Feykir


Feykir - 17.07.2014, Side 9

Feykir - 17.07.2014, Side 9
27/2014 Feykir 9 er eitthvað sem fennir seint yfir og eins og áður sagði eru margir af mínum allra bestu vinum fólk sem ég kynntist í skátunum. Fyrir mér er það ekki nokkur vafi að sú reynsla sem ég hef öðlast í skátastarfinu, af for- ingjastörfum og skipulagningu meðal annars en einnig það að kynnast fólki sem býr við allt aðrar aðstæður en ég, er eitthvað sem hefur mótað mig og gefið sjálfstraust og innsýn sem nýtist mér vel í lífi og starfi. Umfram allt er það samt ævintýrið í hinum fjölmörgu upplifunum sem skiptir máli!“ segir Fríður glöð í bragði. Allir áhugasamir um skátastarfið velkomnir Á Landsmótinu að Hömrum segir Fríður allt stefna í fjölbreytt og spennandi mót. Þar verður unnið með þemað „Í takt við tímann“ og flakkað svolítið á milli hins gamla og nýja, og reynt að skyggnast inn í framtíðina. Almennir þátttakendur eru á aldrinum 10-22 ára en auk þess er alltaf fjölmenni í fjölskyldubúðum mótsins sem eru öllum opnar, fjölskyldum þátttakenda, gömlum skátum og bara öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast skátastarfinu og upplifa það að vera á skátamóti. „Landsmótið býður upp á fjölbreytta dagskrá frá morgni til kvölds en skáta- flokkarnir – þátttakendurnir á mótinu – eru búnir að velja sér sína aðaldagskrá áður en þeir koma á mótið. Verkefnin í valdagskránni eru mjög fjölbreytt og spanna allt frá spennandi víkingaverkefnum á FRÁSÖGN Berglind Þorsteinsdóttir Prófað ótrúlegustu hluti í gegnum skátastarfið Fríður Finna er mótsstjóri Landsmóts skáta á Akureyri 20.-27. júlí Landsmót skáta verður haldið að Hömrum við Akureyri dagana 20.-27. júlí næstkomandi. Fríður Finna Sigurðardóttir, aðstoðarskátahöfðingi í stjórn Bandalags íslenskra skáta, er mótsstjóri landsmótsins en hún gekk í skátana 9 ára að aldri og segist þá ekki hafa gert sér í hugarlund að 25 árum seinna myndi hún enn vera virkur skáti. Feykir spjallaði við Fríði um landsmótið, skátastarfið og hvað það hefur fært henni í gegnum tíðina. „Fyrir mig, eins og marga aðra, er það félagsskapurinn og fjölbreytnin sem dregur að. Mörgum af mínum bestu vinum hef ég kynnst í gegnum skátastarfið og þar hef ég einnig fengið að prófa ótrúlegustu hluti,“ segir Fríður um reynslu sína af starfinu. Hún rifjar upp þegar hún gekk fyrst í skátafélagið Eilífsbúa í Skaga- firði sem hún segir að vissu leyti hafa verið fyrir tilviljun. „Ég mundi ekki hvað við vinkonurnar höfðum ákveðið en reyndin var sú að við höfðum ekki ætlað að fara í skátana en 25 árum seinna er ég enn virkur skáti svo eitthvað var það sem heillaði,“ segir Fríður og brosir. Sem ungur skáti og þátttakandi var það útivistin sem heillaði hana fyrst og fremst og allt sem henni tengdist. „Það að gista í tjaldi og baka hike-brauð yfir lifandi eldi er mjög spennandi þegar maður er 10 ára. Útivistin er reyndar ennþá stór hluti af mínu lífi en ekki síður eru það ferðalögin og sívaxandi áskor- anir sem hafa haldið áhuganum lifandi, en á hverju ári eru skátamót úti um allan heim, og alheimsmót eru haldin á 4 ára fresti fyrir mismunandi aldurs- hópa. Á vegum skátanna hef ég ferðast til fjögurra heimsálfa, heimsótt stóran hluta af Evrópu- löndunum, og eignast vini um allan heim. Þar hef ég einnig tekið þátt í að skipuleggja og framkvæma alls kyns viðburði, allt frá flokksútilegu í Eilífsbúum og núna sem mótsstjóri Lands- móts skáta sem er nú stærsta verkefni mitt til þessa.“ Fríður sat í Evrópustjórn kvenskáta á árunum 2007-2010 og segir hún það hafa verið góða viðbót í reynslubankann. „Á þeim árum ferðaðist ég mikið, skipulagði og tók þátt í alls kyns viðburðum, ráðstefn- um og fundum, og kynntist auðvitað enn fleirum frá öllum heimshornum. Það kenndi mér einnig mjög margt, um sjálfa mig sem persónu og um okkur Íslendinga sem þjóð. Þar lærði ég líka að meta margt af því sem maður hafði talið sjálfsagt fram að því, t.d. hvað við erum komin langt hér á Íslandi hvað varðar jafnrétti kynjanna, eða þegar ég áttaði mig á því að í sumum Evrópulöndum er bannað að tala um lýðræði, hvað þá að krefjast þess.“ Hún segist mæla hiklaust með skátastarfi fyrir alla, bæði börn og fullorðna, en það að fá tækifæri til þess að vaxa og þroskast í þessu umhverfi sé eitthvað sem maður býr að alla ævi. „Sú vinátta sem myndast í skátaferðalögunum og við að sigra ögrandi aðstæður saman Skátahreyfingin barst til Íslands árið 1912 en fimm árum áður hafði sir Robert Baden- Powell farið í fyrstu skátaferðina í Bretlandi. Starfið náði strax góðri fótfestu á Íslandi og spruttu upp skátasveitir og félög um allt land, meðal annars í Skagafirði en þar hefur verið starf að mestu samfellt frá árinu 1929. Eins og allt félagsstarf sem byggist á sjálfboðaliðastarfi hefur það sveiflast upp og niður í gegnum tíðina en sjá má ákveðna uppsveiflu núna, sem endurspeglast meðal annars í fjölgun þátttakenda á landsmóti. Starf Skátafélagsins Eilífsbúa hefur verið nokk-uð stöðugt í gegnum tíðina. Félagið var í ládeyðu á tímabilinu 1965 til 1970 en þá var starfið rifið upp aftur og þá skipt um nafn á félaginu en fyrir þann tíma kallaðist það Andvarar. Fyrir nokkrum árum færði félagið út kvíarnar og er nú einnig með öflugt starf í Varmahlíð. Um 40 skátar frá félaginu taka þátt í landsmóti sem er svipaður fjöldi og síðustu 20 árin. fortíðartorginu yfir í geim- stöðvaflakk og forritun á framtíðartorgi. Einnig velja allir flokkar sér eitthvað úr útivistar- dagskránni, klifur, kajakróður, fjallgöngur, snjóþotuferð eða annað slíkt. Og auðvitað verður kíkt inn á Akureyri þar sem bærinn og allt það sem hann hefur upp á að bjóða er kannað,“ segir Fríður. Á milli kl. 10-12 og 17-19 verður opin dagskrá í gangi, þ.e. þeim sem eru með mótsklút, þátttakendum og þeim sem dveljast í fjölskyldubúðum, og segir Fríður hana aðallega fara fram á þremur svæðum; í þrauta- og metalandi, alþjóðlega friðarþorpinu, þar sem hægt er að kynnast alþjóðastarfi skáta- hreyfingarinnar og ýmsum friðar- og mannúðarsamtökum, og í listaspírunni þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. „Á kvöldin er svo margvís- leg dagskrá í boði, skátakeppn- ir, varðeldar, stórleikir og hátíðardagskrá eins og setning og slit. Helgina 25.-27. júlí nær svo gleðin hámarki en frá kl. 17 á föstudegi, og fram á kvöld, verður karnivalstemning með tónlistarflutningi, bíósýningum og alls kyns þrautum og verk- efnum fyrir alla í fjölskyldunni. Á laugardag er heimsóknar- og hátíðardagur mótsins þar sem skátafélög og skátahópar frá hinum ýmsu löndum bjóða gestum og gangandi heim í tjaldbúð en á laugardagskvöld- inu er hátíðarvarðeldur og slit mótsins,“ segir Fríður að lokum. Nánari upplýsingar: skatarnir.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.