Feykir


Feykir - 22.05.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 22.05.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 19/2014 Aflafréttir vikuna 11.-17. maí Tæp 250 tonn að landi Í viku 20 var landað tæpum 190 tonnum á Sauðárkróki, rúmum 10 tonnum á Hofsósi, 42 tonnum á Skagaströnd og rúmum 4 tonnum á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Fannar SK-11 Handfæri 1.424 Gammur II SK-120 Grásleppunet 6.231 Helga Guðm. KS-23 Handfæri 1.545 Klakkur SK-5 Botnvarpa 133.477 Kristín SK-77 Handfæri 3.082 Maró SK-33 Handfæri 1.581 Már SK-90 Grásleppunet 7.357 Nona SK-141 Handfæri 1.709 Nökkvi ÞH-27 Rækjuvarpa 7.599 Oddur SK-100 Grásleppunet 6.756 Ríkey SK-111 Handfæri 331 Séra Árni SK-101 Grásleppunet 5.817 Steini G SK-14 Grásleppunet 9.334 Vinur SK-22 Grásleppunet 1.329 Ösp SK-135 Handfæri 1.495 Alls á Sauðárkróki 189.067 Aggi SI-8 Handfæri 493 Ásmundur SK-123 Landb.lína 1.854 Dúan SI-130 Handfæri 768 Geisli SK-66 Handfæri 3.826 Hafbjörg SK-58 Handfæri 1.276 Skáley SK-32 Handfæri 2.273 Alls á Hofsósi 10.490 Brák HU-8 Handfæri 395 Harpa HU-4 Dragnót 3.561 Óli HU-115 Handfæri 83 Alls á Hvammstanga 4.039 Arney HU-36 Handfæri 417 Ásdís ÍS-2 Handfæri 2.167 Bogga í Vík Handfæri 2.096 Blær HU-77 Landb.lína 1.025 Dagrún HU-121 Grásleppunet 657 Elín ÞH-82 Handfæri 1.924 Fjöður GK-90 Handfæri 1.023 Garpur HU-58 Handfæri 1.957 Greifinn SK-19 Handfæri 1.045 Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 1.740 Nonni HU-9 Handfæri 1.367 Ólafur Magn. HU-54 Grásleppunet 5.110 Óli Gísla HU-212 Lína 17.621 Smári HU-7 Landb.lína 1.443 Sveinbjörg HU-49 Handfæri 928 Sæborg HU-80 Handfæri 700 Sæunn HU Handfæri 898 Alls á Skagaströnd: 42.118 www.skagafjordur.is Auglýsing vegna kjörskrár Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna sveitastjórnarkosninga 31. maí 2014 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9.00 - 16.00 frá og með fimmtudeginum 22. maí 2014 til kjördags. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu Innanríkisráðuneytis. Upplýsingaveita Innanríkisráðuneytis: http://www.kosning.is/sveitarstjornarkosningar-2014/ Sveitarstjóri Fækkað um meira en helming Embættum sýslumanna og lögreglustjóra Alþingi samþykkti í síðustu viku tvö frumvörp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um breytingar á lögum um umdæmaskipan lögreglu- stjóra og sýslumanna. Samkvæmt vef Innanríkis- ráðuneytisins verður með lögunum embættum sýslumanna fækkað úr 24 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í níu. Þá verður yfirstjórn lögreglu aðskilin frá yfirstjórn sýslumannsembætta. Tilgangurinn með sam- einingu sýslumannsembætta er að til verði öflugri þjónustu- stofnanir sem standa betur að vígi til þess að sinna hlutverki sínu og taka að sér aukin verk- efni. Með aðskilnaði yfirstjórnar lögreglu frá yfirstjórn sýslu- mannsembætta er lögreglu- stjórum gert kleift að sinna lögreglustjórn óskiptir í ljósi aukinna krafna sem gerðar eru til löggæslu. Með þessari breyt- ingu er stefnt að því að til verði öflug lögreglulið sem njóti styrks af stærri liðsheild og verði hagkvæmari rekstrareiningar til lengri tíma litið. Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsmanna þrátt fyrir hagræðingu í rekstri og gert er ráð fyrir að starfandi sýslumenn njóti forgangs til skipunar í ný embætti sýslu- manna. Landið skiptist í níu umdæmi sýslumanna og verða þau á höfuðborgarsvæðinu, Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi, í Vest- mannaeyjum og á Suðurnesjum. Þá skiptist landið í níu lögreglu- umdæmi með lögreglustjórn og fara lögreglustjórar með em- bætti á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, á Norður- landi eystra, á Austurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Umdæmamörk embætta sýslumanna og lögregluembætta verða samkvæmt lögunum ákveðin í reglugerð. Ráðherra ákveður í reglugerð hvar aðalstöðvar embættanna skulu vera og hvar lögreglustöðvar verða starfræktar svo og aðrar sýsluskrifstofur. Breytt skipulag tekur gildi þann 1. janúar á næsta ári. /GSG & BÞ Skundar af stað Skokkhópurinn á Sauðárkróki Æfingar hins svokallaða skokkhóps á Sauðárkróki eru nú að hefjast. Vakin skal athygli á því að hlaup eru ekki skilyrði fyrir þátttöku, því hægt er að ganga, skokka, hjóla, hafa með sér barnakerrur og börn, í bakpoka, á hjóli eða gangandi. Þetta er því kjörin fjölskyldusamvera og ávallt eru fundnar leiðir og æfingar við hæfi hvers og eins. Æft verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 17:30-18:30 en á laugardögum klukkan 10. Verð fyrir þátttöku allt sumarið er kl. 15.000 og veittur er fjölskyldu- afsláttur. Af þátttökugjaldi renna ávallt 1.000 krónur til góðs málefnis. Á laugardögum er gjarnan boðið upp á lengri ferðir, t.d. fjallaferðir. Þá er boðið upp á púl og teygjur eftir hverja æfingu, eftir því sem hver og einn ræður við. Hópurinn hittist hjá sundlauginni og jafnan er lagt upp þaðan. Lögð er áhersla á fjör og létta stemningu. Sem fyrr er það Árni Stefánsson sem heldur utan um hópinn og bíður hann alla velkomna að koma og prófa. Ávallt er farið varlega af stað með byrjendur og æfingin sniðin að þörfum hvers og eins. Árni gefur nánari upplýs- ingar í síma 864 3959. „Hittumst hjá sundlauginni, hjólandi, gangandi, skokkandi,“ segir í tilkynningu frá hópnum. /KSE Óhlutbundnar kosningar Akrahreppur og Skagabyggð Samkvæmt kosningavef innanríkisráðu- neytisins munu óhlutbundnar kosningar fara fram í átján af sjötíu og fjórum sveitarfélögum á landinu þann 31. maí nk. Þar af eru tvö sveitarfélög á Norðurlandi vestra, Akrahreppur í Skagafirði og Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu. Óhlutbundnar kosningar, sem í daglegu tali eru oft kallaðar persónukjör, þýða að allir kjósendur í sveitarfélaginu eru í kjöri, með þeirri undantekningu að þeir sem setið hafa í sveitarstjórn eitt kjörtímabil eða lengur geta skorast undan kjöri, enda tilkynni þeir yfirkjörstjórn það fyrir lok framboðsfrests, þ.e. fyrir 10. maí 2014, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Skal yfirkjörstjórn auglýsa með viðeigandi hætti nöfn þeirra sem skorast hafa undan endurkjöri. Öllum öðrum sem eru kjörgengir, heilir og hraustir og yngri en 65 ára, er skylt að taka kjöri í sveitarstjórn við óbundna kosningu. Þessar upplýsingar koma fram á vefnum kosning.is. Þar geta kjósendur m.a. aflað sér upplýsinga um hvar þeir eru á kjörskrá, með því að slá inn kennitölu og kemur þá upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilfellum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. /KSE Sælir skokkarar að afloknu Króksbrautarhlaupi. Mynd: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.