Feykir


Feykir - 12.06.2014, Qupperneq 7

Feykir - 12.06.2014, Qupperneq 7
22/2014 Feykir 7 Það er staðarlegt og fallegt heim að líta að Geitaskarði eftirlitskerfi sem fylgt sé vel eftir og hafi Ferðaþjónusta bænda verið fyrsti aðilinn sem tók þetta kerfi upp. Flestir í Ferðaþjónustu bænda byrjuðu smátt og nýttu húsakynni sem fyrir voru en síðan fór fólk að byggja sérstak- lega yfir ferðaþjónustuna. „Við íhuguðum það á tímabili að stækka við okkur en svo ákváðum við að gera það ekki. Við vorum líka með hefðbund- inn búskap þá og ákváðum að hafa þetta bara sem aukabúgrein. Þá var maður farinn að sjá fram á að krakkarnir myndu kannski ekki vilja halda áfram í þessu.“ Gestirnir stoppuðu lengur við Áður fyrr var Ásgerður gjarnan með stúlkur frá Austurríki og Þýskalandi sér til aðstoðar, auk þess sem börnin tóku þátt í þeim störfum sem til féllu meðan þau voru heima við. Þau voru þá með hestaleigu fyrir gestina á meðan barnanna og sumarfólks naut við en hafa ekki sinnt því í mörg ár. Þau hjónin eru nú að mestu orðin tvö með reksturinn og segjast sníða sér stakk eftir vexti og skammta sér það umfang sem þau ráði vel við. „Mitt framlag er nú aðallega að þvælast ekki fyrir,“ segir Ágúst og glottir. Ásgerður er formaður Stétt- arfélagsins Samstöðu á Blöndu- ósi og nýtir því sumarfríið þaðan til ferðaþjónustunnar, sem er opin frá 1. júní til loka september. Ágúst starfaði lengi við rútu- akstur og leiðsögn en hefur nú látið af þeim störfum. Hann gegndi formennsku hjá Ferða- þjónustu bænda í um það bil áratug og voru þau, ásamt öðrum frumherjum í samtök- unum, virk í félagsstarfinu, ekki síst fyrstu árin. Bæði segjast þau vera svokölluð félagsmálafrík, enda fylgi það búsetu í litlu samfélagi að vera virkur í öllu sem fram fer. Sem dæmi má nefna að Ágúst stóð fyrir stofnun JC hreyfingarinnar sem var félagsskapur ungs fólks. Eins og fyrr segir stoppuðu gestirnir lengur við hér áður. „Við finnum að þetta hefur mikið breyst, þegar við vorum með þetta svona fyrstu 25 árin eða svo þá var þetta meira þannig að fólk kom og var lengur og tók meiri þátt í bústörfum og slíku. Þá vorum við með börnin okkar heima og hefðbundinn búskap,“ segir Ásgerður og nefnir sem dæmi slökkviliðs- mann frá New York sem reyndist liðtækur í baggatínslu. Í dag staldra gestirnir styttra við og algengt að á 10-14 dögum séu ferðalangar að reyna að komast yfir að skoða allt landið. Gestgjafar á Geitaskarði hafa kynnst mörgum í gegnum tíðina og ekki er óalgengt að þau hafi fengið kort og jafnvel jólapakka frá gestum sínum, sérstaklega þeim sem dvöldu dögum og jafnvel vikum saman. „Ég man eftir breskum fyrrverandi major sem dvaldi hjá okkur um tíma. Hann sendi okkur handhnýttar flugur sem hann gerði sjálfur. Hann var svo glaður yfir að hafa veitt þrjá silunga. Það var minnisstæðast úr Íslandsferðinni hans,“ rifjar Ásgerður upp. Annar minnisstæður gestur var landbúnaðarráðherrann frá Túnis sem kom í réttir og skildi ekki hvernig fjallskilamál á Íslandi gengu fyrir sig. „Hjá þeim fylgdi smalinn hjörðinni alltaf eftir. Hann skildi ekki að svo væri öllu smalað saman og hélt að þá gæti bara einhver komið og hirt svo margt fé sem hann vildi. Við sýndum honum þá hvernig íslensk fjármörk væru og sögðum honum að helsti glæpur á Íslandi um aldir hefði verið sauðaþjófnaður en hann sagði að sínu landi væri sá í mestu áliti sem tækist að stela sauð frá öðrum. Hann bjóst ekki við að geta komið á íslenskum reglum um fjallskilamál í sínu heimalandi,“ segja þau aðspurð um eftirminnilega uppákomur. Þegar gestabókunum í Geita- skarði er flett sjást líka ýmis skemmtileg tilskrif, svo sem eins og þessar vísur, frá ferðamanni í febrúar 1990: Kom ég eftir konudag keyrandi á Hondu minni. Á öllum hlutum hafði lag húsfrú, bíl og ófærðinni. Þá skafl á vegi mínum varð versnaði færð og þyngdist skapið. En það að gista Geitaskarð gerði meira‘ en bæta‘ upp tapið. Í dag kemur meiripartur gest- anna á Geitaskarði í gegnum Ferðaþjónustu bænda og er því búinn að panta með löngum fyrirvara og margir fara á milli ferðaþjónustu bæja. Erlendir ferðamenn eru í miklum meiri- hluta, en gestgjafarnir byggja að mestu á því að fólk bóki fyrirfram, og segja Íslendingana gjarnan bóka með litlum fyrir- vara og sækja meira í gistingu í bústöðum eða meira út af fyrir sig. Hægt að markaðssetja veiðina og kyrrðina Ásgerður og Ágúst eru bjartsýn á framtíð íslenskrar ferðaþjón- ustu en hóflega þó. Þau segja lítið mega út af bera, t.d. varð- andi breytingar á gjaldeyri, og sums staðar sé ef til vill of geyst farið í fjölgun gistirýma. Eins koma þau inn á að mikilvægt sé að breytingar á skattheimtu séu kynntar með góðum fyrirfara þar sem verðlagning sé kynnt með hálfsannars árs fyrirvara og hún verði að standa. Talið snýst að því hvort ferðaþjónustan geti jafnvel orðið enn ein bólan sem geti sprungið, líkt og loðdýra- ræktin og fiskeldið á sínum tíma. Þau benda líka á að horfa þurfi á hvað landið þoli, ekki bara varðandi náttúruna. „Inn- viðir íslensks samfélags eru nú bara ekki burðugri en svo að þeir þola tæplega fólkið sem býr þar, þó ekki sé annað en heil- brigðiskerfið og samgöngurnar. Þá nefna þau að víða sé pottur brotinn varðandi svarta atvinnu- starfsemi í greininni og því skili hún sér ekki inn í þjóðarbúið eins og vera skyldi. „Greinin er mikilvæg stoð í okkar þjóð- búskap, en það er spurning hvort það sé nógu vandað til allra þátta.“ Þeim hjónum finnst skorta á stefnumótun í ferðaþjónustunni. Ágúst undrar sig dálítið á þróun og stefnuleysi í ferðamálum og telur landið ekki bera þá milljón túrista sem spár geri ráð fyrir til landsins í ár. Hann telur helstu náttúruperlur landsins vera komnar í hættu, hvort sem gjaldtaka sé rétta leiðin eða ekki. „Það verður að fara fram álags- stýring inn á þessa staði, við höfum bara ekki efni á að leggja þá í rúst, því að ef að það gerist þá höfum við enga ferðamenn lengur og ekkert að selja.“ Sjálfur hefur Ágúst ferðast mikið inn á hálendið og nefnir Landmannalaugar sem dæmi um stað þar sem álagið sé of mikið, þrátt fyrir að góð aðstaða sé fyrir hendi. „Menn geta ekki barið hausnum við steininn og neitað að viðurkenna þetta endalaust, það kemur að því að menn þurfa að taka á þessu og þeim mun lengur sem það dregst, þeim mun sárara verður að gera þetta þegar þar að kemur.“ Í þessu samhengi veltir Ágúst líka fyrir sér af hverju út- lendingar ættu að borga aðgang en ekki Íslendingar: „Ætli íslenskar lappir skemmi eitthvað minna heldur en til dæmis þýsk- ar?“ Aðspurð um sóknafæri í ferðaþjónustu á sínu heimasvæði í Húnavatnssýslunni segja Ás- gerður og Ágúst þau fjölmörg. Þau segja það ánægjulegt að samvinna varðandi ferðaþjón- ustu á svæðinu hafi aukist. „Við heimamenn sjáum kannski ekki það sem er einfaldast að markaðssetja en það er mjög margt hérna að sjá, fyrir þá sem telja sér ekki trú um að það liggi mikið á að koma mönnum á milli svæða,“ segir Ágúst. Hann nefnir t.d. að auðvelt væri að sýna íslenskan villtan lax í sínu náttúrulega umhverfi og segist geta ábyrgst að geta sýnt hann nánast hvenær sem er, slíkt tæki svona um það bil 20 mínútur. Einnig nefna þau til sögunnar eyðidalinn Laxárdal sem sé paradís fyrir þá sem vilji njóta friðsældar og vera einir með sjálfum sér. „Margt af því sem þessi sýsla hefur upp á að bjóða er ekki endilega við þjóðveg eitt.“ Á Geitaskarði er bæði veðursælt og skýlt, og sjaldan gerir ófærð núorðið. Túnin, sem leigð eru út og nytjuð, eru enda orðin iðagræn og farið að styttast í slátt. Ágúst og Ásgerður segjast vel í sveit sett og njóta þess á margan hátt. Þegar blaðamaður kveður Geitaskarð er einstök veðurblíða og fallegt að líta yfir Langadalinn, sem er eins og einhver orðaði það „svona ekta sveit.“ Hjónin á Geitaskarði eru hvergi nærri hætt þó þau eigi þegar að baki áratugi í ferðaþjónustu, enda áhugi á framgangi ferðaþjónustunnar mikill. Ásgerður kveður með þessum orðum: „Þegar maður hættir að vinna þá fer maður að hella sér út í ferðaþjónustuna.“ Ásgerður ásamt þýskri konu sem gisti á Geitaskarði svo vikum skipti. Ásgerður og Ágúst ásamt fjórum af börnunum sínum: Sigurður Örn, Hildur Þöll, Valgerður Freyja og Stefán Páll. Myndin er um 20 ára gömul.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.