Feykir - 28.08.2014, Qupperneq 5
32/2014 5
Tíundi tapleikur Tindastóls í röð
1. deild karla: Tindastóll - Víkingur Ó. 0-3
Tindastóll tók á móti liði Víkings Ólafsvík á
laugardaginn í 18. umferð 1. deildar karla í
knattspyrnu. Ekki hefur margt fallið með
Stólunum í sumar og það varð engin breyting á
því að þessu sinni því gestirnir fóru heim með
stigin þrjú eftir 0-3 sigur sem var næsta
auðveldur.
Að þessu sinni var dómarinn varla búinn að flauta
leikinn á þegar Víkingar skoruðu en þar var á
ferðinni Joseph Spivack. Gestirnir réðu lögum og
lofum framan af í leiknum með Eyþór Birgisson í
miklu stuði á hægri kantinum en kappinn er
eldsnöggur, sterkur og útsjónarsamur. Hann kom
boltanum fyrir markið á 10. mínútu á Brynjar
Kristmundsson sem skallaði af öryggi í markið.
Það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik.
Gestirnir með sigurinn í hendi sér og svo virtist sem
Tindastólsmenn hefðu helst í hyggju að verja
markið sitt betur en í fyrri hálfleik. Benni átti ágætar
rispur fram völlinn en þær enduðu flestar í fangi eða
fótum andstæðinganna. Stólarnir náðu reyndar að
skora á 77. mínútu en settu boltann í eigið mark eftir
snarpa sókn Víkinga. Lokatölur 0-3 og tíundi
tapleikur Tindastóls í röð staðreynd.
Næsti leikur Tindastóls er gegn Þrótti Reykjavík
á Valbjarnarvelli og verður hann spilaður laugar-
daginn 30. ágúst og hefst kl. 13:00. /ÓAB
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR
Sigur í síðasta heimaleik sumarsins
1. deild kvenna: Tindastóll-BÍ/Bolungarvík 3-0
Meistaraflokkur kvenna hjá
Tindastóli tók á móti liði BÍ/
Bolungarvíkur í síðasta
heimaleik sínum á þessu
tímabili á föstudagskvöldið.
Tindastólsstúlkur byrjuðu
leikinn betur og strax á 7.
mínútu kom Guðrún Jenný
Ágústsdóttir liði Tindastóls
yfir 1-0.
Tindastólsstúlkur sköpuðu
sér nokkur góð færi í fyrri hálfleik
en tókst ekki að klára þau. Þær
komu svo aftur sterkar inn í
seinni hálfleikinn og á 88. mínútu
bætti Þóra Rut Jónsdóttir við
öðru marki Stólastúlkna og á
síðustu mínútunum skoraði
Laufey Rún Harðardóttir þriðja
og síðasta mark Stólanna í
leiknum. Lokatölur 3-0.
„Þetta var flottur leikur af
okkar hálfu fyrir utan 20 mín-
útna kafla í seinni hálfleik. Við
„Heimamenn með
hjartað á réttum stað“
Spjallað við Bjarka Má Árnason
þjálfara 1. deildar liðs Tindastóls
Það er orðið ljóst að lið
Tindastóls er fallið niður í 2.
deild eftir þrjú sumur í
næstefstu deild. Að sögn
Bjarka Más Árnasonar
þjálfara liðsins ætla
strákarnir að klára tímabilið
með sæmd og umfram allt
að njóta síðustu leikjanna í
1. deild að sinni.
Bjarki segir sumarið hafa
verið lærdómsríkt, það sé búið
að vera erfitt en sama hvað
hefur bjátað á þá hefur
hópurinn staðið saman og
menn lagt sig fram. „Ungir
Tindastólsmenn hafa fengið
dýrmæta reynslu á flottum
vettvangi og mun það hjálpa
þeim að þroskast sem leik-
menn og einstaklingar. Það
var alltaf búist við því að þetta
yrði erfitt. Það var ákveðið frá
fyrstu stundu eftir að ég kom
inn í þetta að það ætti að keyra
þetta á heimamönnunum og
sjá hvar við stæðum. Strák-
arnir geta borið höfuðið hátt
þó svo að liðið sé fallið niður
um deild, flestir af þeim hafa
gefið líf og sál í þetta í sumar
og eiga framtíðina fyrir sér,“
segir Bjarki.
Leikmannahópur Tinda-
stóls hefur verið fámennur í
sumar vegna meiðsla en
Bjarki segir ekki mega búast
við því að það verði miklar
breytingar á honum fyrir lok
tímabilsins. „Ingvi Hrannar er
þó að skríða saman og verður
flott viðbót að fá þennan
mikla liðsmann inn.“
Ekki er víst hvort Bjarki
muni þjálfa liðið áfram í vetur
en hann ætlar fyrst og fremst
að einbeita sér að því að klára
þetta tímabil með strákunum.
„Ég hef verið ótrúlega stoltur
af því frá fyrstu stundu að hafa
fengið að þjálfa liðið og lært
alveg gífurlega mikið af því.
Þetta er búið að reyna vel á
mig sem og strákana í liðinu
og ein, tvær svefnlausar nætur.
En ég ætla að taka mér alla-
vega góða pásu eftir tímabilið
og ákveða hvert næsta skref
hjá mér verður. Eina sem ég
veit er að framtíðin er björt og
ég og strákarnir mínir ætlum
að njóta þess að búa í Skaga-
firði.“
Hver stefnan verður hjá
liðinu næsta sumar segir
Bjarki erfitt fyrir sig að svara,
en hann vonar að þessir strák-
ar haldi ótrauðir áfram með
Tindastóli og setji stefnuna á
það að berjast um að komast
aftur upp í 1. deild: „Þetta eru
heimamenn með hjartað á
réttum stað.“ /GSG
Kvennalið Tindastóls hefur staðið sig feykivel í sumar.
byrjuðum af krafti og tókum
leikinn yfir strax. Við áttum að
vera búin að klára leikinn í fyrri
hálfleik, en allt kom fyrir ekki.
Gott að fá tvö mörk í lokin og
klára leikinn 3-0 og halda hreinu,
það er mikill plús og gefur okkur
aukið sjálfstraust fyrir fram-
haldið. Við erum í 4. sæti núna
og stefnan er að halda því. Við
eigum erfiðan leik eftir á móti
HK/Víking á miðvikudaginn,
sem er seinasti leikur tímabilsins.
Það verður allt lagt í sölurnar og
klárað tímabilið með stæl,“ sagði
Arnar Skúli Atlason aðstoðar-
þjálfari mfl. kvenna í samtali við
blaðamann Feykis.
Tindastólsstúlkur áttu flottan
leik og eru nú í 4. sæti riðilsins
með 21 stig eftir 15 leiki. Úrslit úr
leik Tindastólsstúlkna og HK/
Víkings sem fór fram sl. mið-
vikdagskvöld voru ekki ljós þegar
blaðið fór í prentun. /GSG
„Mjög óvenjuleg staða fyrir okkur“
Skagfirðingur líklega á leið á EM í körfubolta
Íslenska karlalandsliðið í
körfubolta sigraði lið Breta í
æsispennandi leik
fimmtudagskvöldið 21. ágúst,
69-71, en á meðal leikmanna í
íslenska landsliðinu er
Blöndhlíðingurinn Axel Kárason.
Samkvæmt vef Körfuknattleikssam-
bands Íslands þýddi þessi sigur að
Ísland lendir aldrei neðar en í 2. sæti í
A-riðli, en í undankeppninni eru sjö
riðlar. Sigurvegarar allra riðlanna fara
áfram á Evrópumótið ásamt sex af sjö bestu liðun-
um í 2. sæti.
Með sigrinum jukust því möguleikar á að næla
sér í sæti á Evrópumótinu, en það verður þá í fyrsta
skiptið í sögunni sem íslenska
karlalandsliðið í körfubolta kemst á
EM.
„Þetta er auðvitað mjög óvenju-
leg staða fyrir okkur, það að vera í
seilingarfjarlægð frá því að tryggja
okkur þátttöku á stórmóti. En við
höldum ró okkar og einbeitum
okkur bara að því að spila körfubolta,
einn dag í einu,“ sagði Axel Kárason í
samtali við blaðamann Feykis.
Liðið lék gegn Bosníu á mið-
vikudagskvöldið en úrslit úr leiknum
voru ekki ljós áður en blaðið fór í prentun. „Ein-
faldast er auðvitað bara að vinna Bosníumenn í
Laugardalshöllinni og vera þar með öruggir áfram,“
bætti Axel við að lokum. /GSG
Bjarki (t.h.) með nokkra Víkinga fyrir framan sig á laugardag. Mynd: ÓAB