Feykir - 28.08.2014, Qupperneq 8
8 32/2014
„Tómarúmið sem alltaf var
til staðar hefur verið fyllt“
Sylvía Magnúsdóttir á Hlíðarenda í Óslandshlíð fann systkini sín eftir áratuga aðskilnað
Sylvía Magnúsdóttir á
Hlíðarenda í Óslandshlíð var
ung þegar hún komst að því
að hún væri ættleidd.
Blóðforeldrar hennar
reyndust þýskir og um fertugt
fór hún að leita systkina sinna
í annað sinn, eftir
árangurslausa tilraun nærri
aldarfjórðung fyrr. Í dag
hefur hún hitt tvö af
systkinum sínum og hefur
einnig samband við
systurdóttur sína sem í sumar
heimsótti hana í Skaga-
fjörðinn. Sylvía sagði
blaðamanni Feykis sögu
sína á dögunum.
Sylvía er fædd í Karlsruhe í
Þýskalandi og var ættleidd
kringum þriggja mánaða aldur.
Hún segir að foreldrar sínir hafi
dvalið með sig í einhvern tíma
þar ytra áður en þau fóru sjó-
leiðina heim, en pabbi hennar
var skipstjóri. Hjá þeim ólst hún
síðan upp á Íslandi en hin
systkinin urðu eftir í Þýskalandi
og fóru smátt og smátt hvert í
sína áttina og aðeins tvö þeirra
vissu hvert af öðru.
„Ég var frekar ung, sennilega
um níu ára, þegar ég komst að
því að ég væri ættleidd. Það eina
sem ég vissi til að byrja með var
að ég hefði komið frá Þýskalandi
Þá væri Afríka og Evrópa
ef til vill ein heimsálfa. Þá
hefðu valdasjúk Evrópuríki
ekki getað kúgað Afríkuríki
eins og þau gerðu öldum
saman. Afleiðingin er
fátækt og fáfræði sem varir
enn og leiðir af sér hungur
og hungurdauða.
Ríflega 20.000 börn deyja
úr hungri á hverjum einasta
sólarhring í heiminum. 50%
allra þeirra sem deyja úr
hungri í heiminum koma
frá litlum jörðum í Afríku
sem fátækir smábændur
búa á. Á næsta bæ, aðeins
norðar, er mat hent í tonnavís
eða borgun þegin fyrir að
framleiða ekki mat. Þarna er
eitthvað meira en lítið að.
Á Íslandi er mat hent fyrir
10 milljarða á ári. Það er
þriðjungur af því sem við
eyðum í mat. Miðað við
meðalútgjöld fjölskyldu til
matarkaupa á ári gætu
rúmlega 400 fjölskyldur
borðað frítt í heilt ár ef ég
reikna rétt. Hvað skyldu það
vera margar fjölskyldur í
Afríku?
Það er svipað hlutfall og er
á heimsvísu (1,7 milljörðum
tonna af mat hent árlega)
Bjarni Stefán Konráðsson, brottfluttur Skagfirðingur, skrifar
Það væri óskandi að Miðjarðarhafið væri ekki til
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJÓN kristin@feykir.is
og því til viðbótar má nefna,
að víða í Evrópu til dæmis, er
ekki nóg með að mat sé hent
sem búið er að framleiða af
því það fæst „ekki nógu hátt
verð fyrir hann“ (maturinn fer
sem sé aldrei í verslanir, til
dæmis í Þýskalandi), heldur er
bændum BORGAÐ FYRIR að
rækta EKKI ákveðnar spildur
til að draga úr framleiðslu,
á meðan fólk aðeins sunnar
á jarðarkúlunni DEYR ÚR
HUNGRI svo milljónum skiptir.
Ég fæ mig ekki til að skilja
það að þetta sé rétt. Það er
gjörsamlega galið og siðblint
að framleiða ekki mat og
henda mat af því það fást
ekki nógu miklir PENINGAR
fyrir hann á sama tíma og fólk
deyr unnvörpum úr hungri á
næsta bæ. Hvenær ætlum
við að ná því að hugsa út fyrir
landamæri og álfur þegar
mannslíf er í húfi? Hvað veldur
því að við gerum það ekki?
Gæti verið að sóun og græðgi
eigi þar hlut að máli? Jafnvel
firring og sjálfselska? Þröngur
sjóndeildarhringur?
Ég veit það ekki. En ég veit að
svo lengi sem einhver græðir á
fátækt, þá verður fátækt.
Og ég veit að það væri
óskandi að Miðjarðarhafið
væri ekki til.
- - - - -
Ég skora á Kristján Björn
Snorrason að taka við
pennanum.
og hvert ættarnafn mitt væri. Ég
var auðvitað það ung að ég spáði
ekkert í þetta, enda átti ég
yndislega foreldra sem elskuðu
mig og hugsuðu vel um mig. En
þegar ég fór að eldast vildi ég
komast að meiru, enda fannst
mér alltaf eins og vantaði eitt-
hvað,“ segir Sylvía um tildrög
þess að hún fór að leita upp-
runans.
Sylvía segir það hafa verið
fremur óþægilegt hvernig henni
bárust þær fréttir að hún væri
ættleidd því það var frænka
hennar sem talaði af sér, hélt
hreinlega að hún vissi þetta. „Ég
komst að því fyrir slysni og það
fór ekki vel í mig að vita það.“
Hún segir að þangað til hafi hún
ekki haft neina ástæðu til að
gruna neitt, en foreldrar hennar
hafi ekki ætlað að segja henni frá
ættleiðingunni. Hún ráðleggur
þó foreldrum ætt-leiddra barna
að segja þeim frá uppruna sínum
þegar þau eru á hentugum aldri
til að vita sannleikann.
Um fimmtán ára aldur fór
Sylvía á stúfana til að reyna að ná
tengslum við hugsanleg systkini
sín. „Ég vissi hvaða lögfræðingur
sá um ættleiðinguna og talaði
við hann fyrir sirka 25 árum en
hann sagðist ekkert getað
hjálpað mér. Þetta lá þungt á mér
og ég reyndi margar leiðir til að
finna upplýsingar um blóð-
fjölskylduna,“ rifjar Sylvía upp.
„Mér datt svo allt í einu í hug,
fyrir um tveimur árum, að hafa
samband við þýska sendiráðið á
Íslandi. Þangað fór ég í viðtal og
gekk það vel. Mér var strax gerð
grein fyrir því að annað hvort
gæti þetta orðið ein allsherjar
hamingja eða mikil vonbrigði.
Ég sætti mig jú við það, því ég
hugsaði að ég væri þá allavega
búin að reyna, hver svo sem
útkoman yrði.“ Þegar hér var
komið við sögu var móðir Sylvíu
fallin frá, en hún telur að hún
hefði ekki reynt að stoppa sig af.
Tíminn leið og rúmlega tveimur
árum síðar, eða árið 2012, var
Sylvíu boðið á fund í þýska
sendiráðinu. Þar fékk hún upp-
lýsingar um hverjir blóðfor-
eldrar hennar væru og að þau
væru enn á lífi. „Ég hafði samt í
raun ekki áhuga á að kynnast
þeim, mig langaði að kynnast
systkinum mínum. Ég bað um
þær upplýsingar en fékk ekki
vegna þess að þau skjöl voru
lokuð. Sendiráðið var hinsvegar
mjög hjálplegt, því þetta þarf að
vera þveröfugt, þau þurftu að
láta í ljós áhuga á að hafa
samband við mig.“ Sylvía segir
móður sína ekki hafa sýnt áhuga
á samskiptum við þau systkinin.
Hún hefur skrifað föður sínum
en hann ekki svarað. En
markmið hennar var að kynnast
systkinunum og hún segist sátt
með það.
„Bíómyndarmóment“
Nokkru síðar fékk Sylvía svo
tölvupóst um að hún ætti fimm
systkini og þau hefðu öll fengið
heimilisfangið hennar. „Þann
31. júlí 2013 leit ég á tölvupóstinn
minn og sá þá póst frá blóð-
bróður mínum. Það bréf var
stutt og laggott. Ég skrifaði strax
á móti og gaf upp facebook-
nafnið mitt og þar „addaði“
hann mér og við höfum verið í
samskiptum síðan,“ segir Sylvía
og bætir við að með því að hitta
systkini sín og komast í samband
við þau hafi það tómarúm sem
hún fann fyrir verið fyllt. Þetta er
ein stór hamingja hjá mér og ég
gæti ekki verið ánægðari.“
Þann 3. apríl 2014 hélt Sylvía
svo til Þýskalands. Hún lenti í
Frankfurt og tók þaðan lest til
Heidelberg, ásamt dóttur sinni
sem var með í för. Stefnan var
tekin á fund fjölskyldumeð-
limanna í fyrsta skipti. „Spennan
var mikil á leiðinni í lestinni.
Hugurinn reikaði fram og til
baka því við ætluðum að hitta
frænku mína þar í fyrsta skipti.
Svo þegar við komum á lestar-
stöðina sáum við frænku mína
og systur mína sem ég var líka að
hitta í fyrsta skipti.“
Sylvía segir erfitt að lýsa
endurfundunum öðruvísi en
svona bíómyndamómenti.
„Þetta var eins og í bíómynd.
Hún gekk í átt til mín hágrátandi,
jók svo hraðann þangað til hún
var komin í faðm minn og hélt
virkilega fast og vildi ekki sleppa.
Þetta stóð örugglega í tíu
mínútur en síðan var ákveðið að
fara og borða og kynnast betur,“
rifjar Sylvía upp. Eftir þessa
endurfundi hefur Sylvía verið í
reglulegu sambandi við systur
sína og bróður, og frænku sína,
Jenny, sem heimsótti hana í
Óslandshlíðina í sumar.
„Ég hvet alla sem eru efins
um að hitta sínar fjölskyldur,
sem þeir hafa ekki hitt áður,
eindregið til að gera það. Þetta
getur auðvitað farið á báða vegu
en þetta er eitt af þeim augna-
blikum sem ég myndi vilja lifa
aftur. Ég veit að ekki eru allir
jafn heppnir og ég að finna sínar
fjölskyldur. Ég veit að ég fékk
hjálp að ofan, ekki spurning. Ég
lít svo á að ég hafi ekki átt að
hitta þau fyrir 25 árum, ég hafi
ekki verið tilbúin, en nú var rétti
tíminn,“ segir Sylvía að lokum.
VIÐTAL
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Þessi mynd er tekin tíu mínútum eftir að Sylvía (t.h.) hitti systur sína í fyrsta sinn.