Feykir


Feykir - 05.06.2014, Qupperneq 3

Feykir - 05.06.2014, Qupperneq 3
21/2014 Feykir 3 FNV slitið í 35. sinn Yfir 2200 nemendur brautskráðir frá upphafi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátíð- lega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í 35. sinn laugardaginn 24. maí, að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 53 nemend- ur. Þar með er tala braut- skráðra nemenda frá skólanum komin í 2201. Í máli skólameistara kom m.a. fram hve mikilvægu hlutverki skólinn gegnir fyrir menntun á framhaldsskólastigi á Norðurlandi vestra. Á síðast- liðnu skólaári voru t.d. 38% nemenda ekki á hefð- bundnum framhaldsskóla- aldri, þ.e. 16 til 20 ára og elsti nemandi skólans var fæddur árið 1943. Skólinn hefur átt farsælt samstarf við atvinnulífið og sveitarfélög og leitast við að bjóða upp á námsbrautir sem unnar eru í samráði við hagsmunaaðila í atvinnulífinu auk þess að jafna framboð á kynbundnu námsvali. Má þar nefna nám í hársnyrtiiðn, kvikmyndanám, nám á nýsköpunar- og tæknibraut, nám í slátraraiðn, nám á fisktæknibraut og nám í plastiðnum. Að auki er skólinn aðili að Fjarmenntaskólanum þar sem boðið er upp á fjarnám og lotubundið nám til að auðvelda nemendum að stunda nám með vinnu. Að lokum minntist skóla- meistari tveggja nemenda skólans, þeirra Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur og Skarp- héðins Andra Kristjánssonar, sem létust af völdum bílslyss sem átti sér stað þann 12. janúar sl. Í vetrarannál skólans, sem Ásbjörn Karlsson, áfangastjóri, flutti kom m.a. fram að nemendur á haustönn voru 488, en 496 á vorönn. Alls hafa 550 nemendur sótt skólann á þessu skólaári. Nemendur í fjarnámi voru 107. Hér er um fjölgun að ræða frá fyrri árum. Ánægjulegt er að brottfall hefur minnkað úr 9,2% fyrir fimm árum síðan í 4,6% í ár. Meðal nýjunga má nefna að dreifnámi var komið á fót á Hólmavík og Blönduósi til viðbótar við Hvammstanga. Að loknum vetrarannál fór fram brautskráning og afhend- ing viðurkenninga, sem var í höndum skólameistara og deildarstjóra skólans. Alls brautskráðust 53 nemendur frá skólanum. Þar af 31 nemandi með stúdentspróf, sex nemend- ur úr húsasmíði og bygginga- greinum, sjö nemendur úr rafiðna- og bílgreinadeild, þrír nemendur af sjúkraliðabraut, einn nemandi af starfsbraut og fimm nemendur úr vélvirkjun og vélstjórn. Þórdís Þórarinsdóttir flutti ávarp brautskráðra nemenda. Kristín Sigurrós Einarsdóttir flutti ávarp 20 ára stúdenta og Hrefna Björg Guðmundsdóttir flutti ávarp 30 ára stúdenta. Að lokum flutti skólameistari nemendum heilræði fyrir lífið og óskaði þeim velfarnaðar. Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar: Gústav Ferdinand Bentsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum húsasmíða. Jón Helgi Sigurgeirsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum vélstjórnar- brautar A. Karen Helga R. Steinsdóttir hlaut eftirtaldar viðurkenningar: 1. Fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum náttúrufræðibrautar á stúdentsprófi. 2. Frá Háskólanum í Reykjavík fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar. 3. Frá danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur í dönsku á stúdentsprófi. 4. Frá Þýska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur í þýsku á stúdentsprófi. 5. Fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku á stúdentsprófi. Sigríður Eygló Unnarsdóttir hlaut eftirtaldar viðurkenningar: 1. Fyrir framúrskarandi alhliða námsárangur á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar. 2. Frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur í erlendum tungumálum á stúdentsprófi. 3. Fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku á stúdentsprófi. Stella Jórunn Levy fékk Nýja testa- mentið að gjöf frá Gídeonfélaginu. Þórdís Þórarinsdóttir hlaut viðurkenn- ingar fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum náttúrufræðibrautar á stúdentsprófi og frá Efnafræðifélagi Íslands fyrir framúrskarandi náms- árangur í efnafræði á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar. /fnv.is Frá brautskráningu FNV 2014. Mynd: Pétur Ingi Karen Helga R. Steinsdóttir og Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari. Atvinnuráðgjafi með sérhæfingu á sviði ferðaþjónustu SSNV óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðarfullan einstakling í starf atvinnuráðgjafa á sviði ferðaþjónustu. Starfsstöð atvinnuráðgjafans verður á Norðurlandi vestra og búseta þar er skilyrði. Um er að ræða ráðningu til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Atvinnuráðgjafinn starfar náið með fagráði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og starfsfólki SSNV. Starfssvið: • Stuðningur við framkvæmd og útfærslu samstarfssamnings um ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. • Samstarf með fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum að atvinnu- og vöruþróun, markaðsstarfi, viðburðum og fleiru á vettvangi ferðaþjónustu á svæðinu. • Öflun upplýsinga og tilboða, skýrslugerð, aðstoð við gerð kynningarefnis og umsókna, gerð áætlana og önnur ýmis konar skipulags- og skjalavinna. • Undirbúningur nýrra verkefna og ýmis önnur störf sem tengjast starfsemi SSNV og ferðaþjónustu í landshlutanum. Menntun og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði ferðaþjónustu er mikill kostur en ekki skilyrði. • Hagnýt starfsreynsla, s.s. á sviði ferðaþjónustu, verkefnastjórnunar, rekstrar- og vöruþróunar. • Þekking, innsæi og áhugi á ferðaþjónustu, atvinnu- og byggðaþróun. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að leiða samstarf og verkefni með öflugum og farsælum hætti. • Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur. • Frumkvæði og metnaður. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf þar sem skapandi og duglegur einstaklingur getur haft mótandi áhrif á starfið. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2014. Nánari upplýsingar veitir Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri SSNV, sími 455 2510, netfang: kata@ssnv.is. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá í pósti til Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, b.t. Katrínar Maríu Andrésdóttur, Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga merktar: Atvinnuráðgjafi – Ferðaþjónusta Lucas 2 kominn í hús Söfnun á sjálfvirku hjartahnoðtæki Sjúkraflutningamenn á Hvammstanga fóru í byrjun maí af stað með söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki sem nefnist Lucas 2. Söfnunin gekk glimrandi vel að sögn Gunnars Sveinssonar sjúkraflutningamanns og er Lucas 2 nú kominn í hús. Í samtali við Feyki í byrjun maí sagði Gunnar frá því að Lucas 2 muni hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið þar sem fáir koma að endurlífgun þegar hún á sér stað. Lucas 2 kemur alveg í stað fyrir þann sem hnoðar og viðheldur fullkomnu hnoði í langan tíma svo lengi sem hann hefur rafmagn, sem er mun lengur heldur en venjulegur maður hefði úthald til. -Við viljum koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra ein- staklinga, fyrirtækja og stofn- ana sem styrktu verkefnið, þau eiga heiður skilið fyrir að koma svona sterkt að söfnuninni, segir Gunnar. /GSG

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.