Feykir


Feykir - 17.07.2014, Qupperneq 8

Feykir - 17.07.2014, Qupperneq 8
8 Feykir 27/2014 Ég brá mér á tónleika með Neil Young um daginn og þegar ég kom út úr Höllinni hljómaði enn í höfðinu á mér Going home sem kappinn söng af mikilli tilfinningu og mér fannst ég vera orðinn indíáni og Reykjavík böðuð kúrekasólskini. Loksins fallegt sumarkvöld í bænum og með Neil Young í höfðinu fór ég í létt fótboltahugarflug til Brasilíu en þegar ég sá Esjuna fékk ég fast land undir iljarnar og flaug norður. Það er fortíðarsumar frammi í Blönduhlíð, brakandi þurrkur, sól og bálhvöss hafgola eins og alltaf á þessum árum og maður orðinn vindhanginn eftir að sitja á gráa Fergusoninum og klukkan orðin margt, ég svangur og fótboltaæfing úti á Vallabökkum í kvöld. Loksins er síðasti vagninn kominn heim að hlöðu og Landroverinn leystur frá. Hlaupið inn í kvöldmat, stokkið í stuttbuxurnar og takkaskórnir reimaðir. Kannski var ég búinn að eignast Adidas-skóna mína sem gerðu mig nærri að snillingi (bara við að fara í þá). Svo varð að plata pabba til að skutla okkur á æfinguna og gott ef sá gamli tók ekki nokkrar utanfótarspyrnur með vinstri ef hann var í stuði. Við tókum Miðsitjustrákana með. Þar var í fararbroddi Kiddi heitinn fermingarbróðir sem ekki var hægt að ná boltanum af, enda spilaði hann í slönguskóm og var þindarlaus. Við rennum út Hlíðina með sólina á ská í augun og yfir gömlu brúna á Grundarstokknum og þar er mættur vaskur hópur, margir úr Úthlíðinni, enda var heilt fótboltalið að alast upp á Frostastöðum og tvíbbarnir Kolli og Leifur strax ansi skeinuhættir og maður hætti fljótt að ráða við þá. Mig minnir að markstangirnar hafi ekki verið burðugar til að byrja með. Kannski voru það bara peysurnar okkar sem orsökuðu stundum smádeilur um hvort hann væri inni eða ekki eftir meistaraskotin, því við vorum ansi góðir strákarnir. Ég var nú oftast aftarlega á miðjunni eða bakvörður, var ekki góður að sóla en býsna fljótur að hlaupa finnst mér núna … kannski það hafi verið smá Philipp Lahm í mér eða jafnvel Roberto Carlos og já, það er svo gaman þegar maður endurlifir þessi sólskinskvöld á Vallabökkum og man að þá ætlaði maður að komast í lið og gera garðinn frægan! Og nú er sólin að hverfa undir Hegranesið, farið að kula á sunnan og mál að klæða sig í markstangirnar og troða sér uppgefinn og haltur inn í gamla Uppsalalandroverinn og skýlaus Mælifellshnjúkurinn spáir víst þurrki á morgun. Þá vissi ég sennilega ekki að Neil Young væri til og hvað þá frægur í útlöndum … en svona getur lífið farið með mann þar sem maður stendur með Going home í höfðinu og horfir yfir Flóann og bíður eftir að gamla sólin taki sitt fræga gítarsóló yfir Snæfellsnesinu. Með kveðju norður Eyþór Árnason frá Uppsölum - - - - - Ég skora á Bjarna Stefán Konráðsson, íþróttafræðing frá Frostastöðum, að taka við pennanum. Eyþór Árnason frá Uppsölum í Blönduhlíð skrifar Flogið norður ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Stóri fyrirtækjadagurinn verður haldinn nk. föstudag í tengslum við Húnavöku. Þá munu ýmis fyrirtæki opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi og verða jafnvel með ýmis tilboð í tilefni dagsins. Þetta er þriðja árið sem Vilko tekur þátt í fyrirtækjadeginum en að sögn Kára Kárasonar framkvæmdastjóra hafa þeir dagar alltaf heppnast mjög vel og fjöldi fólks komið í heimsókn og gert góð kaup í leiðinni. Að sögn Kára verður áhersla lögð á að kynna Prima kryddið að þessu sinni og þær 80 tegundir af gæðakryddi sem fyrirtækið framleiðir frá öllum heimsins hornum. „Um leið gefst fólki tækifæri á að versla á lagerverðum allar vörur Vilko og Prima, auk þess sem við verðum með súper Húnavökutilboð á völdum vörum,“ segir Kári í samtali við Feyki. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar fyrir börn og fullorðna. Einnig verður hægt að líta inn hjá SAH Afurðum, Sam- kaupum og Stíganda sem einnig verða með ýmis tilboð í gangi í tilefni Húnavöku. Fyrirtækin Ístex, N1 píparinn, Bifreiðaverkstæði Blönduóss, Ísgel, Átak og Léttitækni taka á móti gestum við Efstubraut 2 en þar verður grillað, hoppu- kastali á staðnum og candy floss og fleira skemmtilegt. /BÞ Fjölbreytt og fjöl- skylduvæn dagskrá Húnavaka 2014 um næstu helgi Bæjarhátíð Blönduósbæjar, Húnavaka er á næsta leyti. Systkinin Eysteinn og Kristín Lárusbörn tóku undirbúning hátíðarinnar að sér með stuttum fyrirvara í fyrra og þau taka slaginn aftur í ár, reynslunni ríkari. Óhætt er að segja að dagskráin sé fjölbreytt og metnaðarfull. Blaðamaður Feykis hafði samband við þau systkinin og lagði fyrir þau nokkrar spurningar um hátíðina í ár og undirbúning hennar. Hvernig kom það til að þið tókuð að ykkur Húnavöku? „Sennilega af því að þetta gekk vel í fyrra þrátt fyrir stuttan fyrirvara og þess vegna var leitað til okkar aftur höldum við. Eins var þetta mjög skemmtilegt verkefni sem við vorum alveg til í að gera aftur.“ Þið höfðuð lítinn fyrirvara í fyrra, hafið þið meira svigrún til að setja ykkar svip á hátíðina núna? „Já og nei, þetta er í raun mikið í föstum skorðum þ.e. dagskráin. En jú, við höfðum meiri tíma núna og reynum að sjálfsögðu að koma okkar hugmyndum smátt og smátt að og laga það sem maður heyrir að hafi betur mátt fara.“ Hvað er helst á dagskrá? „Það er svo margt. Tónlist er fyrirferðarmikil, þ.e. tónleikar, böll og míkróhúnninn fyrir Systkinin Kristín Ingibjörg og Eysteinn Pétur Lárusbörn. Súper Húnavökutilboð á Stóra fyrirtækjadeginum Fyrirtæki bjóða gestum í heimsókn yngstu kynslóðina. Þá má nefna fyrirtækjadaginn, grillpartý í gamla bænum, kassabílarallý, hjólabrettanámskeið, kvöld- vöku, markaðsstemningu, Blöndugöngu, skemmtun á útisviði, söfn og setur bæjarins með skemmtilega dagskrá og margt, margt fleira. Bara mæta á svæðið.“ Eru einhverjar nýjungar? „Já, við ákváðum að prófa að byrja aðeins fyrr eða í vikunni á undan og erum með kassa- bílarallý sem er nýtt. Þar fá krakkarnir aðstoð við að smíða og hanna sína kassabíla frá grunni fyrir kassabílarallýið sem fram fer á laugardeginum. Þá ákváðum við líka að reyna hafa fleiri viðburði fyrir yngri kynslóðina án þess að það sé aðgangseyrir og má þar helst nefna að Íþróttaálfurinn og Solla Stirða verða á útisviðinu á laugardeginum ásamt Lalla töframanni. Þá er nýbúið að setja hér upp brettapalla og fannst okkur tilvalið að fá hingað til okkar brettasnilling til að kenna krökkunum og halda brettanámskeið þeim að kostn- aðarlausu. Fjölskyldudansleikur fyrir alla fjölskylduna er á föstu- dagskvöldinu með Hvanndals- bræðum þar sem aðgangur er einnig ókeypis. Við endum síðan „krakkaþemað" með sápurennibraut í kirkjukbrekk- unni á sunnudeginum. Þannig að það er jú margt nýtt og skemmtilegt í boði að okkar mati.“ Hvernig gengur undirbúning- urinn? „Hann gengur bara mjög vel og hefur allavega gert það hingað til. Núna er bara verið að semja við veðurguðina um hagstætt veður meðan á hátíðinni stend- ur og vonandi gengur það eftir.“ Hvernig gengur samstarfið, enginn systkinarígur? „Samstarfið gengur fínt og lítill rígur í gangi. Ég (Eysteinn Pétur) er eldri og ræð ef upp kemur ágreiningur – það er bara þannig.“ Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.