Feykir - 12.06.2014, Blaðsíða 8
8 Feykir 22/2014
Heilir og sælir lesendur góðir.
Lárus Salómonsson var þekktur íbúi í Kópa-
vogi á sinni tíð. Margt var honum til lista lagt,
meðal annars að yrkja vel gerðar hringhendur.
Held að þessar tvær séu eftir hann.
Hver einn þjónar sínum sið,
svo af tjóni glapinn.
Oft vill prjóna afsök við
aðal-dónaskapinn.
Gleði þver við glapaker
glötun sér um mátið.
Þannig fer með allt sem er
út á vergang látið.
Oft heyrist um að hinir ýmsu gleðimenn bregði
sér í ferð til Kanaríeyja. Svo mun hafa verið er
næsta vísa varð til. Höfundur hennar, Margeir
Hallgrímsson, mun eftir því sem ég best veit
hafa búið í Reykjavíkurhreppi.
Stjórnarfarsins styrka hönd
stopul ráðin gefur.
Enn fer Matti út í lönd
á Alþingi hann sefur.
Hér mun átt við ráðherra sem eitt sinn sat í
ríkisstjórn Íslands.
Önnur vísa í svipuðum dúr kemur hér eftir
Margeir.
Á Kanarí er kvennaströnd
ein kolsvört var í framan.
Leiddumst við þá hönd í hönd.
Helvíti var það gaman.
Sá magnaði baráttumaður Emil Petersen mun
hafa ort margar vísur um garpinn sem kallaður
var Magnús sálarháski. Þessi er ein af þeim.
Illa þoldi hann allan gáska
enga mátti skemmtun bjóða.
Mestan sagði hann sálarháska
sjafnardrauma ungra fljóða.
Man ekki fyrir víst af hvaða tilefni sú magnaða
skáldkona Ólína Jónasdóttir orti eftirfarandi
vísu.
Heim í æsku hlýjan stað
hugann aftur langar.
Veslings Jarpur veistu það
við erum bæði fangar.
Mörgum mannslífum hefur blessaður
hesturinn bjargað eftir þeim sögnum sem
við höfum heyrt í gegnum tíðina. Jakob
Thorarensen mun hafa ort næstu vísu eftir að
hafa séð hest skila knapa sínum heilum í land
eftir ferð yfir Jökulsá á Sólheimasandi.
Hann á skilið hesturinn
hlýlegt klapp á makkann.
Þegar ertu alkomin
upp á sigurbakkann.
Margar sagnir eru til af afrekum hesta í glímu
við jökulsvötn. Vigfús Runólfsson sem var
læknir í Borgarfirði og átti afburða reiðhest
sem kallaður var Blesi mun hafa riðið honum
yfir Hvítá í foráttu vexti.
Vísnaþáttur 619
Öruggt fimum fótum brá
fákur á vaði naumu.
Þó að bryti bógum á
bólginn jökulflaumur.
Svo fallega mun Vigfús hafa ort til Blesa eftir
að komið var yfir ána. Önnur sögn er til sem
segir að læknirinn hafi ort tvær vísur, og hafi
tilefni þeirrar seinni verið það að hann hafi
verið með í vasa sínum brennivínsflösku sem
hann hafi tæmt er hann kom yfir ána, síðan
hent henni frá sér og hún brotnað. Þá hafi
þessi kunna vísa orðið til.
Brestur vín og brotnar gler
bregðast vinir kærir.
En á Blesa eru mér
allir vegir færir.
Gaman væri að heyra frá lesendum hvort þeir
telja þetta vera rétt.
Það mun hafa verið Guðmundur Magnússon
bóndi í Stóru-Skógum sem orti svo um sinn
reiðhest.
Mesta gull í myrkri og ám
mjúkt á lullar grundum.
Einatt sullast ég á Glám
og hálffullur stundum.
Kannski hentar að rifja næst upp þennan bitra
sannleika skáldsins Páls Ólafssonar.
Ég hef selt hann yngra Rauð
er því sjaldan glaður.
Svona er að vanta veraldarauð
og vera drykkjumaður.
Sá magnaði Emil Petersen sem getið er um hér
að framan mun hafa átt góðan reiðhest sem
hann harmaði mjög við fráfall hans. Mun þessi
vísa segja allt um það.
Ó, hve snauðan ég mig finn
ýfast nauðasárin.
Að vita dauðan vininn minn
vera, rauða klárinn.
Jón Sigurðsson sem ég held að hafi átt heimili
í Reykjavíkurhreppi lýsir sínum kynnum af
þarfasta þjóninum á þessa leið.
Þó að flest sé þrotlaus smæð,
þarf ei um að kvarta.
Góður hestur opnar æð
inn að mannsins hjarta.
Fer vel að enda enn einn vísnaþátt með ágætri
vísu um góðan hest. Höfundur Ingimar
Bogason á Sauðárkróki.
Aldrei mun ég aftur hest
eignast svona góðan.
Því hann Gráni bar mig best
brattan götuslóðann.
Verið þar með sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is
Feykir.is
Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171
smáAUGLÝSINGAR
Helgarmarkaður Kringlumýri 14. og 15. júní
Vinnustofa Maríu. Opið kl. 13–17. Handverk gamalt og nýtt. Ný
sending af antíkmunum; bollum og allskonar postulíni,ljósakrónum,
dúkum og dúllum. Börnin verða með tombólu til styrktar RKÍ
Heitt á könnunni - verið velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur
Um 180 nemendur í tónlistarnámi
Skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar
Við skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar þann
22. maí í Höfðaborg Hofsósi voru afhent
verðlaun úr tveimur minningarsjóðum. Úr
minningar-sjóði Jóns Björnssonar frá
Hafsteinsstöðum veitti Eiður Guðvinsson
Matthildi Kemp Guðnadóttur verðlaun fyrir
góðan námsárangur.
Þá voru veitt tvenn verðlaun úr minningarsjóði
Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur frá Syðra-
Vallholti. Þær sem hlutu verðlaun úr þessum sjóði
voru Linda Þórdís Róbertsdóttir á kontrabassa og
Vala Rún Stefánsdóttir á píanó.
Að sögn Sveins Sigurbjörnssonar skólastjóra
tónlistarskólans var fjölmennt á skólaslitum og
komu nemendur fram ýmist sem einleikarar eða í
hópum. „Um 180 nemendur stunduðu nám í
vetur og fer kennslan fram á fimm stöðum í
héraðinu. Þess skal getið að til stendur að bjóða
nemendum 1. bekk grunnskóla upp á forskóla-
kennslu á vegum tónlistarskólans næsta vetur, þar
sem blandað verður saman tónmennta- og tón-
listarskólakennslu, sem er góður undirbúningur
fyrir frekara tónlistarnám. Vonandi verður farið í
það að byggja við Árskóla þar sem gert er ráð fyrir
að Tónlistarskólinn verði í framtíðinni, en við það
mun nemendum í tónlistarnámi fjölga auk þess
sem nágrenni við grunnskólann gerir nemend-
um kleift að ljúka sínu tónlistarnámi á skólatíma,“
sagði Sveinn í samtali við Feyki. /BÞ
Eiður Guðvinsson veitti Matthildi Kemp Guðnadóttur verðlaun úr Minningarsjóði
Jóns Björnssonar.
Sveinn Sigurbjörnsson ásamt Lindu Þórdísi Róbertsdóttur.
Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri og Vala Rún Stefánsdóttir.