Feykir


Feykir - 22.05.2014, Blaðsíða 14

Feykir - 22.05.2014, Blaðsíða 14
14 Feykir 19/2014 Það var svoldið stúss að fá miða á sjálfa keppnina vegna þess að við vorum svo mörg, eða 44 talsins með kennurum og foreldrum, en þrátt fyrir það tókst kennurum okkar að fá miða fyrir okkur öll. Við komumst ekki á sjálfa forkeppnina vegna fjölda en fórum í staðinn á genaralprufu forkeppninnar til að sjá Ísland „performa“. Keppnin var haldin í gamalli skipaverksmiðju og þegar við komum loksins á staðinn varð ég fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Vana- lega þegar ég hef horft á Eurovision heima í sófa hefur keppnin verið í einhverjum hrikalega flottum byggingum – höllum mætti halda. En núna var þetta í einhverri risastórri grárri, ljótri verksmiðju. Ég hugsaði með mér að það þýddi ekkert að hengja haus yfir einhverju svona, ég skyldi bara njóta þess að fá að sjá þetta „live“ þótt þetta væri kannski FRÁSÖGN Linda Þórdís B. Róbertsdóttir ekki alveg jafn flott og ég hafði vonað. Við byrjuðum að fara í gegnum mikla öryggisgæslu til að komast inn á staðinn. Svo eftir að allir komust inn og búið var að tryggja að enginn væri með neitt sem ekki átti heima á staðnum, var komið að því að skoða staðinn aðeins betur. Þegar við gengum inn í verksmiðjuna get ég sagt hreint út að ég fékk stjörnur í augun, þetta var svo flott og þá vorum við bara komin í anddyrið. Við gengum lengra inn og þá blasti við risastórt svið baðað í allskonar ljósum. Ég einfald- lega gapti af undrun – þetta var svo flott. Hvernig gat þessi frekar ljóta verksmiðja verið svona hrikalega flott að innan? Danirnir mega sko sannarlega fá mikið klapp á bakið fyrir þetta því þetta var einfaldlega æðislegt. Enda á núll einni voru allir bekkjarfélagar mínir, og meira að segja kennarar, búnir að taka upp símana til að taka myndir og myndbönd. SAMEIGINLEGIR FRAMBOÐSFUNDIR Í SVEITARFÉLAGINU SKAGAFIRÐI VERÐA: Þriðjudaginn 27. maí: Í Menningarhúsinu Miðgarði (efri hæð) kl. 17:00. Á Mælifelli á Sauðárkróki kl. 20:30. Miðvikudaginn 28. maí: Í Höfðaborg á Hofsósi kl. 20:30 Fulltrúar flokkanna verða með framsögur, en síðan verða leyfðar fyrirspurnir úr sal. Framboð til sveitarstjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði Komumst næstum því í sjónvarpið Við áttum pöntuð sæti lengst uppi í stúkunni og höfðum því góða yfirsýn yfir allt. En ekki leið á löngu þar til starfsmaður kom til okkar og bauð okkur að vera alveg upp við sviðið. Að sjálfsögðu sögðum við já með stórt bros á vör. Sumir voru spenntari en aðrir, eins og gengur og gerist, svo nokkrir vildu heldur sitja áfram uppi í stúkunni, sem var líka allt í góðu. Í loftinu héngu stórir skjáir sem tökumönnum þótti ekki leiðinlegt að sýna okkur í. Enda heill 10. bekkur iðandi úr spenningi í skær appelsínu- gulum Grettispeysum, sem fór ekki fram hjá neinum þarna inni. Eftir ekki nema hálftíma bið, með undirspili á gömlum Eurovision lögum sem hress danskur DJ spilaði, byrjaði „showið“. Kynnarnir stigu á sviðið og þá byrjaði ballið. Loksins byrjaði það sem beðið hafði verið eftir. Að loknu stuttu „introi“ frá kynnunum kom sigurvegarinn frá síðasta ári, hún Emmelie de Forest, og tók vinningslagið frá því í fyrra. Og mikið sem það var flott. Fyrstir af keppendunum á svið voru Armenar og mér leið einfaldlega eins og ég væri hluti af atriðinu, ég lifði mig svo inn í þetta. Maður fann fyrir tón- listinni alveg inn að beini. Númer fjögur í röðinni upp á svið var Pollapönk og mikið sem þeir voru flottir. Þótt mér finnist lagið persónulega ekkert sértakt var þetta hrikalega flott hjá þeim. Og það sem betra var að mér og vinkonu minni var réttur íslenski fáninn í hönd og tökumenn stilltu sér upp fyrir framan okkur. Hefði eitthvað klikkað á sjálfri sýningunni þá hefðum við komið í sjónvarpið, en við vorum ekki svo heppnar. Á sviðið stigu 16 atriði sem voru eins misjöfn og þau voru mörg en samt svo hrikalega flott. Eins og sannir Íslendingar reyndum við að láta í okkur heyra allan tímann, því eins og ég nefndi áður, hefði eitthvað klikkað á alvöru sýningunni hefði klippan og hljóðið af okkur verið notað. Þegar búið var að flytja öll lögin var komið að plat- úrslitunum. Ísland komst ekki áfram og vorum við frekar svekkt yfir því að kynnarnir hefðu ekki leyft okkur að komast áfram. Við sem vorum búin að vera með svaka læti allan tímann eins og þeir voru búnir að biðja okkur um. En þeir fengu víst ekki að ráða því. Sýningin kláraðist og okkur langaði ekki að fara, þetta var svo gaman. Héldum við út í rútu, þreytt í fótunum og aum í hálsinum af öskrum og látum en með bros út að eyrum. Hrikalega skemmtileg ferð sem kom virkilega á óvart. Ég væri hvenær sem er til í að fara aftur á Euro! 10. bekkingar Árskóla skemmtu sér hið besta appelsínugulir og glaðir. Myndir: Linda Þórdís Pollapönkararnir á sviði. „Hrikalega skemmtileg ferð sem kom virkilega á óvart“ Við 10. bekkingar í Árskóla á Sauðárkróki fórum í skólaferðalag til Danmerkur þann 5. - 9. maí síðastliðinn. Í þessari ferð átti að gera ýmislegt skemmtilegt, þar á meðal fara á Eurovision söngvakeppnina sem var haldin í Kaupmannahöfn þetta árið. Danmerkurferð 10. bekkjar Árskóla

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.