Feykir


Feykir - 05.06.2014, Qupperneq 4

Feykir - 05.06.2014, Qupperneq 4
4 Feykir 21/2014 Sveitarstjórnarkosningar fóru fram síðastliðinn laugardag. Af sjö sveitarfélögum á Norðurlandi vestra voru listakosningar í fimm þeirra og óhlutbundnar í tveimur. Við birtum hér viðbrögð oddvita þeirra lista sem hlutu meirihluta í þremur af stærstu sveitarfélögunum, en á forsíðu er rætt við oddvita framsóknarmanna í Skagafirði um kosningasigur þeirra. Þá eru hér til hliðar úrslit kosninga í öllum sjö sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra. Aflafréttir vikuna 25.-31. maí Rúm 230 tonn að landi Í viku 22 var landað tæpum 180 tonnum á Sauðárkróki, tæpum 10 tonnum á Hofsósi, 30 tonnum á Skagaströnd og tæpum 14 tonnum á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Sæunn HU Handfæri 1.524 Alls á Skagaströnd: 30.403 Aggi SI-8 Handfæri 278 Ásmundur SK-123 Landb.lína 6.032 Hafbjörg SK-58 Handfæri 1.476 Skáley SK-32 Handfæri 1.945 Alls á Hofsósi 9.731 Fannar SK-11 Handfæri 1.616 Gammur II SK-120 Grásleppunet 4.453 Klakkur SK-5 Botnvarpa 138.656 Kristín SK-77 Handfæri 1.969 Maró SK-33 Handfæri 859 Nona SK-141 Handfæri 1.599 Nökkvi ÞH-27 Rækjuvarpa 8.831 Óskar SK-13 Handfæri 753 Röst SK-17 Rækjuvarpa 14.009 Séra Árni SK-101 Grásleppunet 3.856 Steini G SK-14 Grásleppunet 1.052 Vinur SK-22 Handfæri 368 Ösp SK-135 Handfæri 1.440 Alls á Sauðárkróki 179.461 Brák HU-8 Handfæri 1.079 Harpa HU-4 Dragnót 12.597 Óli HU-115 Handfæri 83 Alls á Hvammstanga 13.759 Arney HU-36 Handfæri 1.367 Ásdís ÍS-2 Handfæri 1.481 Bergur Sterki HU-17 Landb.lína 1.205 Bjarmi HU-33 Handfæri 1.193 Blær HU-77 Landb.lína 1.288 Bogga í Vík Handfæri 1.343 Dagrún HU-121 Grásleppunet 1.535 Elín ÞH-82 Handfæri 1.382 Fjöður GK-90 Handfæri 658 Garpur HU-58 Handfæri 1.620 Greifinn SK-19 Handfæri 1.712 Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 2.017 Lukka Handfæri 1.014 María HU-46 Handfæri 478 Nonni HU-9 Handfæri 1.765 Ólafur Magn. HU-54 Grásleppunet 3.116 Rún EA-351 Handfæri 1.668 Snorri ST-24 Landb.lína 707 Sveinbjörg HU-49 Handfæri 1.980 Sæborg HU-80 Handfæri 1.350 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Úrslit kosninga í sveitarfélögunum Norðurland vestra SIGURÐUR HANSENKLAUSUR M.E.H. 4 Varúðin og óttinn, geta haldist í hendur því þeirra er ekki óttaleysið. Að ganga á móti óttanum er að sigra hann með þekkingunni því þekkingin og varúðin eru eyðingaröfl óttans og óttinn leysir ekki vandamálin en varúðin kemur í veg fyrir þau. SVEITARFÉLAG % fylgi kjörnir fulltrúar Sveitarfélagið Skagafjörður Framsóknarflokkur (B) 45,4 5 Sjálfstæðisflokkur (D) 26,7 2 VG og óháðir (V) 15,1 1 Skagafjarðarlistinn (K) 12,8 1 Húnaþing vestra Nýtt afl í Húnaþing v (N) 59,2 4 Framsóknarflokkur (B) 40,8 3 Blönduósbær Listi Blönduósbæjar (L) 51,0 4 Umbótasinnaðir Blönduósingar (J) 49,0 3 Sveitarfélagið Skagaströnd Skagastrandarlistinn (H) 65,0 4 Við öll á Skagaströnd (Ð) 35,0 3 Húnavatnshreppur Listi framtíðar í Húnavatnshreppi (A) 61,9 4 Nýtt afl í Húnavatnshreppi (E) 38,1 3 Skagaströnd Skagastrandarlistinn með mesta fylgið frá upphafi „Auðvitað erum við svekkt að það vantaði aðeins að sex atkvæði færu af Ð lista yfir til okkar til að fá Gunna okkar inn. Eftir stendur að við fengum 65% atkvæða – tveir af hverjum þremur bæjarbúum fylgdu okkur,“ sagði Adolf H Berndsen, oddviti Skagastrandar- listans, en listinn fékk 65% atkvæða á móti 35% sem Ð-listinn fékk. „Til upprifjunar þá fékk Skagastrandarlistinn 63.7% árið 1994 þegar hann bauð fyrst fram. Núna fengum við 65% en aldrei fyrr hefur listinn fengið meiri stuðning. Þetta er afrek – þökk sé flottum lista og frábærum stuðningsmönnum,“ sagði Adolf ennfremur. Blönduós Jákvæð kosningabarátta og lítill málefnaágreiningur „Við hjá L-listanum í Blönduósbæ teljum að niðurstöður kosn- inganna megi þakka samstarfi og samstöðu fólksins á listanum og þeirra sem unnu fyrir framboðið. Þá hafði áhrif að kosninga- baráttan var byggð á jákvæðni og trú á okkar samfélag og möguleika á eflingu þess,“ sagði Valgarður Hilmarsson, oddviti L-listans, þegar Feykir innti hann eftir viðbrögðum við úrslitum kosninga þar í bæ. Sagðist hann gera ráð fyrir að samið yrði við Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóra um áframhaldandi starf. „Ekki var mikill málefnaágreiningur milli framboðanna og þess vegna frekar tekist á um hverjum ætti að fela stjórn sveitar- félagsins næsta kjörtímabil,“ sagði Valgarður ennfremur, og vildi koma á framfæri þakklæti til kjósenda listans fyrir stuðninginn. Akrahreppur óhlutbundin kosning Agnar Halldór Gunnarsson Eiríkur Skarphéðinsson Jón Sigurðsson Þorkell Gíslason Drífa Árnadóttir Skagabyggð óhlutbundin kosning Vignir Ásmundur Sveinsson Helga Björg Ingimarsdóttir Magnús B. Guðmannsson Magnús Jóhann Björnsson Dagný Rósa Úlfarsdóttir Húnaþing vestra Spennandi tímar framundan N - listinn í Húnaþingi vestra fékk í kosningunum á laugar- daginn hreinan meirihluta með um 60% atkvæða og fjóra menn í sveitarstjórn. „Við erum afar stolt af því skýra umboði sem íbúar sveitarfélagsins veita okkur með þessari góðu kosningu. Við þökkum þennan árangur fyrst og síðast þeim sterka lista sem við tefldum fram, en á listanum er valinn maður í hverju rúmi, fólk með víðtæka reynslu og bakgrunn sem nýtist vel við sveitar- stjórnarstörf,“ sagði Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti listans, í samtali við Feyki í vikunni. „Framundan eru spennandi tímar við að hrinda stefnumálum okkar í fram- kvæmd í þágu íbúanna. Við hlökkum til þess verkefnis og erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt,“ sagði Unnur ennfremur.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.