Feykir


Feykir - 05.06.2014, Side 5

Feykir - 05.06.2014, Side 5
21/2014 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR www.feykir.is/ithrottir Bríet Lilja og Linda Þórdís Norðurlandameistarar Körfubolti U16 Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir úr Tindastóli urðu Norðurlanda- meistarar í körfuknattleik með íslenska U16 landsliðinu eftir 52:37 sigur á Svíþjóð síðastliðinn laugardag. Íslenska stúlknalandsliðið sigraði alla leiki sína á mótinu sem fram fór í Solna í Svíþjóð í síðustu viku. Árangur stúlkn- anna er glæsilegur en þetta er fyrsti Norðurlandameistara- titill Íslands í kvennaflokki síðan árið 2004. /GSG Byrja af fullum krafti í haust Júdódeild Tindastóls endurvakin eftir 10 ára hlé Júdódeild Tindstóls hefur hægt og bítandi verið að fara aftur af stað eftir 10 ára hlé en hér áður fór fram öflugt starf innan deildarinnar. Blaðamaður Feykis leit inn á æfingu hjá júdódeildinni og fékk að fylgjast með íþróttagörpunum takast á. „Við erum að endurvekja deildina sem hefur legið í dvala frá árinu 2004,“ segir Jón Axel Hansson formaður júdódeildar Tindastóls en hann tók aftur við hlutverki formanns eftir 10 ára hlé. „Deildin lagðist af þegar að kennari okkar, Antje Müller, fór héðan en þá minnkaði áhuginn vegna skorts á menntuðum kennur- um,“ útskýrir Jón Axel. „Núverandi þjálfari okkar Einar Örn Hreinsson hefur svo verið að koma þessu aftur af stað í gegnum Karl Lúðvíksson, sem stofnaði deildina fyrir um 20 árum og hefur verið með námskeið í Varmahlíð öðru hvoru.“ Einar Örn Hreinsson segist hafa æft júdó frá því hann var polli, fyrst á Egilsstöðum hjá Kjarna, svo æfði hann í nokkur ár hjá Ármanni í Reykjavík og um stund hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Nú síðast hefur hann verið við æfingar hjá Draupni á Akureyri og sækir æfingar þangað einu sinni í viku. „Ég flutti hingað í bæinn. Ég kann eitthvað í júdó, hér voru áhugasamir gamlir júdógaurar sem vildu halda áfram og mig langaði til að þjálfa,“ segir Einar af hógværð um það hvernig júdóstarfið hófst á ný. „Við byrjuðum að æfa í Varmahlíð í febrúar á þessu ári. Nú höfum við fært okkur hingað í íþróttahúsið í gamla barnaskólanum og æfum hér á miðvikudögum kl. 19:30 – 21:00. Við ætlum svo að starta klúbbi fyrir alvöru næsta haust og þá vonandi með krökkum.“ Fram til þessa hefur hópurinn verið að æfa einu sinni í viku en Einar segir Júdódeild Tindastóls stefna að því að bjóða upp á æfingar allavega tvisvar og jafnvel þrisvar í viku næsta vetur, það eigi eftir að skírast betur með tímanum. Safna fyrir dýnum Júdódeild Tindastóls safnar nú fyrir dýnum svo hægt sé að hefja æfingar af fullum krafti í haust en fram til þessa hefur deildin notið góðs af velvilja Kalla Lúðvíks og Júdósambands Íslands, sem hefur lánað þeim dýnur. „Við erum að safna fyrir gólfi, erum að ganga í fyrirtæki og biðja um peninga, það hefur gengið ágætlega,“ segir Einar brosandi og bætir við að enn vanti nokkuð upp á en dýnurnar kosta um 1,2 milljónir með öllu. „Við byrjuðum að æfa í Varmahlíð því Kalli Lúðvíks var með dýnur í kennslu í einhverjum valfögum í Varmahlíðaskóla. Svo lánuði JSÍ okkur líka dýnur til að hjálpa okkur af stað og eru þær í notkun hjá okkur núna,“ útskýrir Einar. Í sumar mun Júdódeildin bjóða upp á fjögurra daga námskeið, fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára, í tengslum við Sumar TÍM og gefst krökkum þá tækifæri til þess að kynnast íþróttinni. „Við ætlum líka að vera með kynningu á Unglinga- landsmótinu um verslunarmannahelgina. Þá verður boðið upp á júdó í þrjá daga fyrir þá sem vilja prófa. Við erum að reyna að kynna þetta aðeins en ég veit ekki hvernig þetta verður í haust en vonandi nánum við að safna saman nokkrum áhugasömum krökkum,“ segir Einar en hann segist vera bjartsýnn á framhaldið. „Við erum nú þegar með nokkra unga stráka, þeir eru hörkugóðir og áhugasamir. Svo eru alltaf einhverjir sem hafa áhuga á sjálfsvarnar- og bardagaíþróttum í þetta stórum bæ,“ segir hann að endingu. Einar bendir áhugasömum á að senda tölvupóst á Júdódeild Tindastóls á netfangið judo@tindastoll.is. Á æfingunni voru afhentar viðurkenningar fyrir efnilegustu júdókonuna og júdókarlinn. Heiðurinn hlutu þau Ásta Birna Jónsdóttir og Ísak Róbertsson. Frá júdóæfingu. Linda Þórdís og Bríet Lilja með bikarinn. Mynd: Róbert Óttarsson Sigur á Ísafirði 1. deild kvenna : BÍ/Bolungarvík - Tindastóll 0-2 Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli mætti liði BÍ/ Bolungarvík á Ísafirði síðastliðinn sunnudag. Stólastúlkur náðu fljótlega forskoti í leiknum og á 29. mínútu skoraði Ashley Marie Jaskula fyrsta markið í leiknum fyrir Stólana. Nokkrum mínútum síðar bætti Carolyn Polcari við öðru marki fyrir Stólana og staðan því í hálfleik 0-2 fyrir Tindastól. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og fóru Stóla- stúlkur sigursælar upp í rútu eftir leikinn með þrjú ný stig. Stólastúlkur eru nú með fimm stig eftir þrjár umferðir. Næsti leikur hjá stelpunum er sunnu- daginn 8. júní kl. 14 og fer fram á grasvellinum á Hofsósi. /GSG Frábær árangur Jóhanns Björns Frjálsíþróttir Vormót UFA var haldið á Akureyri síðasta laugardag, þann 31. maí. Í 100 m hlaupi karla sigraði Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS á 11,10 sek. Í 2. sæti varð Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA á 11,23 sek. Sagt er frá þessu á vef Tindastóls. Í 200 m hlaupi karla sigraði Jóhann Björn einnig, hljóp á 22,12 sek, sem er hans besti tími á vegalengdinni utanhúss, átti 22,65 sek frá 2012. Í 2. sæti varð Kolbeinn Höður á 22,25 sek og Daníel Þórarinsson UMSS í 3. sæti á 23,00 sek, sem er hans besti tími. Nokkur mótvindur var í báðum hlaupunum. Fleiri Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig vel. /KSE Carolyn Polcari gerði annað markið.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.