Feykir


Feykir - 22.05.2014, Blaðsíða 15

Feykir - 22.05.2014, Blaðsíða 15
19/2014 Feykir 15 Ingvar og Malin matreiða Kartöflugratín í uppáhaldi og fljót- leg og fín kladdkaka KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti laumast í að lesa nokkra kosningabæklinga. Spakmæli vikunnar -Fólk sem segir að eitthvað sé ekki hægt, ætti ekki að trufla hina sem eru að framkvæma það. Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... í Tókýó í Japan eru til sjálfsalar sem selja frosið kjöt, skartgripi og stefnumótaupplýsingar. ... eigandi bókabúðarinnar The One Book Store í Brisbee í Arizona- fylki selur bara eina bók, sínar eigin æviminningar. ... ef miðað er við 76 ára líftíma er meðal-Bandaríkjamaður veikur í 4.483 daga sem er meira en tólf ár. AÐALRÉTTUR Lambafille með hvítlauk og rósmarín Aðferð: Saltið og piprið, steikið á pönnu til að loka kjötinu og setjið í eldfast mót. Marinering: 1-2 tsk hvítlauksmauk ½ tsk rósmarín 2 msk hunang 1 msk Dijon sinnep 1 msk ólífuolía Aðferð: Hrært saman og penslað vel yfir kjötið sem síðan er steikt í ofni, 45 mín. í 175°C, passa að steikja ekki of lengi. Gott er að nota rós- marín, hvítlauk og hunangs- sinnep (smá) í sósuna. Meðlæti: Kartöflugratín 10 stórar kartöflur ½ blaðlauk hvítlauksmauk salt og pipar 2 ½ dl rjómi Aðferð: Kartöflugratínið er í miklu uppá- haldi hjá fjölskyldunni. Það er fljótlegt og gott en ég er hætt að skræla kartöflurnar ef hýðið á þeim er fallegt. Smyrjið eldfast mót. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar (eða í matvinnsluvél) og raðið einni MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is Hahahahahaha Amma á dánarbeði, við dótturdóttur sína: „Ég ætla að arfleiða þig að búgarðinum mínum. Það er lúxusvillan, dráttarvélarnar og önnur tæki og tól, bóndabærinn og $22,398,750.00 í reiðufé.” Dótturdóttirin, sem sér fram á mikil auðævi, segir: „Ó, elsku amma, mikið ertu höfðingleg! Ég vissi ekki einu sinni að þú ættir búgarð. Hvar er hann?” Amman, í andarslitrunum: „… Farmville… á Facebook...“ Matgæðingar vikunnar eru Ingvar F. Ragnarsson og Malin Persson, og synir þeirra Ragnar 16 ára og Hákon 12 ára, frá Syðra-Kolugili í Víðidal í Húnaþingi vestra. Að umferð í botninn og stráið niðurskornum blaðlauk yfir. Saltið og piprið aðeins (gott er að nota piparkvörn) og setjið hnífsodd af hvítlauk hér og þar. Gerið aðra umferð alveg eins. Setjið svo síðustu umferðina af kartöflum á, saltið og piprið aðeins og hellið loks rjómanum yfir. EFTIRRÉTTUR Sænsk kladdkaka 2 egg 3 dl sykur 1 ½ tsk vanillusykur 4 msk kakó 1 ½ dl hveiti 100 gr brætt smjör Aðferð: Kladdkakan er fljótleg og fín heit en henni er oftast hent í ofninn og látinn bakast á meðan við borðum aðalréttinn. Gott að láta yngri kynslóðina sjá um kladdkökuna á meðan maður er sjálfur að leggja loka hönd á sósuna. Allt hrært saman og sett í kringlótt mót af minni gerðinni (21 sm). Passa að ofninn sé vel heitur, 175°C, áður en kakan er sett inn en þá lukkast kakan best. Hún fer beint í ofninn eftir að hún er komin í mótið og er bökuð í 25- 30 mín. en hún á að vera blaut. Gott að bera fram ís eða rjóma með. Verði ykkur að góðu! sögn þeirra hjóna er jafnan mjög gestkvæmt á bænum og mikið eldað og bakað. Fjölskyldan á Syðra-Kolugili skorar á fjölskylduna á næsta bæ, Bakka, þau Örn Óla Andrésson og Dagnýju Sigur- laugu Ragnarsdóttur. Feykir spyr... [SPURTÁ HÓLUM Í HJALTADAL] Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? HREFNA LAUFEY INGÓLFSDÓTTIR -Ég verð að vinna hér á Hólum í ferðaþjónustunni og tek bara frí til að fara í tvö brúðkaup. ÓLAFUR HELGI THORARENSEN -Ég ætla að vinna, það er ekkert frí, bara þrældómur. INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR -Helst að reyna að komast í eina eða tvær hestaferðir, sinna hrossunum og fjölskyldunni. ÞÓRHILDUR MARÍA JÓNSDÓTTIR -Ég ætla að fara til Gautaborgar, sonur minn er að fara að keppa þar, og á landsmót skáta á Hömrum við Akureyri. Ingvar F. Ragnarsson og Hákon, yngri sonur hans, á góðri stundu í hestaferð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.