Feykir


Feykir - 17.07.2014, Qupperneq 11

Feykir - 17.07.2014, Qupperneq 11
27/2014 Feykir 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti næst gert margt gáfulegra en að telja regndropana. Spakmæli vikunnar Jafnvel litlar stjörnur skína í myrkri. - Finnskt orðtak Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... tuttugu prósent af plöntum eru notuð í lækningaskyni? ... hákarlar geta ekki synt aftur á bak? ... allir fílar tipla á tánum því afturhluti fótarins er eingöngu fita en engin bein? ... svín geta ekki horft upp? FEYKIFÍN AFÞREYING gudrun@feykir.is Hahahahaha... Frændi minn var að gera erfðaskrá. Hann arfleiddi pabba og mömmu að einni milljón og okkur bræðurna að hálfri milljón hvorn.“ „En frændi þinn á ekki bót fyrir rassinn á sér.“ „Nei, en þetta sýnir hvað hann er góður maður. Við fengjum þessa peninga ef hann ætti þá.“ Krossgáta Feykir spyr... [SPURT Í SUMAR TÍM Á SAUÐÁRKRÓKI ] Hvað finnst þér skemmti- legast að gera í Sumar TÍM? ADRIAN BLÖNDAL HALLGRÍMSSON -Mér finnst skemmtilegast að fara í fótbolta. FROSTI VALGARÐSSON -Bara spila fótbolta KRISTÍN BJÖRG EMANÚELSDÓTTIR -Fótbolti og siglinganámskeið BRYNDÍS HEIÐA GUNNARSDÓTTIR -Fótbolti. settir á ísinn svo kókosbollurnar aðeins brotnar niður og settar inn á milli. Þetta er svo borið fram með ást og kærleika og vona að fólk geti strokið á sér kviðinn eftir þetta allt saman. Verði ykkur að góðu! Jóhanna Erla og Reynir Ingi á Hvammstanga matreiða Dýrindis góður fiskréttur sem klikkar hvergi AÐALRÉTTUR Rækjufiskréttur 4-6 flök af fiski Rækjur eftir smekk (má sleppa) ½ gúrka 4 tómatar 1 paprika ½ laukur 1 dós rækjusmurostur 1 dós paprikusmurostur 2 msk majones Aðferð: Fiskurinn og rækjan sett hrá beint í eldfast form og kryddað með Season All og sítrónupipar. Smurostarnir og majonesið hrært saman og grænmetið skorið smátt og sett út í ostana og þessu er hrært saman og hellt yfir fiskinn og sett svo í ofninn og bakast þar í 30-40 mín. á ca. 170°C. Okkur finnst best að hafa hrísgrjón og græn- meti og ristaða brauðið klikkar ekki með þessum fiskrétt. EFTIRRÉTTUR Ís og kókosbollur 1 l af vanilluís 4 kókosbollur svo eftir smekk jarðaber, kiwi, vínber, bláber og hvað fólk vill hafa. Aðferð: Ísinn er settur í fallega skál (gott ef hann er ekki alveg frosinn), allt berjakyns og ávextir MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN gudrun@feykir.is Matgæðingar Feykis þessa vikuna eru þau Jóhanna Erla Jóhannsdóttir og Reynir Ingi Guðmundsson. „Hér kemur dýrindis góður fiskréttur sem klikkar hvergi, hef hann stundum í leikskólanum Ásgarði og það kemur ekki mikill afgangur inn í eldhús aftur og bara líka þegar koma margir og góðir gestir í heimsókn til okkar. Við erum ekki mikið fyrir forréttinn svo að við viljum bara leyfa ykkur að njóta þess að fá góðan fiskrétt og eftirrétt.“ „Við ætlum að skora á Vigdísi Lillý Sigurjónsdóttur og Pál Jóhannesson ábúendur á Syðsta-Ósi að koma með næstu upp- skriftir.” Reynir Ingi og Jóhanna Erla. Á síðasta fundi byggðaráðs Blönduósbæjar þann 11. júlí var tekið fyrir bréf frá Veiðifélagi Blöndu og Svartár um endurgerð og yfirferð á atkvæðaskrá félagsins. Þar kemur fram að Blönduósbær hafi ekkert atkvæði í veiðifélaginu, ólíkt því sem áður var. Lýsir byggðaráð yfir furðu með þá ráðstöfun stjórnar að svipta Blönduósbæ at- kvæðarétti í ljósi þess að bærinn eigi um 11,6% hluta í arðskrá félagsins. Í viðtali við Arnar Þór Sævarsson bæjar- stjóra Blönduósbæjar á Vísi.is í gær kemur fram að hann telji bæinn eiga minnst eitt atkvæði, vegna jarðarinnar Hnjúka, en óljósara sé með atkvæði vegna Kleifa, þar sem bærinn hafi tekið veiðiréttindin undan jörðinni þegar þar var stofnað nýbýli á öldinni sem leið. Þá sé hugsanlegt að bærinn eigi atkvæði í gegn um Enni og Hjaltabakka því bærinn sé byggður á hluta úr þeim jörðum. /BÞ Blönduósbær sviptur atkvæðarétti Veiðifélag Blöndu og Svartár

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.