,8 m.kr. Eigið fé samstæðu í árslok 2013 nam 1.209 m.kr. sam- kvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall samstæðu var 72% í lok árs 2013 en var 71,4% árið 2012. Veltufjár- hlutfall samstæðunnar nam 8,65 en var 9.08 í árslok 2012. Samkvæmt yfirliti um sjóð- streymi var veltufé frá rekstri samstæðunnar 75,3 m.kr. og handbært fé frá rekstri 73,4 m.kr. Handbært fé samstæð- unnar nam 520,8 m.kr. í árslok en var 490,1 m.kr. í árslok 2012. Sveitarstjórn samþykkti ársreikning og áritaði að lokinni umræðu. /GSG Framboðslisti Skagastrandar- listans fullskipaður Steindór Haraldsson skipar 1. sæti Ð-listans – Við öll Fullskipaður listi Skagastrandarlistans , H-lista, fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 31. maí nk. var samþykktur á fundi þann 7. maí sl. Adolf H. Berndsen skipar fyrsta sætið, í öðru sæti er Halldór G. Ólafsson og í því þriðja er Róbert Kristjánsson. Í fréttatilkynningu frá Ð-listanum á Skagaströnd segir að um sé að ræða hóp fólks sem vill tryggja öllum íbúum Skagastrandar raunverulegan valkost á því að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að ganga til kosninga í vor. „Ljóst má vera að framtíð bæjarins er í höndum bæjarbúa allra og því er áhersla framboðsins að samfélagið skuli byggja á algeru gagnsæi stjórnsýslunnar, góðu siðferði og stóraukinni þátttöku íbúa Skagastrandar í stjórnsýslu sveitafélagsins,“ segir í tilkynningunni. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014 Listinn er eftirfarandi: 1. Adolf H. Berndsen framkv.stjóri 2. Halldór G. Ólafsson framkv.stjóri 3. Róbert Kristjánsson verslunarstjóri 4. Gunnar S. Halldórsson matreiðslumaður 5. Jón Ólafur Sigurjónsson iðnaðarmaður 6. Péturína L. Jakobsdóttir skrifstofustjóri 7. Árný S. Gísladóttir fulltrúi 8. Hrefna D. Þorsteinsdóttir stuðningsfulltrúi 9. Sigurlaug Lára Ingimundardóttir þjónustufulltrúi 10. Hafdís H. Ásgeirsdóttir hársnyrtir Listinn er eftirfarandi: 1. Steindór Haraldsson, framleiðslustjóri 2. Inga Rós Sævarsdóttir, fulltrúi 3. Kristín Björk Leifsdóttir, háskólanemi 4. Guðlaug Grétarsdóttir, leikskólakennari 5. Eygló Amelía Valdimarsdóttir, snyrtifræðingur 6. Súsanna Þórhallsdóttir, húsmóðir 7. Kristín Birna Guðmundsdóttir, fulltrúi 8. Þröstur Líndal, bóndi 9. Sigríður Þórunn Gestsdóttir, húsmóðir. 10. Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.