Feykir


Feykir - 05.06.2014, Síða 2

Feykir - 05.06.2014, Síða 2
2 Feykir 21/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Kosninga“vaka“ Mér er þannig farið að fátt virkar meira svæfandi á mig en leiðinlegt sjónvarpsefni. Það fór því svo að kosningavaka RÚV, sem oft hefur haldið mér á tánum fram á nótt, virkaði einstaklega svæfandi á mig og langt síðan ég hef vaknað jafn endurnærð eftir góðan nætursvefn. Ber ef til vill að hrósa RÚV fyrir það. Ég hygg þó að sá hafi ekki verið tilgangur með kosninga- vöku RÚV, að svæfa þreyttar húsmæður vítt og breitt um landið. En þá erum við komin að kjarna málsins, nefnilega vítt og breitt um landið. Ég var tilbúin með poppið og snakkið og beið spennt eftir dagskránni. En viti menn, löngu áður en útsendingin hófst fóru tölur að berast úr smærri sveitarfélögum sem ég hafði áhuga á að fylgjast með, svo sem Árneshreppi, Strandabyggð og Skorradalshreppi. Það er kannski rosalega lúðalegt að hafa áhuga á litlum sveitarfélögum þar sem boðið er upp á persónukjör eða lista sem ekki tilheyra hinum margumrædda fjórflokki, enda kom það í ljós að kosningavakt RÚV hafði takmarkaðan áhuga á þeim. Þarna hefðu hinir ýmsu fréttamenn sem hafa verið til fyrirmyndar hvað varðandi fréttaflutning og dagskrárgerð af landsbyggðinni mátt dreifa sér á kjördæmin og flytja okkur fyrstu tölur t.d. úr Skagafirði. Leita hefði mátt til sérfræðinga í hverjum landshluta og fara yfir helstu breytingar. Þá hefði að meinalausu mátt birta nöfn þeirra sem náðu kjöri í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Nú kann að vera að þetta sé allt of flókið í framkvæmd, að minnsta kosti virtist tæknin „eitthvað vera að stríða okkur“ á hinum annars ágæta kosningarvef RÚV sem ég hafði mikið notað í aðdraganda kosninga, enda voru landsbyggðinni þar gerð ágæt skil. Því skeði það í fyrsta sinn í áraraðir að maður fór inn á textavarpið og skal ég aldrei framar gera gys að því tækniundri. Ég trúi því ekki að óreyndu að ég sé eina manneskjan fyrir ofan Elliðaár sem hefur áhuga á landsbyggðinni og því sem gerist í sveitarstjórnarmálum þar og öðrum ráðhúsum en þessu við Tjörnina. Að mínu mati voru það vinir mínir á fésbókinni sem héldu einhverri spennu í kosningarvaktinni því sumar tölur var búið að birta á „veggjum“ þeirra áður en þær var að finna í öðrum miðlum. En áhugaleysið hefur fleiri birtingarmyndir, og er það með ólíkindum hversu dræm kjörsókn er orðin og fer versnandi. Í Hafnarfirði var kjörsóknin til að mynda 60,5%. Í Skagafirði kusu 76,7%, sem er þó betri kjörsókn en í tólf stærstu sveitarfélögum landsins. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, útsofin eftir kosningavöku. Minntust formæðra sinna Mæðgin komu með viðhöfn á kjörstað Athygli vakti þegar Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki, ásamt syni sínum Jóni Ægi Ingólfssyni, mætti ríðandi á kjörstað. Bæði voru þau uppábúin í íslenskum þjóð- búningum og Ásta reið í söðli. „Á síðasta ári mætti ég á kjörstað uppábúin í þjóðbúning. Þá fékk ég þá hugmynd að næst myndi ég fara ríðandi í söðli á kjörstað. Þetta geri ég af virðingu við formæður okkar sem börðust fyrir því að konur fengju kosningarétt en það eru ennþá innan við hundrað ár síðan konur fengu fullan kosningarétt og kjörgengi til alþingis til jafns við karlmenn,“ sagði Ásta aðspurð um þetta uppátæki sitt. Feykir fékk leyfi til að birta mynd sem tekin var af Ástu og Jón Ægi við þetta tækifæri og fylgdi myndinni eftirfarandi hugleiðing hennar: Tími er afstætt hugtak. Manni finnst tíminn fljúga áfram en þegar maður horfir á söguna eru hundrað ár ekki svo langur tími. Það eru t.d. innan við hundrað ár síðan konur og vinnuhjú fengu full pólitísk réttindi við 25 ára aldur en það mun hafa verið 1920. Í virðingarskyni við for- mæður okkar sem ruddu braut- ina fórum við mæðgin Ásta Ólöf Jónsdóttir og Jón Ægir Ingólfsson með viðhöfn á kjörstað í dag. Fólki er hollt að hugleiða það að kosningarétturinn er ekkert svo gamall í sögulegu samhengi. Við erum heppin því við höfum þennan rétt óskertan. Það er ennþá víða þannig að þessi réttur er fótum troðinn þó hann eigi að heita við lýði. Við skulum því bera virðingu fyrir kosningarétt- inum og mæta á kjörstað. Í kjörklefanum þarftu bara að taka tillit til þinnar eigin sam- visku. /KSE Jón Ægir og Ásta Ólöf mættu prúðbúin á kjörstað. Forðað frá skúffum og glatkistum USAH gefur út 54. árgang Húnavöku Ungmennasamband Austur- Húnvetninga hefur gefið út ritið Húnavöku og er það 54. árgangur ritsins sem nú lítur dagsins ljós. Ritið var kynnt í sameiginlegu útgáfuhófi vegna Húnavöku og ferða- bæklingsins Milli fjalls og fjöru í Eyvindarstofu á uppstigningardag. Að venju er Húnavaka tæpar 300 blaðsíður og efnið fjölbreytt. Fremst í ritinu er viðtal við hjónin Gunnar Ríkharðsson og Helgu Thoroddsen á Þingeyrum og María Markovic segir frá dvöl sinni á Kyrrahafseyjunni Samoa. Auk þess eru í ritinu sögur af hrakningum á sjó og landi, kveðskapur, smásögur og fleira. Þá er fjallað um minnisstæða Húnvetninga og þá sem látist hafa á árinu í sýslunni. Að lokum er viðamikill kafli með fréttum síðasta árs. Í máli Ingibergs Guðmunds- sonar, ritstjóra, kom fram að Húnavaka væri mikilvægt framlag til sögu héraðsins fyrr og síðar og hefði sem slíkt verulegt heimildagildi. „Þar eru upplýsingar um mannlíf og þjóðhætti, störf, vinnubrögð og fleira. Ritið hefur líka verið vettvangur fyrir heimamenn til að koma margs konar efni á framfæri, sem annars hefði í mörgum tilvikum legið í láginni eða orðið skúffum og glatkistum að bráð. Milli fjalls og fjöru – Nýr ferðabæklingur í A-Hún Í útgáfuhófinu var einnig kynntur veglegur ferðabækling- ur sem Ferðamálafélag Austur- Húnavatnssýslu gefur út og ber hann heitið Milli fjalls og fjöru. Bæklingurinn er 44 síður í A5 broti og allur litprentaður, auk þess sem þjónustukort er í miðju hans. Allur texti er á íslensku, ensku og þýsku en um þýðingar sáu þær Cathrine Chambers og Katharina Schneider. Í ritstjórn sátu þau Valgarður Hilmarsson, Katharina Schneid- er, Ingibergur Guðmundsson og G. Ágúst Pétursson, sem jafnframt var ritstjóri. Fjöl- margir lögðu til myndir. Bæklingurinn er allur hinn veglegasti, en hann er hannaður og uppsettur af Nýprent á Sauðárkróki. /KSE Valgarður Hilmarsson kynnir nýja ferðabæklinginn. Gestir í útgáfuhófinu.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.