Feykir


Feykir - 05.06.2014, Page 9

Feykir - 05.06.2014, Page 9
21/2014 Feykir 9 Hér í Feyki hefur nú göngu sína nýr þáttur sem ætlað er pláss í blaðinu, að minnsta kosti út sumarið. Fjallað verður um nærtækar gönguleiðir í Skagafirði og Húnavatnssýslum, með það að markmiði að vekja athygli heimamanna og annarra lesenda á góðri og ódýrri afþreyingu og útivist í nærumhverfinu. Við byrjum á Hrollleifshöfða í Sléttuhlíð. Meðan aðrir fóru í kröfugöngur á degi verkalýðs- ins þann 1. maí sl., brá blaðamaður Feykis sér í dags- ferð, við þriðja mann. Ferðinni var heitið á Hrollleifshöfða í Sléttuhlíð í Skagafirði. Að fengnu leyfi landeiganda að Felli í Sléttuhlíð var haldið að eyðibýlinu Mýrum í sömu sveit. Þangað er tæplega 20 km akstur frá Hofsósi. Bílnum var lagt við þjóð- veginn og gengið að Melum, hvar íbúðarhúsi hefur verið rutt af grunni en útihús eru uppistandandi. Þaðan var Falin gersemi við þjóðveg 76 Fallaegar klettamyndanir á göngunni um Hrollleifshöfa. „Við Grænland er 900 millibara lægð sem hreyfist hratt ....“, þessi veðurfarslýsing rann áreynslulaust úr útvarpstæki bernsku minnar. Svona rétt eins og lagbúturinn: „hamingju leita og lífsdansinn þreyta í sátt, þetta augnablik er ævintýr, sem ekki liður hjá, og án þess væri lífið lítils virði...“. Þetta söng stórsveit Geirmundar á fullu blasti, svona í takt við holóttan malarveginn með Stebba Ben staðfastan við stýrið í skólabílnum fyrir margt löngu. Í þessum hversdaglegu staðreyndum veðursins og laginu hans Geirmundar held ég því fram að starfslýsingu íslenska bóndans sé að finna. Veðurfar er vinnulýsing dagsins hjá honum og svo sannarlega höndlar hann með hamingjuna og þreytir lífsdansinn í sátt. Því annað eins æðruleysi og sátt er vandfundin og í geðslagi íslenska bóndans, og hamingjan býr í sveitinni – segi ég og hangi heilshugar í hverju augnabliki sem ævintýri því án þess væri lífið lítils virði! Þetta vita líka íslenskir bændur og kunna manna best. Þess vegna verð ég alltaf í huga og hjarta, íslenskur bóndi! Og þess vegna elska ég alla íslenska bændur, þessa harðgerðu og harðduglegu veðurbörðu þúsundþjalasmiði – og auglýsi hér með eftir degi íslenska bóndans! Svona svipað og við höldum upp á sjómannadaginn, frídag verslunarmanna og fiskidaginn mikla á Dalvík. En í öllu þessu lofi mínu til íslenska bóndans býr dulbúin fortíðar- og frelsisþrá og ég geri mér fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. Þannig hugsa ég að þeim sem þekkja mig og sérstaklega mömmu svelgist því illilega á þessari framsetningu minni, að ég líti á mig sem íslenskan bónda. Mamma veit nefnilega jafnvel og ég að veðurglögg verð ég aldrei, mér væri seint trúandi fyrir skepnuhaldi og ekki þarf að fjölyrða um tignarleg tilþrif þegar kemur að landbúnaðarvélum. Það breytir því hinsvegar ekki að fátt gleður lyktarskyn mitt jafn mikið og iðjagrænt nýslegið gras eða heimareykt hangikjöt, lítil lömb sprengja öll mín krúttviðmið, fjallakyrrð og busl í læk eru eitt besta geðlyf í heimi, göngur og réttir eru jafn ómissandi blanda og malt & appelsín auk þess sem fátt færir lífinu jafn mikið innihald og tilgang og baslið í sveitinni. Þrælahald klukkunnar hverfur og náttúran andar í takt við veðurfarið, og þannig gerist í augnablikinu ævintýri sem er svo mannbætandi sálarfóður fyrir huga og hjarta. Og þannig verð ég skagfirskur nostalgíu bóndi um stund! Sem kemur í hlaðið á hvítum hesti með karlakórnum Heimi, dansar í sveiflu með Geirmundi og fær sér svo blund með Álftagerðisbræðrum undir háu hamrabelti. - - - - - Þegar Feykir fór í prentun var Sigríður Ásta ekki búin að finna penna til að taka við af sér. Sigríður Ásta Hauksdóttir, frá Deplum í Fljótum, skrifar Ég er skagfirskur bóndi ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Hrollleifshöfði í Sléttuhlíð haldið á Fell, sem er um 161 metra hátt fjall, og gengið upp austan við sjónvarpsmastrið. Þegar upp er komið tekur við langur spotti eftir endilöngu fellinu og er síðan komið niður við enda Kappastaðavatns. Næst var haldið í átt til sjávar, á sjálfan Hrollleifshöfðann, og gengið yfir ræsi sem afrennsli vatnsins rennur gegnum. Stefnan var tekin á miðbik Málmeyjar og gengið fram hjá tóftum tveggja eyðibýla. Þegar komið er til sjávar við svokallaðan Háhöfða er gangan tæplega hálfnuð, það er um 9 km lokið af rúmum 20. Er þá gengið sem leið liggur með ströndinni, fram hjá víkum og fallegum klettamyndunum og farið niður í eina víkina, Lækjarvík. Þar blasir við allnokkur rekaviður. Þegar komið er að Straumnesvita er gengið áleiðis á vegarslóða í átt að Melum. Þarna ber að gæta þess að fylgja annað hvort ströndinni áfram um Mýrnavík, eða labba inn á vegslóðann nokkru austan við sjónvarps- mastrið. Þreyttum ferðalöngum tókst að villast af leið þegar þarna var komið sögu og bæta því um 2-3 km við vegalengdina í þýfðu og erfiðu landi. Gangan í heild er um 22 km, sé bílnum lagt við þjóðveginn, en um 20 km sé lagt við eyðibýlið Mýrar. Hækkunin er um 240 metrar og er hæsti punktur, upp á Fellinu, tæpir 170 metrar. Landið er víðast þægilegt yfirferðar, melar, melöldur og móar, en á köflum háar þúfur og gæta þarf að mýrum sem eru allnokkrar á leiðinni. Þá var ennþá nokkuð um snjó í lautum og lægðum þegar gengið var um svæðið í maíbyrjun. Með því að fara villur vegar og ganga um 25 km, í mjög hægri yfirferð með mörgum stoppum til að taka myndir, njóta útsýnis og snæða nesti, tók gangan í heild um 10 og hálfa klukkustund, en uppgefinn göngutími á göngukorti fyrir Skagafjörð og Tröllaskaga er um 5-6 tímar. Flestir ættu að ráða við þessa ferð sem hafa úthald til að ganga nokkrar klukkustundir í senn og þola vel göngur í ójöfnu landslagi, en stór hluti leiðar- innar er markaður vegslóð-um og kindastígum. Útsýnið er vel þess virði að lagt sé upp í þessa göngu. Stór hluti svæðisins sem gengið er um sést ekki frá vegi. Þegar komið er upp á Fellið gefst góð útsýn til fjallanna í austan- verðum Fljótum og langleiðina til Siglufjarðar, yfir Sléttu- hlíðarvatn og nærliggjandi fjöll, vestur yfir allan Skagafjörð, auk þess sem óvenjulegt sjónarhorn fæst á Drangey, Málmey og Þórðarhöfða. Góð myndavél er nauðsynlegur ferðafélagi og einnig er gaman að hafa með sér kíki og GPS tæki eða aðra tækni til að mæla vegalengd og göngutíma. FEYKIR Á FARALDSFÆTI UMSJÓN kristin@feykir.is Rekaviður í Lækjarvík.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.